Methagnaður í fyrra hjá Kúkú Campers Sigurður Mikael Jónsson skrifar 20. október 2017 06:00 Lárus Guðbjartsson og Steinarr Lár Steinarsson, eigendur Kúkú Campers. Húsbílaleigan Kúkú Campers hagnaðist um 154 milljónir króna á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um 58 prósent milli ára. Um er að ræða besta rekstrarár fyrirtækisins frá því það var stofnað en Kúkú Campers hefur notið mikilla vinsælda meðal erlendra ferðamanna á undanförnum árum. Fyrirtækið hóf starfsemi árið 2012 og hefur vaxið úr einum gömlum Renault-bíl í eina stærstu húsbílaleigu landsins með hátt í 250 sérútbúnar bifreiðar. Annar eigenda fyrirtækisins segir að íslenski markaðurinn sé mettur og að Kúkú Campers ætli að stækka enn við sig í Bandaríkjunum þar sem fyrirtækið hóf útrás í ársbyrjun. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins Kúkú Campers fyrir árið 2016 kemur fram að ferðamenn hafi leigt bíla hjá fyrirtækinu fyrir tæpar 460 milljónir króna á síðasta ári. Er það gríðarleg aukning frá árinu 2015 þegar salan nam 285 milljónum króna. Eigendur Kúkú Campers eru frændurnir Steinarr Lár Steinarsson og Lárus Guðbjartsson, en fram kemur í ársreikningum að þeir hafi greitt sér 80 milljónir króna í arð í fyrra. Lárus segir í samtali við Fréttablaðið að vöxtinn megi rekja til þess að ráðist var í að nærri tvöfalda bílaflotann milli áranna 2015 og 2016. „Það hefði ekki mátt vera meiri stækkun miðað við það sem við sjáum í sumar og aðrir í sambærilegum rekstri. Það var vöntun á þessum markaði en hann virðist mettur miðað við það sem sjáum núna,“ segir Lárus og bætir við að klár merki um þrengingar séu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum hér á landi sem fyrst og fremst megi rekja til krónunnar. Reksturinn það sem af er ári hafi litast af því. Litlar líkur séu á viðlíka vexti milli ára og í fyrra en hann segir þó vonir standa til að reksturinn í ár verði á pari við árið í fyrra. Í ársbyrjun opnaði Kúkú Campers starfsstöð í Colorado í Bandaríkjunum. Byrjað hafi verið með 20 bíla vestanhafs og voru viðtökurnar í sumar fram úr væntingum. Lárus segir framtíðarfókus Kúkú Campers liggja erlendis og að mikil tækifæri séu í Bandaríkjunum. „Starfsstöðin í Bandaríkjunum er í rólegum en góðum vexti. Við færðum út vörumerkið og sjáum að þetta á heima víðar en á Íslandi og er að virka. Við sjáum ekki fram á annað en að stækka meira þar og setja fókusinn meira á erlenda grund. Það eru ákveðnar vaxtarhömlur á ferðaþjónustunni hér núna og því ágætt að horfa annað.“ Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Húsbílaleigan Kúkú Campers hagnaðist um 154 milljónir króna á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um 58 prósent milli ára. Um er að ræða besta rekstrarár fyrirtækisins frá því það var stofnað en Kúkú Campers hefur notið mikilla vinsælda meðal erlendra ferðamanna á undanförnum árum. Fyrirtækið hóf starfsemi árið 2012 og hefur vaxið úr einum gömlum Renault-bíl í eina stærstu húsbílaleigu landsins með hátt í 250 sérútbúnar bifreiðar. Annar eigenda fyrirtækisins segir að íslenski markaðurinn sé mettur og að Kúkú Campers ætli að stækka enn við sig í Bandaríkjunum þar sem fyrirtækið hóf útrás í ársbyrjun. Samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins Kúkú Campers fyrir árið 2016 kemur fram að ferðamenn hafi leigt bíla hjá fyrirtækinu fyrir tæpar 460 milljónir króna á síðasta ári. Er það gríðarleg aukning frá árinu 2015 þegar salan nam 285 milljónum króna. Eigendur Kúkú Campers eru frændurnir Steinarr Lár Steinarsson og Lárus Guðbjartsson, en fram kemur í ársreikningum að þeir hafi greitt sér 80 milljónir króna í arð í fyrra. Lárus segir í samtali við Fréttablaðið að vöxtinn megi rekja til þess að ráðist var í að nærri tvöfalda bílaflotann milli áranna 2015 og 2016. „Það hefði ekki mátt vera meiri stækkun miðað við það sem við sjáum í sumar og aðrir í sambærilegum rekstri. Það var vöntun á þessum markaði en hann virðist mettur miðað við það sem sjáum núna,“ segir Lárus og bætir við að klár merki um þrengingar séu hjá ferðaþjónustufyrirtækjum hér á landi sem fyrst og fremst megi rekja til krónunnar. Reksturinn það sem af er ári hafi litast af því. Litlar líkur séu á viðlíka vexti milli ára og í fyrra en hann segir þó vonir standa til að reksturinn í ár verði á pari við árið í fyrra. Í ársbyrjun opnaði Kúkú Campers starfsstöð í Colorado í Bandaríkjunum. Byrjað hafi verið með 20 bíla vestanhafs og voru viðtökurnar í sumar fram úr væntingum. Lárus segir framtíðarfókus Kúkú Campers liggja erlendis og að mikil tækifæri séu í Bandaríkjunum. „Starfsstöðin í Bandaríkjunum er í rólegum en góðum vexti. Við færðum út vörumerkið og sjáum að þetta á heima víðar en á Íslandi og er að virka. Við sjáum ekki fram á annað en að stækka meira þar og setja fókusinn meira á erlenda grund. Það eru ákveðnar vaxtarhömlur á ferðaþjónustunni hér núna og því ágætt að horfa annað.“
Birtist í Fréttablaðinu Viðskipti Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira