Enn að jafna sig eftir kosningarnar Oddur Freyr Þorsteinsson skrifar 3. nóvember 2017 10:00 Fréttamaðurinn Baldvin Þór Bergsson hefur í nógu að snúast um þessar mundir. MYND/ANTONBRINK Fréttamaðurinn Baldvin Þór Bergsson var að hefja sinn þriðja vetur sem einn af umsjónarmönnum Kastljóss á RÚV og stýrði líka kosningasjónvarpi RÚV. Baldvin segist enn vera að jafna sig eftir lætin í kringum kosningar og stendur í ströngu í föðurhlutverkinu, en Baldvin og kona hans, Helga Margrét Skúladóttir, hjartalæknir á Landspítalanum, eiga eina tæplega tveggja ára gamla dóttur og eignuðust aðra dóttur í september.Baldvin með dætrum sínum.Gengur vel með börnin„Það gengur rosalega vel með nýfæddu stelpuna,“ segir Baldvin. „Hún er algjört draumaeintak, þannig að þetta er bara dásamlegt. Það er líka gaman að meta hvað er líkt og ólíkt með þeim systrum. Maður sér strax að þær eru ekki sama týpan. Sú yngri er rólegri týpa en systir hennar og þessi eldri er gríðarlega skemmtileg og uppátækjasöm. Hún tók upp á því í leikskólanum í fyrradag að hverfa í smá stund, en svo fundu leikskólakennararnir hana inni á klósetti þar sem hún hafði farið sjálf á klósettið og bara smellt sér úr bleyjunni og gert sínar þarfir sjálf án þess að tala við neinn. Hún er sjálfstæð og nennir ekki einhverju rugli,“ segir Baldvin og hlær. „Sú eldri tók viðbótinni við fjölskylduna merkilega vel,“ segir Baldvin. „Mitt ráð til allra sem eru í þessum sporum er að lesa hina stórgóðu bók „Emma og litli bróðir“, ég held að hún hafi skipt máli. Svo skiptir máli að leyfa henni að taka þátt í þessu og að halda rútínunni, þannig að hún átti sig á því að lífið er ekki að fara að umturnast. Maður heyrir oft af einhverri öfundsýki eða vandamálum en það hefur bara ekkert verið þannig hjá okkur. Við höfum það bara rosalegt gott.“Baldvin og Jóhanna stóðu vaktina á kosningavökunni síðustu helgi.Mikil vinna á bak við viðtölBaldvin segist hafa mjög gaman af vinnunni í Kastljósinu en það geti verið erfitt að velja efni í þáttinn. „Þetta er þáttur sem hefur töluverða vigt og það vilja allir koma í Kastljós sem hafa frá einhverju að segja,“ segir Baldvin. „Þannig að það fylgir því ábyrgð að ákveða hvað eigi að vera í þættinum.“ „Það er mjög skemmtilegt að fá að kynnast fólki, aðstæðum og atburðum betur en flestir aðrir, en það getur verið mikil vinna,“ segir Baldvin. „Það eru stundum ófáar skýrslur sem liggja að baki einu viðtali. Fimmtíu blaðsíðna skýrsla getur orðið að einni stuttri spurningu.“Sjö ár erlendisÁður en Baldvin hóf störf í Kastljósi var hann og kona hans ár í Edinborg og svo sex ár í Stokkhólmi. „Fyrst fórum við bæði í meistaranám í Edinborg og svo fórum við til Stokkhólms svo hún gæti klárað sérnámið í hjartalækningum,“ segir Baldvin. „Það var dásamlegt í Edinborg, hún verður alltaf ein af mínum uppáhaldsborgum. Að vera stúdent í Edinborgarháskóla er með því skemmtilegra sem ég hef gert á ævi minni. Eftir árin í Stokkhólmi fékk ég svo boð um að koma heim og vera í Kastljósinu, Helga var búin með námið og það var barn á leiðinni, svo það var fínt að koma heim.“Erfið törn að bakiBaldvin segist enn vera að jafna sig eftir kosningavöku síðustu helgar. „Þetta er náttúrulega löng törn,“ segir hann. „Maður þarf að vera á tánum í marga klukkutíma og maður er að drekka koffíndrykki um miðja nótt, sem hjálpar ekki við svefn næstu daga.“ „Á kosningadaginn erum við mætt á hádegi og tökum fund og æfingu,“ segir Baldvin. „Svo tekur við bið á milli svona fjögur og níu þar sem starfsfólk liggur hér og þar í húsinu og reynir að safna orku fyrir nóttina. Við Jóhanna Vigdís erum samstíga í að það skipti máli að taka almennilega á móti fólki þegar útsendingin byrjar og fólk sjái að þarna sé fólk sem er virkilega tilbúið í að fylgja þeim í gegnum þessa nótt. Svo þarf alltaf að vera hægt að klippa á okkur, þannig að við erum alltaf á tánum. Ég held að við höfum fyrst farið frá borðinu okkar milli hálfeitt og eitt. Svo gerist það kannski svona einu sinni til tvisvar aftur það sem eftir lifir nætur. Þetta er hörkupúl og maður er búinn á því eftir á.“ Baldvin og Jóhanna voru þó hress fram á morgun. „Ég held að það sé Jóhanna,“ segir Baldvin. „Það er grínast með að hún drekki af einhverjum æskubrunni og maður smitast bara svolítið af því. Það hjálpar rosa mikið að vera þarna með einhverjum sem er alltaf í góðri stemningu. En þetta er bara rosalega gaman. Maður hefur áhuga á stjórnmálum og við erum í stúkusæti til að fylgjast með öllu sem gerist þessa nótt.“Helga Margrét, kona Baldvins, með dóttur þeirra.Býst við stöðugleika „Síðasta ár hefur verið mjög merkilegt í pólitískum skilningi,“ segir Baldvin. „Við sjáum að með öllum þessum nýju flokkum myndast ný stjórnmálamenning. Ég held að það komi ekki í ljós strax hvort hún er betri eða verri en sú gamla. En ég er mjög spenntur að sjá hvaða stjórnarmynstur verður eftir kosningar og ég er sérstaklega spenntur að sjá hvort stjórnmálamennirnir standi við að reyna að ná breiðari samstöðu um alls konar mál. Samstöðu sem nær þá út fyrir eiginlega ríkisstjórnarflokka.“ „Ég held að það megi segja að ef þjóðin er að senda flokkunum einhver skilaboð í þessum kosningum séu skilaboðin þau að það eru alls konar sjónarmið þarna úti sem við ættum að reyna að taka tillit til í stórum ákvörðunum,“ segir Baldvin. „Ég held að það skipti máli núna að flokkarnir sýni að þeir geti búið til pólitískan stöðugleika. Þannig að það kæmi mér mjög á óvart ef það verður kosið fljótlega,“ segir Baldvin. „En við skulum hafa í huga að þetta er um það bil það sama og ég sagði fyrir ári síðan,“ segir hann og hlær. „En mér finnst vera öðruvísi andrúmsloft núna en eftir síðustu kosningar. Mér finnst eins og núna ætli fólki að tryggja að hér verði stjórn sem geti lifað.“Samfélagsmiðlar endurspegla okkur Baldvin hefur unnið við fræðistörf og kennt við Háskóla Íslands undanfarin ár. „Ég hef gert nokkrar rannsóknir og skrifað fræðigreinar og síðustu tvö ár kenndi ég námskeið við HÍ sem heitir Stafrænir miðlar. Ég hef skoðað samfélagsmiðla í fræðilegu samhengi árum saman.“ Gallinn við umræðu um samfélagsmiðla er sá að það er tilhneiging hjá fjölmiðlum til að kalla þá annaðhvort góða eða vonda,“ segir Baldvin. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að átta sig á að samfélagsmiðlar endurspegla bara hvað við erum að gera og hugsa. Það er undir okkur komið hvort þeir eru góðir eða slæmir, þeir hafa ekkert sjálfstætt líf.“Sól eftir áramót „Núna er bara vinnan og lífið fram undan,“ segir Baldvin. „Eftir áramót förum við væntanlega í vetrarfrí og fæðingarorlof og vonandi getum við konan verið saman og við fjölskyldan gert eitthvað skemmtilegt í nokkrar vikur. Draumurinn er að komast eitthvað aðeins suður á bóginn og fá smá sól í andlitið á vormánuðum.“ Kosningar 2017 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Fréttamaðurinn Baldvin Þór Bergsson var að hefja sinn þriðja vetur sem einn af umsjónarmönnum Kastljóss á RÚV og stýrði líka kosningasjónvarpi RÚV. Baldvin segist enn vera að jafna sig eftir lætin í kringum kosningar og stendur í ströngu í föðurhlutverkinu, en Baldvin og kona hans, Helga Margrét Skúladóttir, hjartalæknir á Landspítalanum, eiga eina tæplega tveggja ára gamla dóttur og eignuðust aðra dóttur í september.Baldvin með dætrum sínum.Gengur vel með börnin„Það gengur rosalega vel með nýfæddu stelpuna,“ segir Baldvin. „Hún er algjört draumaeintak, þannig að þetta er bara dásamlegt. Það er líka gaman að meta hvað er líkt og ólíkt með þeim systrum. Maður sér strax að þær eru ekki sama týpan. Sú yngri er rólegri týpa en systir hennar og þessi eldri er gríðarlega skemmtileg og uppátækjasöm. Hún tók upp á því í leikskólanum í fyrradag að hverfa í smá stund, en svo fundu leikskólakennararnir hana inni á klósetti þar sem hún hafði farið sjálf á klósettið og bara smellt sér úr bleyjunni og gert sínar þarfir sjálf án þess að tala við neinn. Hún er sjálfstæð og nennir ekki einhverju rugli,“ segir Baldvin og hlær. „Sú eldri tók viðbótinni við fjölskylduna merkilega vel,“ segir Baldvin. „Mitt ráð til allra sem eru í þessum sporum er að lesa hina stórgóðu bók „Emma og litli bróðir“, ég held að hún hafi skipt máli. Svo skiptir máli að leyfa henni að taka þátt í þessu og að halda rútínunni, þannig að hún átti sig á því að lífið er ekki að fara að umturnast. Maður heyrir oft af einhverri öfundsýki eða vandamálum en það hefur bara ekkert verið þannig hjá okkur. Við höfum það bara rosalegt gott.“Baldvin og Jóhanna stóðu vaktina á kosningavökunni síðustu helgi.Mikil vinna á bak við viðtölBaldvin segist hafa mjög gaman af vinnunni í Kastljósinu en það geti verið erfitt að velja efni í þáttinn. „Þetta er þáttur sem hefur töluverða vigt og það vilja allir koma í Kastljós sem hafa frá einhverju að segja,“ segir Baldvin. „Þannig að það fylgir því ábyrgð að ákveða hvað eigi að vera í þættinum.“ „Það er mjög skemmtilegt að fá að kynnast fólki, aðstæðum og atburðum betur en flestir aðrir, en það getur verið mikil vinna,“ segir Baldvin. „Það eru stundum ófáar skýrslur sem liggja að baki einu viðtali. Fimmtíu blaðsíðna skýrsla getur orðið að einni stuttri spurningu.“Sjö ár erlendisÁður en Baldvin hóf störf í Kastljósi var hann og kona hans ár í Edinborg og svo sex ár í Stokkhólmi. „Fyrst fórum við bæði í meistaranám í Edinborg og svo fórum við til Stokkhólms svo hún gæti klárað sérnámið í hjartalækningum,“ segir Baldvin. „Það var dásamlegt í Edinborg, hún verður alltaf ein af mínum uppáhaldsborgum. Að vera stúdent í Edinborgarháskóla er með því skemmtilegra sem ég hef gert á ævi minni. Eftir árin í Stokkhólmi fékk ég svo boð um að koma heim og vera í Kastljósinu, Helga var búin með námið og það var barn á leiðinni, svo það var fínt að koma heim.“Erfið törn að bakiBaldvin segist enn vera að jafna sig eftir kosningavöku síðustu helgar. „Þetta er náttúrulega löng törn,“ segir hann. „Maður þarf að vera á tánum í marga klukkutíma og maður er að drekka koffíndrykki um miðja nótt, sem hjálpar ekki við svefn næstu daga.“ „Á kosningadaginn erum við mætt á hádegi og tökum fund og æfingu,“ segir Baldvin. „Svo tekur við bið á milli svona fjögur og níu þar sem starfsfólk liggur hér og þar í húsinu og reynir að safna orku fyrir nóttina. Við Jóhanna Vigdís erum samstíga í að það skipti máli að taka almennilega á móti fólki þegar útsendingin byrjar og fólk sjái að þarna sé fólk sem er virkilega tilbúið í að fylgja þeim í gegnum þessa nótt. Svo þarf alltaf að vera hægt að klippa á okkur, þannig að við erum alltaf á tánum. Ég held að við höfum fyrst farið frá borðinu okkar milli hálfeitt og eitt. Svo gerist það kannski svona einu sinni til tvisvar aftur það sem eftir lifir nætur. Þetta er hörkupúl og maður er búinn á því eftir á.“ Baldvin og Jóhanna voru þó hress fram á morgun. „Ég held að það sé Jóhanna,“ segir Baldvin. „Það er grínast með að hún drekki af einhverjum æskubrunni og maður smitast bara svolítið af því. Það hjálpar rosa mikið að vera þarna með einhverjum sem er alltaf í góðri stemningu. En þetta er bara rosalega gaman. Maður hefur áhuga á stjórnmálum og við erum í stúkusæti til að fylgjast með öllu sem gerist þessa nótt.“Helga Margrét, kona Baldvins, með dóttur þeirra.Býst við stöðugleika „Síðasta ár hefur verið mjög merkilegt í pólitískum skilningi,“ segir Baldvin. „Við sjáum að með öllum þessum nýju flokkum myndast ný stjórnmálamenning. Ég held að það komi ekki í ljós strax hvort hún er betri eða verri en sú gamla. En ég er mjög spenntur að sjá hvaða stjórnarmynstur verður eftir kosningar og ég er sérstaklega spenntur að sjá hvort stjórnmálamennirnir standi við að reyna að ná breiðari samstöðu um alls konar mál. Samstöðu sem nær þá út fyrir eiginlega ríkisstjórnarflokka.“ „Ég held að það megi segja að ef þjóðin er að senda flokkunum einhver skilaboð í þessum kosningum séu skilaboðin þau að það eru alls konar sjónarmið þarna úti sem við ættum að reyna að taka tillit til í stórum ákvörðunum,“ segir Baldvin. „Ég held að það skipti máli núna að flokkarnir sýni að þeir geti búið til pólitískan stöðugleika. Þannig að það kæmi mér mjög á óvart ef það verður kosið fljótlega,“ segir Baldvin. „En við skulum hafa í huga að þetta er um það bil það sama og ég sagði fyrir ári síðan,“ segir hann og hlær. „En mér finnst vera öðruvísi andrúmsloft núna en eftir síðustu kosningar. Mér finnst eins og núna ætli fólki að tryggja að hér verði stjórn sem geti lifað.“Samfélagsmiðlar endurspegla okkur Baldvin hefur unnið við fræðistörf og kennt við Háskóla Íslands undanfarin ár. „Ég hef gert nokkrar rannsóknir og skrifað fræðigreinar og síðustu tvö ár kenndi ég námskeið við HÍ sem heitir Stafrænir miðlar. Ég hef skoðað samfélagsmiðla í fræðilegu samhengi árum saman.“ Gallinn við umræðu um samfélagsmiðla er sá að það er tilhneiging hjá fjölmiðlum til að kalla þá annaðhvort góða eða vonda,“ segir Baldvin. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að átta sig á að samfélagsmiðlar endurspegla bara hvað við erum að gera og hugsa. Það er undir okkur komið hvort þeir eru góðir eða slæmir, þeir hafa ekkert sjálfstætt líf.“Sól eftir áramót „Núna er bara vinnan og lífið fram undan,“ segir Baldvin. „Eftir áramót förum við væntanlega í vetrarfrí og fæðingarorlof og vonandi getum við konan verið saman og við fjölskyldan gert eitthvað skemmtilegt í nokkrar vikur. Draumurinn er að komast eitthvað aðeins suður á bóginn og fá smá sól í andlitið á vormánuðum.“
Kosningar 2017 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira