Katalónar missa stjórn á sér Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. október 2017 06:00 Inigo Mendez de Vigo, talsmaður ríkisstjórnar Spánar og ráðherra, hélt blaðamannafund í spænska þinghúsinu vegna málsins í gær. Nordicphotos/AFP Margítrekaðar hótanir spænsku ríkisstjórnarinnar verða að veruleika þegar 155. grein spænsku stjórnarskrárinnar verður virkjuð og í kjölfarið mun Katalónía missa hluta sjálfsstjórnarréttinda eða jafnvel allan réttinn til sjálfsstjórnar. Til stendur að ferlið hefjist á morgun. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hafði gefið Carles Puigdemont, forseta héraðsstjórnar Katalóníu, frest til gærdagsins til þess að svara honum í eitt skipti fyrir öll um hvort Katalónía lýsti yfir sjálfstæði. Talið hafði verið að forsetinn hefði undirritað sjálfstæðisyfirlýsingu en frestað gildistöku hennar. Rajoy þótti það þó ekki nægilega skýrt. Puigdemont sendi forsætisráðherranum bréf í gærmorgun í þann mund sem fresturinn var að renna út. Sagði þar að gildistöku yfirlýsingarinnar hafi vissulega verið frestað en það gæti breyst. „Ef ríkisstjórnin heldur áfram að koma í veg fyrir viðræður, og heldur áfram að kúga okkur, gæti katalónska þingið kosið um formlega sjálfstæðisyfirlýsingu,“ skrifaði Puigdemont. Óljóst er hins vegar hvort af því gæti orðið þar sem héraðið mun að öllu óbreyttu missa sjálfsstjórnarréttindi sín. Það gæti þýtt að héraðsstjórnin myndi missa völd sín og að þing yrði rofið. Spænskir fjölmiðlar héldu því fram í gær að svo gæti jafnvel farið að Puigdemont haldi stöðu sinni en eingöngu að nafninu til. Völd hans myndu færast til Madrídar. Í yfirlýsingu sem spænska ríkisstjórnin sendi frá sér í gær segir að stjórnin muni halda áfram að taka þau skref sem stjórnarskráin krefst til þess að „endurreisa lög og reglu í stjórnarfari Katalóníu“. „Spænska ríkisstjórnin fordæmir þá viðleitni katalónskra stjórnvalda að sækjast eftir átökum þrátt fyrir þann alvarlega skaða sem það hefur nú þegar valdið samlífi okkar og efnahag Katalóníu. Ekki ber að efa að spænska ríkisstjórnin mun gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að endurreisa lög og reglu í landinu,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. 155. greinin gerir yfirvöldum í Madríd kleift að taka stjórnina á spænsku landsvæði á óvissutímum en hún hefur aldrei verið virkjuð. Í greininni segir: „Ef sjálfsstjórnarsvæði uppfyllir ekki þær skyldur sem stjórnarskráin og önnur lög setja því, eða hefur á annan hátt slæm áhrif á almannahag má ríkisstjórnin beita öllum nauðsynlegum ráðum til þess að láta yfirvöld á svæðinu uppfylla umræddar skyldur eða verja fyrrnefndan almannahag.“ Eins og áður segir er óvíst hversu langt verður gengið í sviptingu sjálfsstjórnarréttinda Katalóníu. Á BBC kemur fram að það gæti verið allt frá því að taka yfir stjórn lögreglu og efnahagmála til þess að boða til nýrra þingkosninga í Katalóníu. Jafnframt kemur fram að sérfræðingar sem rætt var við líti ekki svo á að hægt sé að svipta héraðið sjálfsstjórnarrétti að fullu en það þyki þó ekki ljóst. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira
Margítrekaðar hótanir spænsku ríkisstjórnarinnar verða að veruleika þegar 155. grein spænsku stjórnarskrárinnar verður virkjuð og í kjölfarið mun Katalónía missa hluta sjálfsstjórnarréttinda eða jafnvel allan réttinn til sjálfsstjórnar. Til stendur að ferlið hefjist á morgun. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hafði gefið Carles Puigdemont, forseta héraðsstjórnar Katalóníu, frest til gærdagsins til þess að svara honum í eitt skipti fyrir öll um hvort Katalónía lýsti yfir sjálfstæði. Talið hafði verið að forsetinn hefði undirritað sjálfstæðisyfirlýsingu en frestað gildistöku hennar. Rajoy þótti það þó ekki nægilega skýrt. Puigdemont sendi forsætisráðherranum bréf í gærmorgun í þann mund sem fresturinn var að renna út. Sagði þar að gildistöku yfirlýsingarinnar hafi vissulega verið frestað en það gæti breyst. „Ef ríkisstjórnin heldur áfram að koma í veg fyrir viðræður, og heldur áfram að kúga okkur, gæti katalónska þingið kosið um formlega sjálfstæðisyfirlýsingu,“ skrifaði Puigdemont. Óljóst er hins vegar hvort af því gæti orðið þar sem héraðið mun að öllu óbreyttu missa sjálfsstjórnarréttindi sín. Það gæti þýtt að héraðsstjórnin myndi missa völd sín og að þing yrði rofið. Spænskir fjölmiðlar héldu því fram í gær að svo gæti jafnvel farið að Puigdemont haldi stöðu sinni en eingöngu að nafninu til. Völd hans myndu færast til Madrídar. Í yfirlýsingu sem spænska ríkisstjórnin sendi frá sér í gær segir að stjórnin muni halda áfram að taka þau skref sem stjórnarskráin krefst til þess að „endurreisa lög og reglu í stjórnarfari Katalóníu“. „Spænska ríkisstjórnin fordæmir þá viðleitni katalónskra stjórnvalda að sækjast eftir átökum þrátt fyrir þann alvarlega skaða sem það hefur nú þegar valdið samlífi okkar og efnahag Katalóníu. Ekki ber að efa að spænska ríkisstjórnin mun gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að endurreisa lög og reglu í landinu,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. 155. greinin gerir yfirvöldum í Madríd kleift að taka stjórnina á spænsku landsvæði á óvissutímum en hún hefur aldrei verið virkjuð. Í greininni segir: „Ef sjálfsstjórnarsvæði uppfyllir ekki þær skyldur sem stjórnarskráin og önnur lög setja því, eða hefur á annan hátt slæm áhrif á almannahag má ríkisstjórnin beita öllum nauðsynlegum ráðum til þess að láta yfirvöld á svæðinu uppfylla umræddar skyldur eða verja fyrrnefndan almannahag.“ Eins og áður segir er óvíst hversu langt verður gengið í sviptingu sjálfsstjórnarréttinda Katalóníu. Á BBC kemur fram að það gæti verið allt frá því að taka yfir stjórn lögreglu og efnahagmála til þess að boða til nýrra þingkosninga í Katalóníu. Jafnframt kemur fram að sérfræðingar sem rætt var við líti ekki svo á að hægt sé að svipta héraðið sjálfsstjórnarrétti að fullu en það þyki þó ekki ljóst.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Sjá meira