Hugsjónir Ingu sigruðu Árni Stefán Árnason skrifar 30. október 2017 10:15 Ég vil byrja á því, að óska Ingu Sæland hjartanlega til hamingju fyrir að ryðja nýja braut fyrir kjósendur og hafa áhrif á pólitískan hugsunarhátt þeirra. Það gerði hún augljóslega með einlægri framkomu sinni í síðasta umræðuþætti RÚV fyrir kosningar. Mér brá þegar hún varð klökk, hélt eldmessu í beinni útsendingu yfir formönnum fjórflokksins, sem hefur framkallað fátækt og misskiptingu á Íslandi. Ég var ekki viss um að einlægni hennar félli í góðan jarðveg hjá kjósendum. Ég hafði rangt fyrir mér. Kjósendur hafa því tekið framförum, þeir tóku mark á henni, en mikið þurfti til að hún næði athygli með sannleika sínum um aðstæður þeirra manna, sem minnst mega sín á Íslandi. Fyrir þarsíðustu kosningar minnist ég þess að Inga Sæland snéri sér til mín vegna sérþekkingar minnar á dýraverndamálum. Flokkur hennar ætlaði að móta heildstæða dýraverndarstefnu. Af því varð þó hvorki fyrir þær kosningar né þær síðustu. Engu að síður vonast ég til þess að Inga haldi barráttu sinni hátt á lofti fyrir okkar minnstu bræður og systur, dýrin. Hún er þess megnug úr öflugasta ræðupúlti landsins. Dýrin hafa sjaldan haft áreiðanlegan talsmann á þingi að frátöldum Tryggva Gunnarssyni heitnum, sem hóf íslenska dýravernd. Inga hefur nú komist í kjöraðstæður til þess og hefur góða tilfinningu fyrir aðstæðum þeirra, sem hafa þurft að lúta harðræði mannsins í garð manna og dýra. Það felst harðræði í því hjá stjórnmálamönnum að til sé hópur fólks á Íslandi, sem býr við fátæktaraðstæður og það felst harðræði í því hjá stjórnmálamönnum að íslensk dýravelferðarlög og framkvæmd séu í þeim farvegi að heimila harðræði á dýrum í sumum tilvikum, einkum búfjáreldi. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Ég vil byrja á því, að óska Ingu Sæland hjartanlega til hamingju fyrir að ryðja nýja braut fyrir kjósendur og hafa áhrif á pólitískan hugsunarhátt þeirra. Það gerði hún augljóslega með einlægri framkomu sinni í síðasta umræðuþætti RÚV fyrir kosningar. Mér brá þegar hún varð klökk, hélt eldmessu í beinni útsendingu yfir formönnum fjórflokksins, sem hefur framkallað fátækt og misskiptingu á Íslandi. Ég var ekki viss um að einlægni hennar félli í góðan jarðveg hjá kjósendum. Ég hafði rangt fyrir mér. Kjósendur hafa því tekið framförum, þeir tóku mark á henni, en mikið þurfti til að hún næði athygli með sannleika sínum um aðstæður þeirra manna, sem minnst mega sín á Íslandi. Fyrir þarsíðustu kosningar minnist ég þess að Inga Sæland snéri sér til mín vegna sérþekkingar minnar á dýraverndamálum. Flokkur hennar ætlaði að móta heildstæða dýraverndarstefnu. Af því varð þó hvorki fyrir þær kosningar né þær síðustu. Engu að síður vonast ég til þess að Inga haldi barráttu sinni hátt á lofti fyrir okkar minnstu bræður og systur, dýrin. Hún er þess megnug úr öflugasta ræðupúlti landsins. Dýrin hafa sjaldan haft áreiðanlegan talsmann á þingi að frátöldum Tryggva Gunnarssyni heitnum, sem hóf íslenska dýravernd. Inga hefur nú komist í kjöraðstæður til þess og hefur góða tilfinningu fyrir aðstæðum þeirra, sem hafa þurft að lúta harðræði mannsins í garð manna og dýra. Það felst harðræði í því hjá stjórnmálamönnum að til sé hópur fólks á Íslandi, sem býr við fátæktaraðstæður og það felst harðræði í því hjá stjórnmálamönnum að íslensk dýravelferðarlög og framkvæmd séu í þeim farvegi að heimila harðræði á dýrum í sumum tilvikum, einkum búfjáreldi. Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar