Leik – grunn – og tónlistarskóli í nýjum stjórnarsáttmála Guðríður Arnardóttir skrifar 3. nóvember 2017 10:44 Allir flokkarnir sem buðu fram í aðdraganda nýafstaðinna kosninga til Alþingis voru sammála því að það þyrfti að styrkja menntakerfið og voru öll skólastig nefnd í því sambandi. Nú þegar Katrín Jakobsdóttir leiðir stjórnarmyndunarviðræður flokka sem töluðu sérstaklega fyrir menntamálum við ég minna á eftirfarandi: Sveitarfélögin í landinu reka leik- grunn- og tónlistarskóla. Verulega skortir á að kjör og starfsaðstæður þessara kennarahópa séu viðundandi. Álag á kennara er óhóflegt og sýna gögn að kulnun í starfi og langtímaveikindi eru mest meðal kennara borið saman við aðrar háskólamenntaðar stéttir. Mestur er vandinn meðal leikskólakennara. Börn á leikskólum eru of mörg í hverju rými og of fáir kennarar starfa innan leikskólanna. Kjarasamningar grunnskólakennara eru nú lausir og losna samningar tónlistarskólakennara næsta vor. Það liggur fyrir að ekki mun nást sátt um kjör þeirra og starfsaðstæður nema talsverð viðbót verði lögð til rekstrarins. Þá er ljóst að bættar aðstæður kennara og barna á leikskólum þolir enga bið. Nú þegar ný ríkisstjórn er mögulega í fæðingu vil ég beina orðum mínum til þeirra sem skrifa nú nýjan stjórnarsáttmála. Það er lykilatriði og hreinlega nauðsynlegt ef einhver sátt á að skapast um íslenskan vinnumarkað að sveitarfélögum í landinu verði gert kleyft að bæta kjör og starfsaðstæður kennara. Til þess verða þau að fá stuðning Alþingis til að rýmka tekjustofna sína. Sveitarfélögunum er sniðinn þröngur stakkur þar sem Alþingi setur ramma um heimildir þeirra til að afla sér tekna. Framundan eru kjarasamningar við alla starfandi kennara sveitarfélaganna og eigi að skapast sátt um þá samninga þurfa sveitarfélögin að leggja meira fjármagn í rekstur leik- grunn- og tónlistarskóla. Nú verður ný ríkisstjórn að standa við fyrirheit um stórsókn í menntamálum. Til þess að svo megi verða má ekki gleyma hlut sveitarfélaganna í menntakerfi landsins og verður Alþingi að tryggja sveitarfélögunum í landinu auknar heimildir til að afla sér tekna. Þar er brýnt að tryggja sveitarfélögum hlut í fjármagnstekjuskatti og veita þeim heimildir til að hækka útsvar. Það vil ég meðal annars sjá í nýjum stjórnarsáttmála.Höfundur er formaður félags framhaldsskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Allir flokkarnir sem buðu fram í aðdraganda nýafstaðinna kosninga til Alþingis voru sammála því að það þyrfti að styrkja menntakerfið og voru öll skólastig nefnd í því sambandi. Nú þegar Katrín Jakobsdóttir leiðir stjórnarmyndunarviðræður flokka sem töluðu sérstaklega fyrir menntamálum við ég minna á eftirfarandi: Sveitarfélögin í landinu reka leik- grunn- og tónlistarskóla. Verulega skortir á að kjör og starfsaðstæður þessara kennarahópa séu viðundandi. Álag á kennara er óhóflegt og sýna gögn að kulnun í starfi og langtímaveikindi eru mest meðal kennara borið saman við aðrar háskólamenntaðar stéttir. Mestur er vandinn meðal leikskólakennara. Börn á leikskólum eru of mörg í hverju rými og of fáir kennarar starfa innan leikskólanna. Kjarasamningar grunnskólakennara eru nú lausir og losna samningar tónlistarskólakennara næsta vor. Það liggur fyrir að ekki mun nást sátt um kjör þeirra og starfsaðstæður nema talsverð viðbót verði lögð til rekstrarins. Þá er ljóst að bættar aðstæður kennara og barna á leikskólum þolir enga bið. Nú þegar ný ríkisstjórn er mögulega í fæðingu vil ég beina orðum mínum til þeirra sem skrifa nú nýjan stjórnarsáttmála. Það er lykilatriði og hreinlega nauðsynlegt ef einhver sátt á að skapast um íslenskan vinnumarkað að sveitarfélögum í landinu verði gert kleyft að bæta kjör og starfsaðstæður kennara. Til þess verða þau að fá stuðning Alþingis til að rýmka tekjustofna sína. Sveitarfélögunum er sniðinn þröngur stakkur þar sem Alþingi setur ramma um heimildir þeirra til að afla sér tekna. Framundan eru kjarasamningar við alla starfandi kennara sveitarfélaganna og eigi að skapast sátt um þá samninga þurfa sveitarfélögin að leggja meira fjármagn í rekstur leik- grunn- og tónlistarskóla. Nú verður ný ríkisstjórn að standa við fyrirheit um stórsókn í menntamálum. Til þess að svo megi verða má ekki gleyma hlut sveitarfélaganna í menntakerfi landsins og verður Alþingi að tryggja sveitarfélögunum í landinu auknar heimildir til að afla sér tekna. Þar er brýnt að tryggja sveitarfélögum hlut í fjármagnstekjuskatti og veita þeim heimildir til að hækka útsvar. Það vil ég meðal annars sjá í nýjum stjórnarsáttmála.Höfundur er formaður félags framhaldsskólakennara.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun