Íslenska crossfit fólkið heldur uppi fjörinu í Evrópuliðinu | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2017 15:45 Evrópska liðið er fullt af Íslendingum. Mynd/Instagram/crossfitgames Allir meðlimir evrópska úrvalsliðsins í crossfit hafa nú skilað sér til Melbourne í Ástralíu þar sem framundan er CrossFit Invitational mótið um helgina. Ísland á þrjá af fjórum keppendum í Evrópuliðinu sem hefur titil að verja frá því í fyrra. Björgvin Karl Guðmundsson og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir geta unnið annað árið í röð og nú kemur Anníe Mist Þórisdóttir inn fyrir Katrínu Tönju Davíðsdóttur sem var í liðinu fyrir ári sína. Ekki slæmt fyrir eina litla þjóð norður í Atlantshafi að geta skipt út tvöföldum meistara á heimsleikunum fyrir annan tvöfaldan meistara frá heimsleikjunum. Evrópska úrvalsliðið mun þarna keppa við úrvalslið Bandaríkjanna, Kanada og Kyrrahafsins. Evrópa fékk 23 stig í fyrra eða sjö stigum meira en Bandaríkin sem varð í öðru sæti. Hér fyrir neðan má sjá evrópska hópinn á æfingu í gær en myndbandið var sett inn á fésbókarsíðu Crossfit heimsleikana. Liðið er að æfa sig í því að vinna með orminn. Allur hópurinn hefur nú skilað sér til Melbourne í Ástralíu og á twitter-síðu Crossfit heimsleikanna má sjá skemmtilega mynd af evrópska liðinu og það fer eiginlega ekkert á milli mála að íslensku crossfitararnir halda uppi fjörinu í Evrópuliðinu.Friday in Melbourne: https://t.co/oFkoBzSxGv#CrossFit Invitational pic.twitter.com/k9oLgRYe9Q — The CrossFit Games (@CrossFitGames) November 3, 2017 Anníe Mist Þórisdóttir setti líka mynd frá æfingu íslenska, fyrirgefið, evrópska liðsins í gær en allir í liðinu þurfa að vinna mjög vel saman í mörgum æfinganna. Eins og sjá má hér þá átti eftir að fara aðeins betur yfir málin en þau hafa tíma til þess því keppnin fer ekki fram fyrr en á sunnudaginn. Making all the mistakes in training means it will be on point once we get on the floor right? Can you spot who made the mistake here? Hint, the blondes took turns... #teameurope @sarasigmunds @bk_gudmundsson @j_smithsa @bicepslikebriggs A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Nov 2, 2017 at 9:26pm PDT CrossFit Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira
Allir meðlimir evrópska úrvalsliðsins í crossfit hafa nú skilað sér til Melbourne í Ástralíu þar sem framundan er CrossFit Invitational mótið um helgina. Ísland á þrjá af fjórum keppendum í Evrópuliðinu sem hefur titil að verja frá því í fyrra. Björgvin Karl Guðmundsson og Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir geta unnið annað árið í röð og nú kemur Anníe Mist Þórisdóttir inn fyrir Katrínu Tönju Davíðsdóttur sem var í liðinu fyrir ári sína. Ekki slæmt fyrir eina litla þjóð norður í Atlantshafi að geta skipt út tvöföldum meistara á heimsleikunum fyrir annan tvöfaldan meistara frá heimsleikjunum. Evrópska úrvalsliðið mun þarna keppa við úrvalslið Bandaríkjanna, Kanada og Kyrrahafsins. Evrópa fékk 23 stig í fyrra eða sjö stigum meira en Bandaríkin sem varð í öðru sæti. Hér fyrir neðan má sjá evrópska hópinn á æfingu í gær en myndbandið var sett inn á fésbókarsíðu Crossfit heimsleikana. Liðið er að æfa sig í því að vinna með orminn. Allur hópurinn hefur nú skilað sér til Melbourne í Ástralíu og á twitter-síðu Crossfit heimsleikanna má sjá skemmtilega mynd af evrópska liðinu og það fer eiginlega ekkert á milli mála að íslensku crossfitararnir halda uppi fjörinu í Evrópuliðinu.Friday in Melbourne: https://t.co/oFkoBzSxGv#CrossFit Invitational pic.twitter.com/k9oLgRYe9Q — The CrossFit Games (@CrossFitGames) November 3, 2017 Anníe Mist Þórisdóttir setti líka mynd frá æfingu íslenska, fyrirgefið, evrópska liðsins í gær en allir í liðinu þurfa að vinna mjög vel saman í mörgum æfinganna. Eins og sjá má hér þá átti eftir að fara aðeins betur yfir málin en þau hafa tíma til þess því keppnin fer ekki fram fyrr en á sunnudaginn. Making all the mistakes in training means it will be on point once we get on the floor right? Can you spot who made the mistake here? Hint, the blondes took turns... #teameurope @sarasigmunds @bk_gudmundsson @j_smithsa @bicepslikebriggs A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Nov 2, 2017 at 9:26pm PDT
CrossFit Mest lesið Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Fótbolti Anguissa hetja meistaranna Fótbolti Martin öflugur í góðum sigri Körfubolti Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Formúla 1 Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Fótbolti Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fleiri fréttir Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Sjá meira