Lokamínúturnar þrjár liðu eins og þrjár vikur Benedikt Bóas skrifar 21. október 2017 07:30 Barátta og framúrskarandi fótbolti skiluðu sögulegum sigri. Nordicphotos/Getty Íþróttir „Ég sat hérna agndofa og öskraði oft og mörgum sinnum á sjónvarpið,“ segir Ásta B. Gunnlaugsdóttir, sem spilaði á sínum tíma 26 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim átta mörk. Líkt og fjölmargir aðrir horfði hún á snilldina sem íslenska kvennalandsliðið bauð upp á í Þýskalandi í gær með stórbrotnum sigri. Þetta var fyrsti sigur Íslands á sameiginlegu liði Þýskalands hjá bæði A-landsliðum karla og kvenna. Þýska landsliðið er ríkjandi Ólympíumeistari, áttfaldur Evrópumeistari, tvöfaldur heimsmeistari og í öðru sæti á styrkleikalista FIFA, en þær þýsku áttu engin svör við stórkostlegum leik íslenska liðsins.Vanda Sigurgeirsdóttir Einelti Gerendur eineltis rannsókn um einelti fótboltaþjálfari„Ég hoppaði um húsið og síðustu þrjár mínúturnar voru alveg að fara með mann. Þær liðu eins og þrjár vikur,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir en hún spilaði 37 landsleiki auk þess að þjálfa íslenska kvennalandsliðið um tíma. „Ég er stödd á Hofsósi, og var hérna líka þegar Ísland vann England á EM karla. Ég held að þetta sé einhver happastaður – það er eitthvað í loftinu hérna,“ segir hún. Þegar úrslit eldri leikja eru skoðuð er ekki oft þar sem landsliðið hafði möguleika gegn Þýskalandi. Einu sinni tapaði liðið 8:0 á afmælisdegi Vöndu. „Þá voru þær í betra formi og miklu fljótari. Fyrst þegar ég spilaði við þær, fékk ég kantmann á móti mér og ég hugsaði með mér; Guð minn góður, hún var svo fljót.“ Síðan hafa verið stigin stór skref í kvennaboltanum hér heima. „Í þessum leik vorum við betri,“ segir Vanda. Ásta tekur í sama streng en báðar hrósa þjálfarateyminu mikið. „Þetta var rosalega góður leikur og við vorum bara betri en þær. En ég var orðin skíthrædd í lokin. En vá. Mér fannst þetta æðislegt og yndislegt á að horfa. Það er eitthvað í vatninu hér á Íslandi þessa dagana.Ég leit oft á stöðuna og trúði henni varla.“ Vanda segir að sigurinn megi skrifa á Frey Alexandersson landsliðsþjálfara og hans teymi. „Mér fannst stelpurnar spila þennan leik listavel. Þetta var íslenska baráttan og taktík og þegar það kemur saman þá gerast góðir hlutir.“ HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Íþróttir „Ég sat hérna agndofa og öskraði oft og mörgum sinnum á sjónvarpið,“ segir Ásta B. Gunnlaugsdóttir, sem spilaði á sínum tíma 26 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim átta mörk. Líkt og fjölmargir aðrir horfði hún á snilldina sem íslenska kvennalandsliðið bauð upp á í Þýskalandi í gær með stórbrotnum sigri. Þetta var fyrsti sigur Íslands á sameiginlegu liði Þýskalands hjá bæði A-landsliðum karla og kvenna. Þýska landsliðið er ríkjandi Ólympíumeistari, áttfaldur Evrópumeistari, tvöfaldur heimsmeistari og í öðru sæti á styrkleikalista FIFA, en þær þýsku áttu engin svör við stórkostlegum leik íslenska liðsins.Vanda Sigurgeirsdóttir Einelti Gerendur eineltis rannsókn um einelti fótboltaþjálfari„Ég hoppaði um húsið og síðustu þrjár mínúturnar voru alveg að fara með mann. Þær liðu eins og þrjár vikur,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir en hún spilaði 37 landsleiki auk þess að þjálfa íslenska kvennalandsliðið um tíma. „Ég er stödd á Hofsósi, og var hérna líka þegar Ísland vann England á EM karla. Ég held að þetta sé einhver happastaður – það er eitthvað í loftinu hérna,“ segir hún. Þegar úrslit eldri leikja eru skoðuð er ekki oft þar sem landsliðið hafði möguleika gegn Þýskalandi. Einu sinni tapaði liðið 8:0 á afmælisdegi Vöndu. „Þá voru þær í betra formi og miklu fljótari. Fyrst þegar ég spilaði við þær, fékk ég kantmann á móti mér og ég hugsaði með mér; Guð minn góður, hún var svo fljót.“ Síðan hafa verið stigin stór skref í kvennaboltanum hér heima. „Í þessum leik vorum við betri,“ segir Vanda. Ásta tekur í sama streng en báðar hrósa þjálfarateyminu mikið. „Þetta var rosalega góður leikur og við vorum bara betri en þær. En ég var orðin skíthrædd í lokin. En vá. Mér fannst þetta æðislegt og yndislegt á að horfa. Það er eitthvað í vatninu hér á Íslandi þessa dagana.Ég leit oft á stöðuna og trúði henni varla.“ Vanda segir að sigurinn megi skrifa á Frey Alexandersson landsliðsþjálfara og hans teymi. „Mér fannst stelpurnar spila þennan leik listavel. Þetta var íslenska baráttan og taktík og þegar það kemur saman þá gerast góðir hlutir.“
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira