Ryk í augu kjósenda Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 21. október 2017 06:00 „Það er umhugsunarvert þegar fjöldi stjórnmálamanna leggur sig fram um að blekkja almenning með yfirlýsingum sínum um að hægt sé að lækka vexti verulega með því einu að banna verðtryggingu. Þetta er sennilega ein glæfralegasta og vitlausasta hugmynd sem sett hefur verið fram af stjórnmálamönnum hér á landi í seinni tíð.“ Þarna hitti Þorsteinn Víglundsson, frambjóðandi Viðreisnar og félagsmálaráðherra, naglann á höfuðið í innsendri grein í Fréttablaðinu í vikunni. Því miður eru allt of fáir íslenskir stjórnmálamenn sem hugsa hlutina til enda. Í þessum efnum virðast menn endurtaka vitleysuna hver eftir öðrum án þess um að kynna sér málið til hlítar. Eða, varla ætlum við nokkrum stjórnmálamanni að tala gegn eigin sannfæringu? Krónublinda margra íslenskra stjórnmálamanna og annarra framámanna í þjóðlífinu er mögulega skýrasta dæmið um þetta. Vaxtastig er mæling á áhættu. Ástæðan fyrir háum vöxtum hér á landi hefur þannig ekkert með verðtryggingu að gera. Verðtryggingin er séríslenskt tæki til að verja atvinnulífið fyrir verðbólgunni og þeim miklu sveiflum sem sögulega hafa verið á gengi krónunnar. Lögbundin verðtrygging þekkist heldur varla annarsstaðar á byggðu bóli, og alls ekki í evrulöndunum svo dæmi sé tekið. Rétt er að benda á að sérfræðinganefnd Seðlabankans hefur varað við því að heimilin í landinu myndu stórtapa á afnámi verðtryggingar, enda myndi kaupmáttur minnka, fasteignaverð stórlækka og landsframleiðsla dragast saman. Ástæða fyrir háum vöxtum hér á landi er krónan, og sú staðreynd að viðskipti í krónum fela í sér meiri áhættu og þar af leiðandi hærri verðmiða en viðskipti með myntir flestra landa sem við erum samferða í veröldinni. Döpur reynslan kennir okkur að það er í besta falli óraunsætt og í versta falli óheiðarlegt að halda öðru fram. Stórar hugmyndir Miðflokksins um endurskipulagningu bankakerfisins eru því miður sama marki brenndar. Hluti þeirra gerir ráð fyrir stofnun netbanka sem falið verður að lækka vaxtastig og bæta önnur kjör. Aftur þá er verið að leita sökudólgs á röngum stað. Vaxtastigið er ekki bönkunum að kenna, heldur gjaldmiðlinum. Þjóðmálaumræða hér á landi, og að því er virðist sérstaklega fyrir þessar kosningar, einkennist því miður of oft af innihaldslausum klisjum án þess að hugsað sé á nokkurn hátt um útfærsluna. Verðtryggingin og vaxtastigið er eitt, og annað eru útgjaldahugmyndir Vinstri grænna og fleiri sem lofa tug milljarða innviðafjárfestingu. Þær á að borga með hátekju- og auðlegðarskatti. Gallinn er sá að þegar fræðimenn líta undir húddið kemur í ljós að slíkur skattur gæti í besta falli fjármagnað fjögur til átján prósent útgjaldaloforðana. Þarf ekki að gera kröfur um nákvæmari framsetningu hjá fólki sem vill komast í ríkisstjórn? "Eða, varla ætlum við nokkrum stjórnmálamanni að tala gegn eigin sannfæringu?" Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
„Það er umhugsunarvert þegar fjöldi stjórnmálamanna leggur sig fram um að blekkja almenning með yfirlýsingum sínum um að hægt sé að lækka vexti verulega með því einu að banna verðtryggingu. Þetta er sennilega ein glæfralegasta og vitlausasta hugmynd sem sett hefur verið fram af stjórnmálamönnum hér á landi í seinni tíð.“ Þarna hitti Þorsteinn Víglundsson, frambjóðandi Viðreisnar og félagsmálaráðherra, naglann á höfuðið í innsendri grein í Fréttablaðinu í vikunni. Því miður eru allt of fáir íslenskir stjórnmálamenn sem hugsa hlutina til enda. Í þessum efnum virðast menn endurtaka vitleysuna hver eftir öðrum án þess um að kynna sér málið til hlítar. Eða, varla ætlum við nokkrum stjórnmálamanni að tala gegn eigin sannfæringu? Krónublinda margra íslenskra stjórnmálamanna og annarra framámanna í þjóðlífinu er mögulega skýrasta dæmið um þetta. Vaxtastig er mæling á áhættu. Ástæðan fyrir háum vöxtum hér á landi hefur þannig ekkert með verðtryggingu að gera. Verðtryggingin er séríslenskt tæki til að verja atvinnulífið fyrir verðbólgunni og þeim miklu sveiflum sem sögulega hafa verið á gengi krónunnar. Lögbundin verðtrygging þekkist heldur varla annarsstaðar á byggðu bóli, og alls ekki í evrulöndunum svo dæmi sé tekið. Rétt er að benda á að sérfræðinganefnd Seðlabankans hefur varað við því að heimilin í landinu myndu stórtapa á afnámi verðtryggingar, enda myndi kaupmáttur minnka, fasteignaverð stórlækka og landsframleiðsla dragast saman. Ástæða fyrir háum vöxtum hér á landi er krónan, og sú staðreynd að viðskipti í krónum fela í sér meiri áhættu og þar af leiðandi hærri verðmiða en viðskipti með myntir flestra landa sem við erum samferða í veröldinni. Döpur reynslan kennir okkur að það er í besta falli óraunsætt og í versta falli óheiðarlegt að halda öðru fram. Stórar hugmyndir Miðflokksins um endurskipulagningu bankakerfisins eru því miður sama marki brenndar. Hluti þeirra gerir ráð fyrir stofnun netbanka sem falið verður að lækka vaxtastig og bæta önnur kjör. Aftur þá er verið að leita sökudólgs á röngum stað. Vaxtastigið er ekki bönkunum að kenna, heldur gjaldmiðlinum. Þjóðmálaumræða hér á landi, og að því er virðist sérstaklega fyrir þessar kosningar, einkennist því miður of oft af innihaldslausum klisjum án þess að hugsað sé á nokkurn hátt um útfærsluna. Verðtryggingin og vaxtastigið er eitt, og annað eru útgjaldahugmyndir Vinstri grænna og fleiri sem lofa tug milljarða innviðafjárfestingu. Þær á að borga með hátekju- og auðlegðarskatti. Gallinn er sá að þegar fræðimenn líta undir húddið kemur í ljós að slíkur skattur gæti í besta falli fjármagnað fjögur til átján prósent útgjaldaloforðana. Þarf ekki að gera kröfur um nákvæmari framsetningu hjá fólki sem vill komast í ríkisstjórn? "Eða, varla ætlum við nokkrum stjórnmálamanni að tala gegn eigin sannfæringu?"
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun