Ryk í augu kjósenda Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 21. október 2017 06:00 „Það er umhugsunarvert þegar fjöldi stjórnmálamanna leggur sig fram um að blekkja almenning með yfirlýsingum sínum um að hægt sé að lækka vexti verulega með því einu að banna verðtryggingu. Þetta er sennilega ein glæfralegasta og vitlausasta hugmynd sem sett hefur verið fram af stjórnmálamönnum hér á landi í seinni tíð.“ Þarna hitti Þorsteinn Víglundsson, frambjóðandi Viðreisnar og félagsmálaráðherra, naglann á höfuðið í innsendri grein í Fréttablaðinu í vikunni. Því miður eru allt of fáir íslenskir stjórnmálamenn sem hugsa hlutina til enda. Í þessum efnum virðast menn endurtaka vitleysuna hver eftir öðrum án þess um að kynna sér málið til hlítar. Eða, varla ætlum við nokkrum stjórnmálamanni að tala gegn eigin sannfæringu? Krónublinda margra íslenskra stjórnmálamanna og annarra framámanna í þjóðlífinu er mögulega skýrasta dæmið um þetta. Vaxtastig er mæling á áhættu. Ástæðan fyrir háum vöxtum hér á landi hefur þannig ekkert með verðtryggingu að gera. Verðtryggingin er séríslenskt tæki til að verja atvinnulífið fyrir verðbólgunni og þeim miklu sveiflum sem sögulega hafa verið á gengi krónunnar. Lögbundin verðtrygging þekkist heldur varla annarsstaðar á byggðu bóli, og alls ekki í evrulöndunum svo dæmi sé tekið. Rétt er að benda á að sérfræðinganefnd Seðlabankans hefur varað við því að heimilin í landinu myndu stórtapa á afnámi verðtryggingar, enda myndi kaupmáttur minnka, fasteignaverð stórlækka og landsframleiðsla dragast saman. Ástæða fyrir háum vöxtum hér á landi er krónan, og sú staðreynd að viðskipti í krónum fela í sér meiri áhættu og þar af leiðandi hærri verðmiða en viðskipti með myntir flestra landa sem við erum samferða í veröldinni. Döpur reynslan kennir okkur að það er í besta falli óraunsætt og í versta falli óheiðarlegt að halda öðru fram. Stórar hugmyndir Miðflokksins um endurskipulagningu bankakerfisins eru því miður sama marki brenndar. Hluti þeirra gerir ráð fyrir stofnun netbanka sem falið verður að lækka vaxtastig og bæta önnur kjör. Aftur þá er verið að leita sökudólgs á röngum stað. Vaxtastigið er ekki bönkunum að kenna, heldur gjaldmiðlinum. Þjóðmálaumræða hér á landi, og að því er virðist sérstaklega fyrir þessar kosningar, einkennist því miður of oft af innihaldslausum klisjum án þess að hugsað sé á nokkurn hátt um útfærsluna. Verðtryggingin og vaxtastigið er eitt, og annað eru útgjaldahugmyndir Vinstri grænna og fleiri sem lofa tug milljarða innviðafjárfestingu. Þær á að borga með hátekju- og auðlegðarskatti. Gallinn er sá að þegar fræðimenn líta undir húddið kemur í ljós að slíkur skattur gæti í besta falli fjármagnað fjögur til átján prósent útgjaldaloforðana. Þarf ekki að gera kröfur um nákvæmari framsetningu hjá fólki sem vill komast í ríkisstjórn? "Eða, varla ætlum við nokkrum stjórnmálamanni að tala gegn eigin sannfæringu?" Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Það er umhugsunarvert þegar fjöldi stjórnmálamanna leggur sig fram um að blekkja almenning með yfirlýsingum sínum um að hægt sé að lækka vexti verulega með því einu að banna verðtryggingu. Þetta er sennilega ein glæfralegasta og vitlausasta hugmynd sem sett hefur verið fram af stjórnmálamönnum hér á landi í seinni tíð.“ Þarna hitti Þorsteinn Víglundsson, frambjóðandi Viðreisnar og félagsmálaráðherra, naglann á höfuðið í innsendri grein í Fréttablaðinu í vikunni. Því miður eru allt of fáir íslenskir stjórnmálamenn sem hugsa hlutina til enda. Í þessum efnum virðast menn endurtaka vitleysuna hver eftir öðrum án þess um að kynna sér málið til hlítar. Eða, varla ætlum við nokkrum stjórnmálamanni að tala gegn eigin sannfæringu? Krónublinda margra íslenskra stjórnmálamanna og annarra framámanna í þjóðlífinu er mögulega skýrasta dæmið um þetta. Vaxtastig er mæling á áhættu. Ástæðan fyrir háum vöxtum hér á landi hefur þannig ekkert með verðtryggingu að gera. Verðtryggingin er séríslenskt tæki til að verja atvinnulífið fyrir verðbólgunni og þeim miklu sveiflum sem sögulega hafa verið á gengi krónunnar. Lögbundin verðtrygging þekkist heldur varla annarsstaðar á byggðu bóli, og alls ekki í evrulöndunum svo dæmi sé tekið. Rétt er að benda á að sérfræðinganefnd Seðlabankans hefur varað við því að heimilin í landinu myndu stórtapa á afnámi verðtryggingar, enda myndi kaupmáttur minnka, fasteignaverð stórlækka og landsframleiðsla dragast saman. Ástæða fyrir háum vöxtum hér á landi er krónan, og sú staðreynd að viðskipti í krónum fela í sér meiri áhættu og þar af leiðandi hærri verðmiða en viðskipti með myntir flestra landa sem við erum samferða í veröldinni. Döpur reynslan kennir okkur að það er í besta falli óraunsætt og í versta falli óheiðarlegt að halda öðru fram. Stórar hugmyndir Miðflokksins um endurskipulagningu bankakerfisins eru því miður sama marki brenndar. Hluti þeirra gerir ráð fyrir stofnun netbanka sem falið verður að lækka vaxtastig og bæta önnur kjör. Aftur þá er verið að leita sökudólgs á röngum stað. Vaxtastigið er ekki bönkunum að kenna, heldur gjaldmiðlinum. Þjóðmálaumræða hér á landi, og að því er virðist sérstaklega fyrir þessar kosningar, einkennist því miður of oft af innihaldslausum klisjum án þess að hugsað sé á nokkurn hátt um útfærsluna. Verðtryggingin og vaxtastigið er eitt, og annað eru útgjaldahugmyndir Vinstri grænna og fleiri sem lofa tug milljarða innviðafjárfestingu. Þær á að borga með hátekju- og auðlegðarskatti. Gallinn er sá að þegar fræðimenn líta undir húddið kemur í ljós að slíkur skattur gæti í besta falli fjármagnað fjögur til átján prósent útgjaldaloforðana. Þarf ekki að gera kröfur um nákvæmari framsetningu hjá fólki sem vill komast í ríkisstjórn? "Eða, varla ætlum við nokkrum stjórnmálamanni að tala gegn eigin sannfæringu?"
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar