Rauði herinn fór í gang í seinni hálfleik | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. nóvember 2017 21:45 Liverpool situr áfram á toppi E-riðils Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Maribor á Anfield í kvöld. Liverpool vann fyrri leikinn í Slóveníu 0-7 en Rauði herinn var lengi í gang í kvöld og bauð ekki upp á neinn glansfótbolta í fyrri hálfleik. Staðan var markalaus í hálfleik en í seinni hálfleik gaf Liverpool í, skoraði þrjú mörk og tryggði sér sigurinn. Mohamed Salah kom heimamönnum yfir á 49. mínútu og á þeirri 64. skoraði Emre Can annað mark Liverpool. Í millitíðinni varði Jasmin Handanovic vítaspyrnu frá James Milner. Daniel Sturridge kom inn á sem varamaður á 74. mínútu og á lokamínútunni bætti hann þriðja markinu við. Lokatölur 3-0, Liverpool í vil. Meistaradeild Evrópu
Liverpool situr áfram á toppi E-riðils Meistaradeildar Evrópu eftir 3-0 sigur á Maribor á Anfield í kvöld. Liverpool vann fyrri leikinn í Slóveníu 0-7 en Rauði herinn var lengi í gang í kvöld og bauð ekki upp á neinn glansfótbolta í fyrri hálfleik. Staðan var markalaus í hálfleik en í seinni hálfleik gaf Liverpool í, skoraði þrjú mörk og tryggði sér sigurinn. Mohamed Salah kom heimamönnum yfir á 49. mínútu og á þeirri 64. skoraði Emre Can annað mark Liverpool. Í millitíðinni varði Jasmin Handanovic vítaspyrnu frá James Milner. Daniel Sturridge kom inn á sem varamaður á 74. mínútu og á lokamínútunni bætti hann þriðja markinu við. Lokatölur 3-0, Liverpool í vil.
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn