Katalónar missa stjórn á sér Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. október 2017 06:00 Inigo Mendez de Vigo, talsmaður ríkisstjórnar Spánar og ráðherra, hélt blaðamannafund í spænska þinghúsinu vegna málsins í gær. Nordicphotos/AFP Margítrekaðar hótanir spænsku ríkisstjórnarinnar verða að veruleika þegar 155. grein spænsku stjórnarskrárinnar verður virkjuð og í kjölfarið mun Katalónía missa hluta sjálfsstjórnarréttinda eða jafnvel allan réttinn til sjálfsstjórnar. Til stendur að ferlið hefjist á morgun. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hafði gefið Carles Puigdemont, forseta héraðsstjórnar Katalóníu, frest til gærdagsins til þess að svara honum í eitt skipti fyrir öll um hvort Katalónía lýsti yfir sjálfstæði. Talið hafði verið að forsetinn hefði undirritað sjálfstæðisyfirlýsingu en frestað gildistöku hennar. Rajoy þótti það þó ekki nægilega skýrt. Puigdemont sendi forsætisráðherranum bréf í gærmorgun í þann mund sem fresturinn var að renna út. Sagði þar að gildistöku yfirlýsingarinnar hafi vissulega verið frestað en það gæti breyst. „Ef ríkisstjórnin heldur áfram að koma í veg fyrir viðræður, og heldur áfram að kúga okkur, gæti katalónska þingið kosið um formlega sjálfstæðisyfirlýsingu,“ skrifaði Puigdemont. Óljóst er hins vegar hvort af því gæti orðið þar sem héraðið mun að öllu óbreyttu missa sjálfsstjórnarréttindi sín. Það gæti þýtt að héraðsstjórnin myndi missa völd sín og að þing yrði rofið. Spænskir fjölmiðlar héldu því fram í gær að svo gæti jafnvel farið að Puigdemont haldi stöðu sinni en eingöngu að nafninu til. Völd hans myndu færast til Madrídar. Í yfirlýsingu sem spænska ríkisstjórnin sendi frá sér í gær segir að stjórnin muni halda áfram að taka þau skref sem stjórnarskráin krefst til þess að „endurreisa lög og reglu í stjórnarfari Katalóníu“. „Spænska ríkisstjórnin fordæmir þá viðleitni katalónskra stjórnvalda að sækjast eftir átökum þrátt fyrir þann alvarlega skaða sem það hefur nú þegar valdið samlífi okkar og efnahag Katalóníu. Ekki ber að efa að spænska ríkisstjórnin mun gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að endurreisa lög og reglu í landinu,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. 155. greinin gerir yfirvöldum í Madríd kleift að taka stjórnina á spænsku landsvæði á óvissutímum en hún hefur aldrei verið virkjuð. Í greininni segir: „Ef sjálfsstjórnarsvæði uppfyllir ekki þær skyldur sem stjórnarskráin og önnur lög setja því, eða hefur á annan hátt slæm áhrif á almannahag má ríkisstjórnin beita öllum nauðsynlegum ráðum til þess að láta yfirvöld á svæðinu uppfylla umræddar skyldur eða verja fyrrnefndan almannahag.“ Eins og áður segir er óvíst hversu langt verður gengið í sviptingu sjálfsstjórnarréttinda Katalóníu. Á BBC kemur fram að það gæti verið allt frá því að taka yfir stjórn lögreglu og efnahagmála til þess að boða til nýrra þingkosninga í Katalóníu. Jafnframt kemur fram að sérfræðingar sem rætt var við líti ekki svo á að hægt sé að svipta héraðið sjálfsstjórnarrétti að fullu en það þyki þó ekki ljóst. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Margítrekaðar hótanir spænsku ríkisstjórnarinnar verða að veruleika þegar 155. grein spænsku stjórnarskrárinnar verður virkjuð og í kjölfarið mun Katalónía missa hluta sjálfsstjórnarréttinda eða jafnvel allan réttinn til sjálfsstjórnar. Til stendur að ferlið hefjist á morgun. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hafði gefið Carles Puigdemont, forseta héraðsstjórnar Katalóníu, frest til gærdagsins til þess að svara honum í eitt skipti fyrir öll um hvort Katalónía lýsti yfir sjálfstæði. Talið hafði verið að forsetinn hefði undirritað sjálfstæðisyfirlýsingu en frestað gildistöku hennar. Rajoy þótti það þó ekki nægilega skýrt. Puigdemont sendi forsætisráðherranum bréf í gærmorgun í þann mund sem fresturinn var að renna út. Sagði þar að gildistöku yfirlýsingarinnar hafi vissulega verið frestað en það gæti breyst. „Ef ríkisstjórnin heldur áfram að koma í veg fyrir viðræður, og heldur áfram að kúga okkur, gæti katalónska þingið kosið um formlega sjálfstæðisyfirlýsingu,“ skrifaði Puigdemont. Óljóst er hins vegar hvort af því gæti orðið þar sem héraðið mun að öllu óbreyttu missa sjálfsstjórnarréttindi sín. Það gæti þýtt að héraðsstjórnin myndi missa völd sín og að þing yrði rofið. Spænskir fjölmiðlar héldu því fram í gær að svo gæti jafnvel farið að Puigdemont haldi stöðu sinni en eingöngu að nafninu til. Völd hans myndu færast til Madrídar. Í yfirlýsingu sem spænska ríkisstjórnin sendi frá sér í gær segir að stjórnin muni halda áfram að taka þau skref sem stjórnarskráin krefst til þess að „endurreisa lög og reglu í stjórnarfari Katalóníu“. „Spænska ríkisstjórnin fordæmir þá viðleitni katalónskra stjórnvalda að sækjast eftir átökum þrátt fyrir þann alvarlega skaða sem það hefur nú þegar valdið samlífi okkar og efnahag Katalóníu. Ekki ber að efa að spænska ríkisstjórnin mun gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að endurreisa lög og reglu í landinu,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. 155. greinin gerir yfirvöldum í Madríd kleift að taka stjórnina á spænsku landsvæði á óvissutímum en hún hefur aldrei verið virkjuð. Í greininni segir: „Ef sjálfsstjórnarsvæði uppfyllir ekki þær skyldur sem stjórnarskráin og önnur lög setja því, eða hefur á annan hátt slæm áhrif á almannahag má ríkisstjórnin beita öllum nauðsynlegum ráðum til þess að láta yfirvöld á svæðinu uppfylla umræddar skyldur eða verja fyrrnefndan almannahag.“ Eins og áður segir er óvíst hversu langt verður gengið í sviptingu sjálfsstjórnarréttinda Katalóníu. Á BBC kemur fram að það gæti verið allt frá því að taka yfir stjórn lögreglu og efnahagmála til þess að boða til nýrra þingkosninga í Katalóníu. Jafnframt kemur fram að sérfræðingar sem rætt var við líti ekki svo á að hægt sé að svipta héraðið sjálfsstjórnarrétti að fullu en það þyki þó ekki ljóst.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Fleiri fréttir Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna