Fleiri ásakanir komnar fram á hendur Kevin Spacey Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 8. nóvember 2017 22:07 Meint brot Spaceys spanna áratugalangt tímabil. visir/getty Leikarinn Kevin Spacey hefur á nýjan leik verið sakaður um kynferðislega áreitni í garð bæði karla og kvenna. BBC greinir frá. Leikarinn var borinn þungum sökum um kynferðislega áreitni gagnvart leikaranum Anthony Rapp fyrir viku síðan en atvikið á að hafa átt sér árið 1986. Spacey var þá 26 ára gamall en Rapp aðeins fjórtán ára. Hann baðst afsökunar opinberlega í kjölfar ásakananna en tók þó fram að hann myndi ekki eftir atburðinum sjálfur. Ásakanirnar sem komu fram í dag eru þónokkrar og spanna langt tímabil, eða frá miðbiki níunda áratugarins og allt til ársins 2016. Heather Unruth, fyrrverandi sjónvarpsfréttamaður, lýsti því yfir á blaðamannafundi í Boston í dag að Spacey hefði áreitt son sinn kynferðislega á bar í Massachusetts í fyrra. Sonur hennar var þá átján ára gamall. Á Spacey að hafa borið áfengi í drenginn og káfað á kynfærum hans innan klæða. Barþjónninn Kris Nixon steig einnig fram og vændi Spacey um að hafa gripið í klof sitt í gleðskap árið 2007. Skömmu eftir atvikið á Spacey að hafa dúkkað upp á barnum þar sem Nixon starfaði, tekið í buxnastreng hans og sagst vilja „bæta honum upp það sem gerðist.“ Fleiri menn hafa sömu sögu að segja af Spacey, meðal annars kvikmyndagerðarmaður sem hefur ekki komið fram undir nafni. Segir hann Spacey hafa áreitt sig árið 1995 en voru þeir þá báðir við tökur á kvikmyndinni Albino Allgator. Kvikmyndagerðarmaðurinn var aðeins 22 ára gamall á þeim tíma og segir hann Spacey hafa misnotað sér æsku hans og stöðu sem ungliða í teyminu. Þá steig Kate Edwards, leiklistarkennari í Lundúnum, fram og ásakaði Spacey um að hafa lokkað sig heim til sín og gert sig líklegan til þess að hafa við hana samfarir. Þegar hún veik sér undan brást Spacey illa við og lokaði í kjölfarið á öll samskipti við hana. Mál Kevin Spacey MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Önnur kona sakar Hoffman um kynferðislega áreitni Þetta er í annað skiptið í þessari viku sem Dustin Hoffman er sakaður um kynferðislega áreitni. 3. nóvember 2017 12:41 Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33 Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09 Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Hætta framleiðslu House of Cards Sjötta og síðasta serían verðu sýnd á næsta ári. 30. október 2017 20:37 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Sjá meira
Leikarinn Kevin Spacey hefur á nýjan leik verið sakaður um kynferðislega áreitni í garð bæði karla og kvenna. BBC greinir frá. Leikarinn var borinn þungum sökum um kynferðislega áreitni gagnvart leikaranum Anthony Rapp fyrir viku síðan en atvikið á að hafa átt sér árið 1986. Spacey var þá 26 ára gamall en Rapp aðeins fjórtán ára. Hann baðst afsökunar opinberlega í kjölfar ásakananna en tók þó fram að hann myndi ekki eftir atburðinum sjálfur. Ásakanirnar sem komu fram í dag eru þónokkrar og spanna langt tímabil, eða frá miðbiki níunda áratugarins og allt til ársins 2016. Heather Unruth, fyrrverandi sjónvarpsfréttamaður, lýsti því yfir á blaðamannafundi í Boston í dag að Spacey hefði áreitt son sinn kynferðislega á bar í Massachusetts í fyrra. Sonur hennar var þá átján ára gamall. Á Spacey að hafa borið áfengi í drenginn og káfað á kynfærum hans innan klæða. Barþjónninn Kris Nixon steig einnig fram og vændi Spacey um að hafa gripið í klof sitt í gleðskap árið 2007. Skömmu eftir atvikið á Spacey að hafa dúkkað upp á barnum þar sem Nixon starfaði, tekið í buxnastreng hans og sagst vilja „bæta honum upp það sem gerðist.“ Fleiri menn hafa sömu sögu að segja af Spacey, meðal annars kvikmyndagerðarmaður sem hefur ekki komið fram undir nafni. Segir hann Spacey hafa áreitt sig árið 1995 en voru þeir þá báðir við tökur á kvikmyndinni Albino Allgator. Kvikmyndagerðarmaðurinn var aðeins 22 ára gamall á þeim tíma og segir hann Spacey hafa misnotað sér æsku hans og stöðu sem ungliða í teyminu. Þá steig Kate Edwards, leiklistarkennari í Lundúnum, fram og ásakaði Spacey um að hafa lokkað sig heim til sín og gert sig líklegan til þess að hafa við hana samfarir. Þegar hún veik sér undan brást Spacey illa við og lokaði í kjölfarið á öll samskipti við hana.
Mál Kevin Spacey MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Önnur kona sakar Hoffman um kynferðislega áreitni Þetta er í annað skiptið í þessari viku sem Dustin Hoffman er sakaður um kynferðislega áreitni. 3. nóvember 2017 12:41 Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33 Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09 Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58 Hætta framleiðslu House of Cards Sjötta og síðasta serían verðu sýnd á næsta ári. 30. október 2017 20:37 Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Fleiri fréttir Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Sjá meira
Önnur kona sakar Hoffman um kynferðislega áreitni Þetta er í annað skiptið í þessari viku sem Dustin Hoffman er sakaður um kynferðislega áreitni. 3. nóvember 2017 12:41
Gagnrýna Spacey harðlega fyrir að beina athygli frá ásökunum með því að koma út úr skápnum Margir hafa tjáð sig um þessa yfirlýsingu Spacey og segja að hann sé með henni að reyna að tengja saman barnagirnd og samkynhneigð. 30. október 2017 18:33
Vaknaði með Kevin Spacey ofan á sér þegar hann var unglingur BBC ræðir við mann sem segir að Kevin Spacey hafi reynt að tæla sig þegar hann var sextán ára gamall á 9. áratugnum. 1. nóvember 2017 12:09
Kevin Spacey kemur út úr skápnum í kjölfar ásakana um áreitni Í kjölfar ásakana um að bandaríski stórleikarinn Kevin Spacey hafi áreitt barnastjörnu ákvað hann að koma út úr skápnum á Twitter-síðu sinni í nótt. 30. október 2017 06:58
Hætta framleiðslu House of Cards Sjötta og síðasta serían verðu sýnd á næsta ári. 30. október 2017 20:37