Frönsku handboltabræðurnir Nikola og Luka Karabatic gætu misst af EM í janúar vegna veðmálahneykslisins sem skók franskan handbolta fyrir fimm árum.
Árið 2012 voru leikmenn Montpellier, sem Karabatic-bræðurnir léku með á þeim tíma, sakaðir um að hafa hagrætt úrslitum í leik gegn Cesson-Rennes í frönsku úrvalsdeildinni.
Montpellier tapaði leiknum óvænt en seinna kom í ljós að óvenju margir höfðu veðjað á móti liðinu í þessum leik. Meðal þeirra voru ættingjar og vinir Karabatic-bræðranna.
Málinu var lokað 2015 en hefur nú verið opnað á nýjan leik. Karabatic-bræðurnir mættu fyrir dóm á mánudaginn en úrskurður í málinu verður kveðinn upp innan tveggja vikna.
Samkvæmt frönskum fjölmiðlum gætu bræðurnir verið settir í tveggja ára bann frá landsliðinu og myndu þ.a.l. missa af EM í Króatíu.
Karabatic-bræðurnir gætu misst af EM vegna fimm ára gamals veðmálahneykslis
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið






„Það var engin taktík“
Fótbolti


Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma
Íslenski boltinn

