Með dreng í varanlegu fóstri: „Ætla að drekkja þessu barni í ást“ Stefán Árni Pálsson skrifar 1. nóvember 2017 11:45 Gulli og Andrés eru með dreng í varanlegu fóstri og langar þeim að ættleiða hann. „Ég var í jarðaför, kem út í bíl eftir erfidrykkjuna og ég held að það hafi verið svona 18 símtöl sem ég hafði misst af frá Andrési,“ segir Gunnlaugur Kristmundsson sem er með lítinn í varanlegu fóstri ásamt sambýlismanni sínum Andrési James Andréssyni en saman fóru þeir í gegnum ferlið með Sindra Sindrasyni í þættinum Fósturbörn á Stöð 2 í gærkvöldi. „Það var hringt í mig á föstudegi, ég á leiðinni heim úr Grafarvogi, og áður en ég veit af er ég kominn í Árbæinn að fríka út að það sé eitthvað barn að bíða eftir okkur,“ segir Andrés. „Ég hringi í Gulla átján sinnum og hann var í jarðaför. Tíminn gat bara ekki liðið nægilega hratt. Ég algjörlega missti það.“Hvað hugsuði þið rétt áður en þið genguð inni í herbergi þar sem drengurinn var?„Hvað í andskotanum er ég búinn að koma mér út í,“ segir Andrés. „Við sátum úti í bíl og ég var búinn að slökkva á bílnum og hann bara kólnaði og kólnaði,“ segir Gulli en báðir hugsuðu þeir að um leið og þeir færu inn í þetta hús væri ekki aftur snúið. „Þetta tók svona 0,01 sekúndu. Ég sá hann bara þarna á gólfinu og hugsaði um leið að ég væri til í þetta. Það var ekkert annað í heiminum sem skipti máli þarna og tveimur dögum síðar sagði ég upp vinnunni minni og var bara kominn heim og var heimavinnandi með einn sex mánaða,“ segir Andrés. Andrés segist hafa oft verið spurður út í það hvað hann myndi gera ef drengurinn yrði tekinn af þeim. „Ég sagði alltaf bara að ég myndi þá díla við það á þeirri stundu. En þangað til ætla ég að drekkja þessu barni í ást og stuðningi,“ segir Andrés. „Þegar endanlega niðurstaðan kom þá fann ég hvað þetta hafði verið mikill álagstími og mikið stress á mér og þá pínu hryn ég niður, hryn niður í eitthvað öryggi sem ég kannaðist ekki við,“ segir Gulli. Fósturbörn Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira
„Ég var í jarðaför, kem út í bíl eftir erfidrykkjuna og ég held að það hafi verið svona 18 símtöl sem ég hafði misst af frá Andrési,“ segir Gunnlaugur Kristmundsson sem er með lítinn í varanlegu fóstri ásamt sambýlismanni sínum Andrési James Andréssyni en saman fóru þeir í gegnum ferlið með Sindra Sindrasyni í þættinum Fósturbörn á Stöð 2 í gærkvöldi. „Það var hringt í mig á föstudegi, ég á leiðinni heim úr Grafarvogi, og áður en ég veit af er ég kominn í Árbæinn að fríka út að það sé eitthvað barn að bíða eftir okkur,“ segir Andrés. „Ég hringi í Gulla átján sinnum og hann var í jarðaför. Tíminn gat bara ekki liðið nægilega hratt. Ég algjörlega missti það.“Hvað hugsuði þið rétt áður en þið genguð inni í herbergi þar sem drengurinn var?„Hvað í andskotanum er ég búinn að koma mér út í,“ segir Andrés. „Við sátum úti í bíl og ég var búinn að slökkva á bílnum og hann bara kólnaði og kólnaði,“ segir Gulli en báðir hugsuðu þeir að um leið og þeir færu inn í þetta hús væri ekki aftur snúið. „Þetta tók svona 0,01 sekúndu. Ég sá hann bara þarna á gólfinu og hugsaði um leið að ég væri til í þetta. Það var ekkert annað í heiminum sem skipti máli þarna og tveimur dögum síðar sagði ég upp vinnunni minni og var bara kominn heim og var heimavinnandi með einn sex mánaða,“ segir Andrés. Andrés segist hafa oft verið spurður út í það hvað hann myndi gera ef drengurinn yrði tekinn af þeim. „Ég sagði alltaf bara að ég myndi þá díla við það á þeirri stundu. En þangað til ætla ég að drekkja þessu barni í ást og stuðningi,“ segir Andrés. „Þegar endanlega niðurstaðan kom þá fann ég hvað þetta hafði verið mikill álagstími og mikið stress á mér og þá pínu hryn ég niður, hryn niður í eitthvað öryggi sem ég kannaðist ekki við,“ segir Gulli.
Fósturbörn Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fleiri fréttir „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Sjá meira