Bayern Munich er komið með sex stiga forystu á Borussia Dortmund í þýsku Bundesligunni, en liðin mættust í lokaleik dagsins.
Arjen Robben kom Bayern yfir á 17. mínútu og Robert Lewandowski tvöfaldaði forystuna á þeirri 37.
David Alaba kláraði svo leikinn fyrir þýsku meistarana á 67. mínútu.
Marc Bartra náði að klóra í bakkann fyrir Dortmund, en það kom ekki að sök. Lokatölur 1-3.
Með tapinu missti Dortmund Leipzig upp fyrir sig í annað sætið, en Leipzig vann Hannover 2-1 fyrr í dag.
Bayern sigraði toppslaginn

Tengdar fréttir

Enginn Alfreð í jafntefli hjá Augsburg
Alfreð Finnbogason og félagar í Augsburg fá Bayer Leverkusen í heimsókn í leik milli liða sem eru hlið við hlið í töflunni.