Sjúkraflutningar eru heilbrigðismál Viðar Magnússon skrifar 31. október 2017 07:00 Það er gott að vita af sjúkrabílnum. Þegar við sjálf eða einhver okkur nákominn slasast eða veikist skyndilega er ákveðin huggun að vita af sjúkrabílnum sem kemur til þess að aðstoða okkur á ögurstund. Þar skiptir mestu máli hver kemur með bílnum, enda er það þjálfun og þekking áhafnarinnar meira en bíllinn sjálfur eða búnaðurinn um borð sem ræður því hvaða aðstoð er hægt að veita. En hver er það sem kemur með bílnum? Ef ég þarf á sjúkrabíl að halda vil ég að sá sem kemur með sjúkrabílnum sé vel þjálfaður til þess að takast á við bráðar uppákomur. Ég vil að hann hafi góða grunnþjálfun og fái reglulega endurmenntun. Að hann æfi viðbrögð við alvarlegum uppákomum. Og að eftirlit sé haft með því að hann kunni og geti allt það sem hann þarf að kunna og geta til þess að geta hjálpað mér og mínum þegar mest á reynir.Skipta um galla og stuða hjörtu í takt Í dreifðari byggðum er stærstur hluti sjúkraflutningamanna í hlutastarfi. Þeir vinna sem bakarar eða smiðir eða í bankanum eða vélsmiðjunni. Þegar útkallið kemur skipta þeir um galla og gerast heilbrigðisstarfsmenn. Þeir stöðva blæðingar og styðja við öndun, þeir stuða hjörtu í takt og flytja svo sjúklinginn á sjúkrahús. Flutningurinn getur tekið 2-3 klukkustundir og stundum kemst enginn læknir með þeim. Stundum er læknirinn bara læknanemi með litla þjálfun og reynslu í því að takast á við svona lagað. Það er því mikið lagt á herðar sjúkraflutningamanna sem starfa í dreifbýli og þurfa að bjarga og flytja mikið veikt og slasað fólk yfir langar vegalengdir, fólk sem það kannski þekkir vel eða á jafnvel eitthvað í. Ef ég væri sjúkraflutningamaður úti á landi myndi ég vilja vita að það væri einhver sem tæki við af mér þegar ég er búinn að veita fyrstu hjálp. Einhver sem gerir þetta á hverjum degi, jafnvel oft á dag. Einhver sem ég treysti fyrir mínum nánustu. Ef ég byggi úti á landi vildi ég vita af því að þegar sjúkrabíllinn er búinn að bjarga mér komi frekari aðstoð með þyrlu eða flugvél og flytji mig með hraði á sjúkrahús. Einhver sem er sérhæfður í þessu og vinnur fyrst og fremst við að bjarga sjúkum og slösuðum. En það er ekki alltaf þannig, og leiðin á sjúkrahúsið getur verið ansi löng. Sjúkraflugið er gert út frá Akureyri. Það er lífæð þeirra sem búa á Norður- og Austurlandi, á Vestfjörðum og í Vestmannaeyjum. En það tekur um hálftíma að kalla það út, því áhöfnin er ekki tilbúin á flugvellinum. Þá á enn eftir að fljúga að næsta flugvelli við sjúklinginn og síðan að fljúga með hann til Reykjavíkur. Ef vélin er þá ekki upptekin. Sjúkraflug eru orðin um eða yfir 700 á ári og fjölgar stöðugt og því má auðveldlega færa rök fyrir því að nóg sé að gera til þess að áhöfnin ætti að bíða á flugvellinum, tilbúin í útkall. Á Suður- og Vesturlandi kemur engin flugvél til aðstoðar. Þá getur þurft að keyra nokkur hundruð kílómetra á sjúkrahús. Í sumum tilvikum er kölluð til björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar, en það tekur líka um hálftíma að kalla hana út. Þyrla Landhelgisgæslunnar fer í hátt í 300 verkefni á ári, en þar af er helmingur vegna sjúkraflutninga. Hana mætti nýta mun meira ef viðbragðstíminn væri styttur með því að hafa áhöfnina tilbúna á flugvellinum. Eða er kannski ástæða til þess að skoða nánar möguleikann á að hafa sérstaka þyrlu til sjúkraflutninga? Það kostar peninga að bæta sjúkraflutninga. Það kostar peninga að hafa áhafnir sjúkrabíla, flugvéla og þyrla tilbúnar til útkalls. Það kostar peninga að fljúga meira og sinna fleiri útköllum. Það kostar peninga að bæta þjálfun þess mannskapar sem sinnir verkefnunum. Og það kostar peninga að sinna eftirliti með þessum verkefnum og byggja viðbragðið upp þannig að það nýtist þegar mest á reynir. Í aðdraganda kosninga var mikið rætt um heilbrigðismál. Allir flokkar virðast sammála um að meira þurfi að leggja í málaflokkinn. Sem læknir tek ég undir þetta, enda sé ég í starfi mínu inni á spítalanum að skórinn kreppir á mörgum stöðum.Fremsta línan í þjónustunni Sjúkraflutningar eru fremsta línan í þjónustu heilbrigðiskerfisins við bráðar uppákomur, en það vill oft gleymast að sjúkraflutningar eru heilbrigðismál. Kannski gleymast þeir vegna þess að þeim er að stóru leyti útvistað til þriðja aðila. Slökkvilið sjá um meirihluta sjúkraflutninga á landinu og er samið um þá á nokkurra ára fresti. Þess á milli heyrist kannski ekki mikið um að aukin þörf sé á fjármunum í verkefnið en fjöldi útkalla vex stöðugt og álagið á kerfið er mikið. Kannski gleymast þeir vegna þess að stærstum hluta sjúkraflutninga í dreifðari byggðum er sinnt af hlutastarfandi sjúkraflutningafólki sem er kannski of upptekið í sínu aðalstarfi til þess að ljá máls á því að það þarf að bæta þjálfun þeirra og búnað á bílunum. Kannski gleymast þeir vegna þess að þeir sem sinna sjúkraflutningum með þyrlum og flugvélum eru uppteknir í öðrum verkefnum svo sem veiðieftirliti eða útsýnisflugi. Þannig verða sjúkraflutningar oft útundan í þessari umræðu en þeir eru samt einn mikilvægasti liður heilbrigðiskerfisins við bráðar uppákomur og sömuleiðis lífæð þeirra sem veikjast og slasast í dreifbýli. Við megum ekki gleyma sjúkraflutningum. Ég ætla því að leyfa mér að minna á þá: Það þarf að efla sjúkraflutninga á Íslandi. Höfundur er yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa og formaður fagráðs sjúkraflutninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Það er gott að vita af sjúkrabílnum. Þegar við sjálf eða einhver okkur nákominn slasast eða veikist skyndilega er ákveðin huggun að vita af sjúkrabílnum sem kemur til þess að aðstoða okkur á ögurstund. Þar skiptir mestu máli hver kemur með bílnum, enda er það þjálfun og þekking áhafnarinnar meira en bíllinn sjálfur eða búnaðurinn um borð sem ræður því hvaða aðstoð er hægt að veita. En hver er það sem kemur með bílnum? Ef ég þarf á sjúkrabíl að halda vil ég að sá sem kemur með sjúkrabílnum sé vel þjálfaður til þess að takast á við bráðar uppákomur. Ég vil að hann hafi góða grunnþjálfun og fái reglulega endurmenntun. Að hann æfi viðbrögð við alvarlegum uppákomum. Og að eftirlit sé haft með því að hann kunni og geti allt það sem hann þarf að kunna og geta til þess að geta hjálpað mér og mínum þegar mest á reynir.Skipta um galla og stuða hjörtu í takt Í dreifðari byggðum er stærstur hluti sjúkraflutningamanna í hlutastarfi. Þeir vinna sem bakarar eða smiðir eða í bankanum eða vélsmiðjunni. Þegar útkallið kemur skipta þeir um galla og gerast heilbrigðisstarfsmenn. Þeir stöðva blæðingar og styðja við öndun, þeir stuða hjörtu í takt og flytja svo sjúklinginn á sjúkrahús. Flutningurinn getur tekið 2-3 klukkustundir og stundum kemst enginn læknir með þeim. Stundum er læknirinn bara læknanemi með litla þjálfun og reynslu í því að takast á við svona lagað. Það er því mikið lagt á herðar sjúkraflutningamanna sem starfa í dreifbýli og þurfa að bjarga og flytja mikið veikt og slasað fólk yfir langar vegalengdir, fólk sem það kannski þekkir vel eða á jafnvel eitthvað í. Ef ég væri sjúkraflutningamaður úti á landi myndi ég vilja vita að það væri einhver sem tæki við af mér þegar ég er búinn að veita fyrstu hjálp. Einhver sem gerir þetta á hverjum degi, jafnvel oft á dag. Einhver sem ég treysti fyrir mínum nánustu. Ef ég byggi úti á landi vildi ég vita af því að þegar sjúkrabíllinn er búinn að bjarga mér komi frekari aðstoð með þyrlu eða flugvél og flytji mig með hraði á sjúkrahús. Einhver sem er sérhæfður í þessu og vinnur fyrst og fremst við að bjarga sjúkum og slösuðum. En það er ekki alltaf þannig, og leiðin á sjúkrahúsið getur verið ansi löng. Sjúkraflugið er gert út frá Akureyri. Það er lífæð þeirra sem búa á Norður- og Austurlandi, á Vestfjörðum og í Vestmannaeyjum. En það tekur um hálftíma að kalla það út, því áhöfnin er ekki tilbúin á flugvellinum. Þá á enn eftir að fljúga að næsta flugvelli við sjúklinginn og síðan að fljúga með hann til Reykjavíkur. Ef vélin er þá ekki upptekin. Sjúkraflug eru orðin um eða yfir 700 á ári og fjölgar stöðugt og því má auðveldlega færa rök fyrir því að nóg sé að gera til þess að áhöfnin ætti að bíða á flugvellinum, tilbúin í útkall. Á Suður- og Vesturlandi kemur engin flugvél til aðstoðar. Þá getur þurft að keyra nokkur hundruð kílómetra á sjúkrahús. Í sumum tilvikum er kölluð til björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar, en það tekur líka um hálftíma að kalla hana út. Þyrla Landhelgisgæslunnar fer í hátt í 300 verkefni á ári, en þar af er helmingur vegna sjúkraflutninga. Hana mætti nýta mun meira ef viðbragðstíminn væri styttur með því að hafa áhöfnina tilbúna á flugvellinum. Eða er kannski ástæða til þess að skoða nánar möguleikann á að hafa sérstaka þyrlu til sjúkraflutninga? Það kostar peninga að bæta sjúkraflutninga. Það kostar peninga að hafa áhafnir sjúkrabíla, flugvéla og þyrla tilbúnar til útkalls. Það kostar peninga að fljúga meira og sinna fleiri útköllum. Það kostar peninga að bæta þjálfun þess mannskapar sem sinnir verkefnunum. Og það kostar peninga að sinna eftirliti með þessum verkefnum og byggja viðbragðið upp þannig að það nýtist þegar mest á reynir. Í aðdraganda kosninga var mikið rætt um heilbrigðismál. Allir flokkar virðast sammála um að meira þurfi að leggja í málaflokkinn. Sem læknir tek ég undir þetta, enda sé ég í starfi mínu inni á spítalanum að skórinn kreppir á mörgum stöðum.Fremsta línan í þjónustunni Sjúkraflutningar eru fremsta línan í þjónustu heilbrigðiskerfisins við bráðar uppákomur, en það vill oft gleymast að sjúkraflutningar eru heilbrigðismál. Kannski gleymast þeir vegna þess að þeim er að stóru leyti útvistað til þriðja aðila. Slökkvilið sjá um meirihluta sjúkraflutninga á landinu og er samið um þá á nokkurra ára fresti. Þess á milli heyrist kannski ekki mikið um að aukin þörf sé á fjármunum í verkefnið en fjöldi útkalla vex stöðugt og álagið á kerfið er mikið. Kannski gleymast þeir vegna þess að stærstum hluta sjúkraflutninga í dreifðari byggðum er sinnt af hlutastarfandi sjúkraflutningafólki sem er kannski of upptekið í sínu aðalstarfi til þess að ljá máls á því að það þarf að bæta þjálfun þeirra og búnað á bílunum. Kannski gleymast þeir vegna þess að þeir sem sinna sjúkraflutningum með þyrlum og flugvélum eru uppteknir í öðrum verkefnum svo sem veiðieftirliti eða útsýnisflugi. Þannig verða sjúkraflutningar oft útundan í þessari umræðu en þeir eru samt einn mikilvægasti liður heilbrigðiskerfisins við bráðar uppákomur og sömuleiðis lífæð þeirra sem veikjast og slasast í dreifbýli. Við megum ekki gleyma sjúkraflutningum. Ég ætla því að leyfa mér að minna á þá: Það þarf að efla sjúkraflutninga á Íslandi. Höfundur er yfirlæknir bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa og formaður fagráðs sjúkraflutninga.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar