Fyrrverandi kosningastjóra Trump skipað að gefa sig fram Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2017 12:14 Manafort var kosningastjóri Trump þar til í ágúst í fyrra en hætti þegar ásakanir um óeðlilegar greiðslur frá aðilum tengdum Rússum komu fram. Vísir/AFP Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, og viðskiptafélagi hans hafa verið ákærðir í tengslum við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra. Þeim hefur verið sagt að gefa sig fram við yfirvöld. Ekki hefur enn verið greint frá því fyrir hvað Manafort og Rick Gates eru ákærðir. Gates er samstarfsmaður Manafort til margra ára og hefur unnið fyrir félög sem fyrirtæki Manafort kom á fót á Kýpur til að taka við fé frá stjórnmálamönnum og athafnafólki frá Austur-Evrópu, að sögn New York Times. Blaðið segir að Manafort hafi gefið sig fram í höfuðstöðvum alríkislögreglunnar FBI í Washington-borg skömmu eftir kl. 8 að staðartíma í morgun. Hann var í fylgd með lögmanni sínum.Paul Manafort walked into the FBI field office in Washington D.C., using the front door https://t.co/U2QVWiCKep https://t.co/TF46b9OzZn— CNN (@CNN) October 30, 2017 Manafort hefur verið til stífrar rannsóknar Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, fyrir brot á skattalögum, peningaþvætti og fyrir að hafa ekki gert greint fyrir þóknunum sem hann fékk fyrir málafylgjustörf fyrir erlenda aðila. Um er að ræða fyrstu ákærurnar í rannsókn Mueller sem beinist einnig að því hvort að framboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra. Bandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður kosningananna í fyrra til að tryggja Trump sigur. Manafort, sem hefur lengi unnið sem málafylgjumaður fyrir erlend ríki í Washington-borg, var kosningastjóri Trump þar til í ágúst í fyrra. Hann lét af þeim störfum eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir dollara frá aðilum Viktori F. Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu sem hefur verið hliðhollur Rússum. Manafort var lengi pólitískur ráðgjafi Janúkóvitsj. Alríkislögreglumenn gerðu húsleit á heimili Manafort í tengslum við rannsóknina í júlí. Sjálfur hefur hann neitað öllu fjárhagslegu misferli. Trump hefur einnig þvertekið fyrir að samráð hafi átt sér stað á milli framboðs hans og Rússa. Ryan Lizza, blaðamaður New Yorker, bendir á að ólíkt Manafort hafi Gates haldið áfram að vinna fyrir framboð Trump og undirbúningsteymi hans fyrir valdatökuna.Unlike Manafort, who was forced out last year, Gates continued to work on the Trump campaign and even the inaugural committee— Ryan Lizza (@RyanLizza) October 30, 2017 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Búast við handtöku vegna Rússarannsóknarinnar Ákærudómstóll samþykkti fyrstu ákærurnar vegna rannsóknarinnar á föstudaginn. 30. október 2017 08:45 Fyrstu ákærurnar í Rússarannsókninni Handtökur gætu farið fram strax á mánudag, að sögn CNN. Ekki er ljóst fyrir hvað er ákært. 28. október 2017 00:57 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump Bandaríkjaforseta, og viðskiptafélagi hans hafa verið ákærðir í tengslum við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra. Þeim hefur verið sagt að gefa sig fram við yfirvöld. Ekki hefur enn verið greint frá því fyrir hvað Manafort og Rick Gates eru ákærðir. Gates er samstarfsmaður Manafort til margra ára og hefur unnið fyrir félög sem fyrirtæki Manafort kom á fót á Kýpur til að taka við fé frá stjórnmálamönnum og athafnafólki frá Austur-Evrópu, að sögn New York Times. Blaðið segir að Manafort hafi gefið sig fram í höfuðstöðvum alríkislögreglunnar FBI í Washington-borg skömmu eftir kl. 8 að staðartíma í morgun. Hann var í fylgd með lögmanni sínum.Paul Manafort walked into the FBI field office in Washington D.C., using the front door https://t.co/U2QVWiCKep https://t.co/TF46b9OzZn— CNN (@CNN) October 30, 2017 Manafort hefur verið til stífrar rannsóknar Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, fyrir brot á skattalögum, peningaþvætti og fyrir að hafa ekki gert greint fyrir þóknunum sem hann fékk fyrir málafylgjustörf fyrir erlenda aðila. Um er að ræða fyrstu ákærurnar í rannsókn Mueller sem beinist einnig að því hvort að framboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra. Bandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á niðurstöður kosningananna í fyrra til að tryggja Trump sigur. Manafort, sem hefur lengi unnið sem málafylgjumaður fyrir erlend ríki í Washington-borg, var kosningastjóri Trump þar til í ágúst í fyrra. Hann lét af þeim störfum eftir að ásakanir komu fram um að hann hefði þegið milljónir dollara frá aðilum Viktori F. Janúkóvitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu sem hefur verið hliðhollur Rússum. Manafort var lengi pólitískur ráðgjafi Janúkóvitsj. Alríkislögreglumenn gerðu húsleit á heimili Manafort í tengslum við rannsóknina í júlí. Sjálfur hefur hann neitað öllu fjárhagslegu misferli. Trump hefur einnig þvertekið fyrir að samráð hafi átt sér stað á milli framboðs hans og Rússa. Ryan Lizza, blaðamaður New Yorker, bendir á að ólíkt Manafort hafi Gates haldið áfram að vinna fyrir framboð Trump og undirbúningsteymi hans fyrir valdatökuna.Unlike Manafort, who was forced out last year, Gates continued to work on the Trump campaign and even the inaugural committee— Ryan Lizza (@RyanLizza) October 30, 2017
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Búast við handtöku vegna Rússarannsóknarinnar Ákærudómstóll samþykkti fyrstu ákærurnar vegna rannsóknarinnar á föstudaginn. 30. október 2017 08:45 Fyrstu ákærurnar í Rússarannsókninni Handtökur gætu farið fram strax á mánudag, að sögn CNN. Ekki er ljóst fyrir hvað er ákært. 28. október 2017 00:57 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Búast við handtöku vegna Rússarannsóknarinnar Ákærudómstóll samþykkti fyrstu ákærurnar vegna rannsóknarinnar á föstudaginn. 30. október 2017 08:45
Fyrstu ákærurnar í Rússarannsókninni Handtökur gætu farið fram strax á mánudag, að sögn CNN. Ekki er ljóst fyrir hvað er ákært. 28. október 2017 00:57