Sport

Vésteinn tilnefndur sem þjálfari ársins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Frá vinstri Vésteinn Hafsteinsson, Daniel Ståhl, Guðni Valur Guðnason og Pétur Guðmundsson.
Frá vinstri Vésteinn Hafsteinsson, Daniel Ståhl, Guðni Valur Guðnason og Pétur Guðmundsson. MYND/FÉSBÓKARSÍÐA FRÍ
Vésteinn Hafsteinsson er einn fjögurra sem koma til greina sem þjálfari ársins í sænskum íþróttum árið 2017.

Vésteinn er þjálfari kringlukastarans Daniels Ståhl sem vann til silfurverðlauna á HM í London í sumar. Ståhl kastaði kringlunni 69,19 metra.

Vésteinn er tilnefndur sem þjálfari ársins ásamt Graham Potter, Håkan Carlsson og Rikard Grönborg.

Potter er þjálfari Östersunds sem er bikarmeistari í fótbolta og hefur gert góða hluti í Evrópudeildinni. Carlsson er þjálfari í rathlaupi og Grönborg stýrir sænska karlalandsliðinu í íshokkí.

Lærisveinn Vésteins, áðurnefndur Daniel Ståhl, er einnig tilnefndur sem íþróttamaður ársins í karlaflokki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×