Cerrone hafði aldrei heyrt um andstæðinginn þegar bardaginn var staðfestur Pétur Marinó Jónsson skrifar 21. október 2017 12:30 Vísir/Getty Donald Cerrone mætir Darren Till í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Póllandi í kvöld. Cerrone hafði ekki hugmynd um hver Darren Till var þegar UFC setti saman þennan bardaga. Donald Cerrone er einn allra vinsælasti bardagamaðurinn í UFC í dag. Honum er alveg sama um alla styrkleikalista og er til í að berjast við hvern sem er, hvar sem er og hvenær sem er. Það sannaði hann enn á ný þegar UFC bauð honum að berjast við óþekktan Breta á litlu bardagakvöldi í Póllandi. Cerrone hikaði ekki í eina sekúndu þegar UFC bauð honum að berjast við Darren Till. Cerrone hafði aldrei heyrt um hann þá og veit svo sem ekki mikið um hann í dag. Hann er þó með reynslumikla þjálfara með sér sem vita allt sem hann þarf að vita um Darren Till. Sigur fyrir Cerrone gerir afskaplega lítið fyrir hann á meðan sigur fyrir Till væri hans langstærsti sigur á ferlinum. Þessi 24 ára Breti er ósigraður á MMA ferlinum og með þrjá sigra og eitt jafntefli í UFC. Þegar Till var tvítugur var líferni hans utan æfinga ekki til fyrirmyndar. Hann ákvað því að flytja til Brasilíu í sex mánuði en endaði á að búa þar í tæp fjögur ár. Hann er nú fluttur aftur heim en nýtti tímann vel í Brasilíu þar sem fyrstu 11 bardagar hans fóru fram. Eftir sinn síðasta sigur vildi Till fá Santiago Ponzinibbio til að sýna og sanna að enginn gæti staðið með honum í búrinu. Ekki varð honum að ósk sinni en fékk þess í stað mun stærri bardaga. Donald Cerrone fær hér kjörið tækifæri til að komast aftur á sigurbraut eftir tvö töp í röð. Darren Till mun hins vegar gera allt sem í hans valdi stendur til að nýta þetta risastóra tækifæri en sigur á Cerrone kemur honum óvænt í titilbaráttuna í veltivigtinni. Bardaginn er aðalbardagi kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Gdansk í Póllandi í kvöld. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 19 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. MMA Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjá meira
Donald Cerrone mætir Darren Till í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Póllandi í kvöld. Cerrone hafði ekki hugmynd um hver Darren Till var þegar UFC setti saman þennan bardaga. Donald Cerrone er einn allra vinsælasti bardagamaðurinn í UFC í dag. Honum er alveg sama um alla styrkleikalista og er til í að berjast við hvern sem er, hvar sem er og hvenær sem er. Það sannaði hann enn á ný þegar UFC bauð honum að berjast við óþekktan Breta á litlu bardagakvöldi í Póllandi. Cerrone hikaði ekki í eina sekúndu þegar UFC bauð honum að berjast við Darren Till. Cerrone hafði aldrei heyrt um hann þá og veit svo sem ekki mikið um hann í dag. Hann er þó með reynslumikla þjálfara með sér sem vita allt sem hann þarf að vita um Darren Till. Sigur fyrir Cerrone gerir afskaplega lítið fyrir hann á meðan sigur fyrir Till væri hans langstærsti sigur á ferlinum. Þessi 24 ára Breti er ósigraður á MMA ferlinum og með þrjá sigra og eitt jafntefli í UFC. Þegar Till var tvítugur var líferni hans utan æfinga ekki til fyrirmyndar. Hann ákvað því að flytja til Brasilíu í sex mánuði en endaði á að búa þar í tæp fjögur ár. Hann er nú fluttur aftur heim en nýtti tímann vel í Brasilíu þar sem fyrstu 11 bardagar hans fóru fram. Eftir sinn síðasta sigur vildi Till fá Santiago Ponzinibbio til að sýna og sanna að enginn gæti staðið með honum í búrinu. Ekki varð honum að ósk sinni en fékk þess í stað mun stærri bardaga. Donald Cerrone fær hér kjörið tækifæri til að komast aftur á sigurbraut eftir tvö töp í röð. Darren Till mun hins vegar gera allt sem í hans valdi stendur til að nýta þetta risastóra tækifæri en sigur á Cerrone kemur honum óvænt í titilbaráttuna í veltivigtinni. Bardaginn er aðalbardagi kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Gdansk í Póllandi í kvöld. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 19 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
MMA Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Dagskráin: Meistaradeild Evrópu, Lokasóknin, VARsjáin og Bónus kvenna Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjá meira