Einn allra besti leikmaður í sögu FH og efstu deildar í knattspyrnu, Atli Guðnason, hefur endurnýjað samning sinn við félagið um eitt ár.
Atli er 33 ára og hefur leikið með FH frá 2004 en var um tíma í láni hjá HK og Fjölni.
Atli hefur tvívegis verið valinn besti leikmaður Pepsi-deildar karla og var markahæsti leikmaður deildarinnar 2012.
Atli hefur leikið 237 leiki í efstu deild og skorað 63 mörk.
FH framlengdi einnig samning sinn við Grétar Snæ Gunnarsson um tvö ár. Grétar var í láni hjá HK á síðustu leiktíð og er U-21 árs landsliðsmaður.
Atli áfram hjá FH
Hörður Magnússon og Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið



„Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“
Körfubolti

Átti Henderson að fá rautt spjald?
Enski boltinn

Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni
Íslenski boltinn

Löggan óskaði Hildigunni til hamingju
Handbolti




„Æfingu morgundagsins er aflýst“
Enski boltinn
Fleiri fréttir

Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
