Er starf mitt sem hjúkrunarfræðingur ósýnilegt? Henný Björk Birgisdóttir skrifar 20. október 2017 20:12 Eins og alþjóð veit eru kosningar á næsta leyti. Hver flokkurinn á fætur öðrum lofar öllu fögru og situr íslenska þjóðin hugsi yfir því hvað skal kjósa þann 28. október næstkomandi. Þau mál er snerta flesta og þjóðin vill að séu í lagi eru m.a. Heilbrigðismálin. Sjálf er ég nýútskrifaður hjúkrunarfræðingur og er þetta málefni mér því ofarlega í huga. Tíu dögum fyrir kosningar birtist frétt á Vísi þar sem fram kom að 570 hjúkrunarfræðinga vantaði til starfa. Ég hef velt því fyrir mér hvernig standi á því. Því miður nær þessi staða langt aftur. Stöðugildum heilbrigðisstarfsmanna hefur fækkað á undanförunum árum sem hefur valdið því að þeir sem eftir eru þurfa að hlaupa hraðar. Starfsmenn fórna ítrekað sínum frítíma til að bjarga undirmönnuðum vöktum svo staðan komi ekki niður á öryggi sjúklinga. Þetta er vítahringsástand: fólk brennur fyrr út í starfi vegna álags, starfsumhverfið verður minna aðlaðandi og leita því sífellt færri í störf innan heilbirgiskerfisins. Fjármagnsskortur er ein helsta orsök þessa. Ég sat fyrirlestur um daginn þar sem hjúkrunarfræðingur lagði áherslu á að til þess að koma í veg fyrir frekari niðurskurð á stéttinni þyrfti hún að sýna fram á mikilvægi sitt og þörfina fyrir fjölgun starfsmanna. Þetta væri t.d. hægt að gera með ítarlegri skráningu verkþátta. Annar hjúkrunarfræðingur sagði vandamálið einnig liggja í því að starfsmenn gætu illa sagt frá störfum sínum, en það stafar helst af þagnaskyldu. Það veldur því að erfitt er að rannsaka störf stéttarinnar og gengur þar af leiðandi erfiðlega að rökstyðja þann fjölda hjúkrunarfræðinga sem til þarf. Þessar tvær setningar fengu mig til að hugsa um það sem ég geri í vinnunni og má segja frá: Ég gef lyf. Ég tek lífsmörk. Ég fræði og upplýsi sjúklinga og aðstandendur þeirra. Ég veiti sjúklingum og fjölskyldum þeirra stuðning. Ég hjálpa fólki að komast aftur á fætur eftir veikindi. Ég sinni almennu eftirliti með sjúklingum – en hvað felst í því? Flest þessara atriða get ég skráð á einhvern hátt en erfitt er að sýna fram á alla raunverulegu vinnuna sem liggur þeim að baki. Því velti ég fyrir mér hvort stærsti hluti vinnunnar minnar sé ósýnilegur. Sjúklingur sem liggur í sjúkrarúmi með vökva í æð er ekki óalgeng sjón á spítalanum. Þegar þú horfir á þessa einföldu mynd, hvað sérð þú og hvað hugsar þú? Ég get sagt þér hvað ég hugsa. Þegar ég kem inn til sjúklingsins í hvert skipti skima ég yfir hann og velti m.a. fyrir mér eftirfarandi hlutum: Lyfjagjöf: Eitt það mikilvægasta í lyfjagjöf er að fylgjast með verkun lyfjanna og aukaverkunum og bregðast við þeim. Margt þarf að hafa í huga við lyfjagjöf, gæta þarf þess að lyfin séu rétt og gefin á réttan hátt. Stundum getur þurft að beita flóknum lyfjaútreikningum, blanda upp sýklalyf og jafnvel mylja lyfin. Allt þetta tekur misjafnlega langan tíma. Sá tími er ekki skráður sérstaklega en mikilvægt er að gera þessa hluti rétt, annars er voðinn vís. Einnig velti ég því fyrir mér í lyfjatiltekt hvort sjúklingurinn þurfi á lyfinu að halda, hvort skammturinn sé réttur, hvort lífsmörk leyfi inntöku á lyfinu eða hvort breyta þurfi til.Vökvi: Þegar vökvi er gefinn skal gæta þess hversu hratt vökvinn rennur inn og hversu mikið magn sjúklingurinn á að fá en ofvökvun getur verið hættuleg. Vökvi er ekki það sama og vökvi en þeir innihalda mismikið magn af söltum og næringarefnum. Það sem fer inn verður að koma aftur út og þarf að fylgjast vel með því að sjúklingurinn skili út nægu þvagi. Upp getur komið að grípa þurfi inn í með aftöppun eða þvaglegg. Einnig þarf að hafa í huga uppsöfnun á vökva i æðakerfinu.Æðaleggur: Flestir sjúklingar sem leggjast inn á spítala fá æðalegg af einhverju tagi, hvort sem tilgangurinn er að veita vökva eða lyf eða jafnvel öryggisaðgengi að æðum sjúklinga í óstöðugu ástandi. Val á æðaleggjum fer eftir tilgangi hans, en þeir eru mismunandi sverir og langir. Hnútur kemur í maga hjúkrunarfræðinga í þegar nota á legginn: virkar hann? er hann runnin út á tíma? Hvað tók margar tilraunir að setja upp nýjan? Þetta ferli er ekki hluti af skráningunni þótt leggurinn sé skráður.Lífsmörk: Hvað segja tölurnar okkur? Fyrstu einkenni þess að sjúklingur sé að ‚krassa‘ koma fram í lífsmörkunum. Við þurfum því að fylgjast vel með og vera vakandi fyrir breytingum svo hægt sé að bregðast við þeim tímanlega. Það þekkja allir blóðþrýsting, púls og hita en öndunin er hinn duldi þáttur sem ekki má gleymast en breytingar á ástandi sjúklings koma oft fyrst þar fram.Fræðsla: Mikilvægt er að upplýsa sjúklinginn um gang mála; hvað gerðist, hvað er í gangi núna og hvert framhaldið er. Sjúklingurinn þarf að vera meðvitaður um allar breytingar á meðferð, tilgang og niðurstöður rannsókna. Svo má ekki gleyma aðstandendum sem óttast um ástvini sína á spítala. Hvernig lítur sjúklingurinn út? Er hann sveittur eða fölur, augasteinar i lagi og málið samfellt? Getur hann hreyft sig sjálfur, er hann heltekinn af verkjum eða með aukaverkanir, nærist hann og þá hvernig? Þetta er það helsta sem ég leita eftir í hvert skipti sem ég geng að rúmi sjúklings en leitast þarf einnig eftir sértækari einkennum með tilliti til ástands viðkomandi. Á mínum stutta ferli hef ég unnið með fólki sem fer frá því að: - Anda sjálft í það að þurfa súrefnisaðstoð, öndunarstuðning á formi Bipap vélar eða Cpap eða að lifa með stuðningi öndunarvélar. - Borðar sjálft í það að nærast eingöngu í gegnum slöngu inn um nefið, hnapp sem liggur í gegnum magann eða næringu sem rennur í gegnum æðarnar. - Fólk sem gengur um óstutt í það að vera lamað fyrir neðan háls. - Sár þar sem nóg er að setja plástur í það að þurfa sárasugur og hreinlega taka útliminn af Hvert eitt og einasta atriði krefst mikillar sérfræðiþekkingar sem starfsmenn þurfa að hafa á hreinu. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst starf mitt fyrst og fremst um að fyrirbyggja og kunna að bregðast við lífshættulegum aðstæðum til að stuðla að bata sjúklinga. Starf mitt felst því í svo miklu meiru heldur en skráð er niður í lok vaktar. Þegar talað er um að álag sé í starfi sést það oft ekki í skrifum okkar. Ég ætla ekki að byrja á að ræða um starfsaðstöðuna og hversu mikið ég fæ í magann í hvert skipti sem ég flyt sjúklinga á milli hæða í lyftum spítalans. Svo ég vitni aftur í greinina sem nefnd var hér að ofan um skort á hjúkrunarfræðingum stendur m.a. að „Vandamálið sé ekki of fáir innritaðir nemendur heldur frekar brotthvarf úr námi, of fá verknámspláss og að útskrifaðir hjúkrunarfræðingar skili sér ekki í fagið.“ Þegar ungir hjúkrunarfræðingar nefna mikið álag, lélegt starfsumhverfi og lág laun sem helstu ástæður þess að þeir ráði sig ekki á landspítalann eru það ekki innihaldslaus orð. Þetta er staðan eins og hún er í dag, það eru of fáir starfsmenn sem sinna þessum störfum, starfsumhverfi okkar er að hruni komið og launin ekki í samræmi við ábyrgð. Þetta er vítahringur sem hefur myndast en með réttri forgangsröðun opinbera fjármuna í heilbrigðiskerfinu er hægt að rjúfa þennan hring, mannauðurinn er til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Sjá meira
Eins og alþjóð veit eru kosningar á næsta leyti. Hver flokkurinn á fætur öðrum lofar öllu fögru og situr íslenska þjóðin hugsi yfir því hvað skal kjósa þann 28. október næstkomandi. Þau mál er snerta flesta og þjóðin vill að séu í lagi eru m.a. Heilbrigðismálin. Sjálf er ég nýútskrifaður hjúkrunarfræðingur og er þetta málefni mér því ofarlega í huga. Tíu dögum fyrir kosningar birtist frétt á Vísi þar sem fram kom að 570 hjúkrunarfræðinga vantaði til starfa. Ég hef velt því fyrir mér hvernig standi á því. Því miður nær þessi staða langt aftur. Stöðugildum heilbrigðisstarfsmanna hefur fækkað á undanförunum árum sem hefur valdið því að þeir sem eftir eru þurfa að hlaupa hraðar. Starfsmenn fórna ítrekað sínum frítíma til að bjarga undirmönnuðum vöktum svo staðan komi ekki niður á öryggi sjúklinga. Þetta er vítahringsástand: fólk brennur fyrr út í starfi vegna álags, starfsumhverfið verður minna aðlaðandi og leita því sífellt færri í störf innan heilbirgiskerfisins. Fjármagnsskortur er ein helsta orsök þessa. Ég sat fyrirlestur um daginn þar sem hjúkrunarfræðingur lagði áherslu á að til þess að koma í veg fyrir frekari niðurskurð á stéttinni þyrfti hún að sýna fram á mikilvægi sitt og þörfina fyrir fjölgun starfsmanna. Þetta væri t.d. hægt að gera með ítarlegri skráningu verkþátta. Annar hjúkrunarfræðingur sagði vandamálið einnig liggja í því að starfsmenn gætu illa sagt frá störfum sínum, en það stafar helst af þagnaskyldu. Það veldur því að erfitt er að rannsaka störf stéttarinnar og gengur þar af leiðandi erfiðlega að rökstyðja þann fjölda hjúkrunarfræðinga sem til þarf. Þessar tvær setningar fengu mig til að hugsa um það sem ég geri í vinnunni og má segja frá: Ég gef lyf. Ég tek lífsmörk. Ég fræði og upplýsi sjúklinga og aðstandendur þeirra. Ég veiti sjúklingum og fjölskyldum þeirra stuðning. Ég hjálpa fólki að komast aftur á fætur eftir veikindi. Ég sinni almennu eftirliti með sjúklingum – en hvað felst í því? Flest þessara atriða get ég skráð á einhvern hátt en erfitt er að sýna fram á alla raunverulegu vinnuna sem liggur þeim að baki. Því velti ég fyrir mér hvort stærsti hluti vinnunnar minnar sé ósýnilegur. Sjúklingur sem liggur í sjúkrarúmi með vökva í æð er ekki óalgeng sjón á spítalanum. Þegar þú horfir á þessa einföldu mynd, hvað sérð þú og hvað hugsar þú? Ég get sagt þér hvað ég hugsa. Þegar ég kem inn til sjúklingsins í hvert skipti skima ég yfir hann og velti m.a. fyrir mér eftirfarandi hlutum: Lyfjagjöf: Eitt það mikilvægasta í lyfjagjöf er að fylgjast með verkun lyfjanna og aukaverkunum og bregðast við þeim. Margt þarf að hafa í huga við lyfjagjöf, gæta þarf þess að lyfin séu rétt og gefin á réttan hátt. Stundum getur þurft að beita flóknum lyfjaútreikningum, blanda upp sýklalyf og jafnvel mylja lyfin. Allt þetta tekur misjafnlega langan tíma. Sá tími er ekki skráður sérstaklega en mikilvægt er að gera þessa hluti rétt, annars er voðinn vís. Einnig velti ég því fyrir mér í lyfjatiltekt hvort sjúklingurinn þurfi á lyfinu að halda, hvort skammturinn sé réttur, hvort lífsmörk leyfi inntöku á lyfinu eða hvort breyta þurfi til.Vökvi: Þegar vökvi er gefinn skal gæta þess hversu hratt vökvinn rennur inn og hversu mikið magn sjúklingurinn á að fá en ofvökvun getur verið hættuleg. Vökvi er ekki það sama og vökvi en þeir innihalda mismikið magn af söltum og næringarefnum. Það sem fer inn verður að koma aftur út og þarf að fylgjast vel með því að sjúklingurinn skili út nægu þvagi. Upp getur komið að grípa þurfi inn í með aftöppun eða þvaglegg. Einnig þarf að hafa í huga uppsöfnun á vökva i æðakerfinu.Æðaleggur: Flestir sjúklingar sem leggjast inn á spítala fá æðalegg af einhverju tagi, hvort sem tilgangurinn er að veita vökva eða lyf eða jafnvel öryggisaðgengi að æðum sjúklinga í óstöðugu ástandi. Val á æðaleggjum fer eftir tilgangi hans, en þeir eru mismunandi sverir og langir. Hnútur kemur í maga hjúkrunarfræðinga í þegar nota á legginn: virkar hann? er hann runnin út á tíma? Hvað tók margar tilraunir að setja upp nýjan? Þetta ferli er ekki hluti af skráningunni þótt leggurinn sé skráður.Lífsmörk: Hvað segja tölurnar okkur? Fyrstu einkenni þess að sjúklingur sé að ‚krassa‘ koma fram í lífsmörkunum. Við þurfum því að fylgjast vel með og vera vakandi fyrir breytingum svo hægt sé að bregðast við þeim tímanlega. Það þekkja allir blóðþrýsting, púls og hita en öndunin er hinn duldi þáttur sem ekki má gleymast en breytingar á ástandi sjúklings koma oft fyrst þar fram.Fræðsla: Mikilvægt er að upplýsa sjúklinginn um gang mála; hvað gerðist, hvað er í gangi núna og hvert framhaldið er. Sjúklingurinn þarf að vera meðvitaður um allar breytingar á meðferð, tilgang og niðurstöður rannsókna. Svo má ekki gleyma aðstandendum sem óttast um ástvini sína á spítala. Hvernig lítur sjúklingurinn út? Er hann sveittur eða fölur, augasteinar i lagi og málið samfellt? Getur hann hreyft sig sjálfur, er hann heltekinn af verkjum eða með aukaverkanir, nærist hann og þá hvernig? Þetta er það helsta sem ég leita eftir í hvert skipti sem ég geng að rúmi sjúklings en leitast þarf einnig eftir sértækari einkennum með tilliti til ástands viðkomandi. Á mínum stutta ferli hef ég unnið með fólki sem fer frá því að: - Anda sjálft í það að þurfa súrefnisaðstoð, öndunarstuðning á formi Bipap vélar eða Cpap eða að lifa með stuðningi öndunarvélar. - Borðar sjálft í það að nærast eingöngu í gegnum slöngu inn um nefið, hnapp sem liggur í gegnum magann eða næringu sem rennur í gegnum æðarnar. - Fólk sem gengur um óstutt í það að vera lamað fyrir neðan háls. - Sár þar sem nóg er að setja plástur í það að þurfa sárasugur og hreinlega taka útliminn af Hvert eitt og einasta atriði krefst mikillar sérfræðiþekkingar sem starfsmenn þurfa að hafa á hreinu. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst starf mitt fyrst og fremst um að fyrirbyggja og kunna að bregðast við lífshættulegum aðstæðum til að stuðla að bata sjúklinga. Starf mitt felst því í svo miklu meiru heldur en skráð er niður í lok vaktar. Þegar talað er um að álag sé í starfi sést það oft ekki í skrifum okkar. Ég ætla ekki að byrja á að ræða um starfsaðstöðuna og hversu mikið ég fæ í magann í hvert skipti sem ég flyt sjúklinga á milli hæða í lyftum spítalans. Svo ég vitni aftur í greinina sem nefnd var hér að ofan um skort á hjúkrunarfræðingum stendur m.a. að „Vandamálið sé ekki of fáir innritaðir nemendur heldur frekar brotthvarf úr námi, of fá verknámspláss og að útskrifaðir hjúkrunarfræðingar skili sér ekki í fagið.“ Þegar ungir hjúkrunarfræðingar nefna mikið álag, lélegt starfsumhverfi og lág laun sem helstu ástæður þess að þeir ráði sig ekki á landspítalann eru það ekki innihaldslaus orð. Þetta er staðan eins og hún er í dag, það eru of fáir starfsmenn sem sinna þessum störfum, starfsumhverfi okkar er að hruni komið og launin ekki í samræmi við ábyrgð. Þetta er vítahringur sem hefur myndast en með réttri forgangsröðun opinbera fjármuna í heilbrigðiskerfinu er hægt að rjúfa þennan hring, mannauðurinn er til.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun