Lokamínúturnar þrjár liðu eins og þrjár vikur Benedikt Bóas skrifar 21. október 2017 07:30 Barátta og framúrskarandi fótbolti skiluðu sögulegum sigri. Nordicphotos/Getty Íþróttir „Ég sat hérna agndofa og öskraði oft og mörgum sinnum á sjónvarpið,“ segir Ásta B. Gunnlaugsdóttir, sem spilaði á sínum tíma 26 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim átta mörk. Líkt og fjölmargir aðrir horfði hún á snilldina sem íslenska kvennalandsliðið bauð upp á í Þýskalandi í gær með stórbrotnum sigri. Þetta var fyrsti sigur Íslands á sameiginlegu liði Þýskalands hjá bæði A-landsliðum karla og kvenna. Þýska landsliðið er ríkjandi Ólympíumeistari, áttfaldur Evrópumeistari, tvöfaldur heimsmeistari og í öðru sæti á styrkleikalista FIFA, en þær þýsku áttu engin svör við stórkostlegum leik íslenska liðsins.Vanda Sigurgeirsdóttir Einelti Gerendur eineltis rannsókn um einelti fótboltaþjálfari„Ég hoppaði um húsið og síðustu þrjár mínúturnar voru alveg að fara með mann. Þær liðu eins og þrjár vikur,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir en hún spilaði 37 landsleiki auk þess að þjálfa íslenska kvennalandsliðið um tíma. „Ég er stödd á Hofsósi, og var hérna líka þegar Ísland vann England á EM karla. Ég held að þetta sé einhver happastaður – það er eitthvað í loftinu hérna,“ segir hún. Þegar úrslit eldri leikja eru skoðuð er ekki oft þar sem landsliðið hafði möguleika gegn Þýskalandi. Einu sinni tapaði liðið 8:0 á afmælisdegi Vöndu. „Þá voru þær í betra formi og miklu fljótari. Fyrst þegar ég spilaði við þær, fékk ég kantmann á móti mér og ég hugsaði með mér; Guð minn góður, hún var svo fljót.“ Síðan hafa verið stigin stór skref í kvennaboltanum hér heima. „Í þessum leik vorum við betri,“ segir Vanda. Ásta tekur í sama streng en báðar hrósa þjálfarateyminu mikið. „Þetta var rosalega góður leikur og við vorum bara betri en þær. En ég var orðin skíthrædd í lokin. En vá. Mér fannst þetta æðislegt og yndislegt á að horfa. Það er eitthvað í vatninu hér á Íslandi þessa dagana.Ég leit oft á stöðuna og trúði henni varla.“ Vanda segir að sigurinn megi skrifa á Frey Alexandersson landsliðsþjálfara og hans teymi. „Mér fannst stelpurnar spila þennan leik listavel. Þetta var íslenska baráttan og taktík og þegar það kemur saman þá gerast góðir hlutir.“ HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira
Íþróttir „Ég sat hérna agndofa og öskraði oft og mörgum sinnum á sjónvarpið,“ segir Ásta B. Gunnlaugsdóttir, sem spilaði á sínum tíma 26 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim átta mörk. Líkt og fjölmargir aðrir horfði hún á snilldina sem íslenska kvennalandsliðið bauð upp á í Þýskalandi í gær með stórbrotnum sigri. Þetta var fyrsti sigur Íslands á sameiginlegu liði Þýskalands hjá bæði A-landsliðum karla og kvenna. Þýska landsliðið er ríkjandi Ólympíumeistari, áttfaldur Evrópumeistari, tvöfaldur heimsmeistari og í öðru sæti á styrkleikalista FIFA, en þær þýsku áttu engin svör við stórkostlegum leik íslenska liðsins.Vanda Sigurgeirsdóttir Einelti Gerendur eineltis rannsókn um einelti fótboltaþjálfari„Ég hoppaði um húsið og síðustu þrjár mínúturnar voru alveg að fara með mann. Þær liðu eins og þrjár vikur,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir en hún spilaði 37 landsleiki auk þess að þjálfa íslenska kvennalandsliðið um tíma. „Ég er stödd á Hofsósi, og var hérna líka þegar Ísland vann England á EM karla. Ég held að þetta sé einhver happastaður – það er eitthvað í loftinu hérna,“ segir hún. Þegar úrslit eldri leikja eru skoðuð er ekki oft þar sem landsliðið hafði möguleika gegn Þýskalandi. Einu sinni tapaði liðið 8:0 á afmælisdegi Vöndu. „Þá voru þær í betra formi og miklu fljótari. Fyrst þegar ég spilaði við þær, fékk ég kantmann á móti mér og ég hugsaði með mér; Guð minn góður, hún var svo fljót.“ Síðan hafa verið stigin stór skref í kvennaboltanum hér heima. „Í þessum leik vorum við betri,“ segir Vanda. Ásta tekur í sama streng en báðar hrósa þjálfarateyminu mikið. „Þetta var rosalega góður leikur og við vorum bara betri en þær. En ég var orðin skíthrædd í lokin. En vá. Mér fannst þetta æðislegt og yndislegt á að horfa. Það er eitthvað í vatninu hér á Íslandi þessa dagana.Ég leit oft á stöðuna og trúði henni varla.“ Vanda segir að sigurinn megi skrifa á Frey Alexandersson landsliðsþjálfara og hans teymi. „Mér fannst stelpurnar spila þennan leik listavel. Þetta var íslenska baráttan og taktík og þegar það kemur saman þá gerast góðir hlutir.“
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala Lýsandi fékk pökk í andlitið „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og toppslagur í Championship-deildinni „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum Sjá meira