Cerrone hafði aldrei heyrt um andstæðinginn þegar bardaginn var staðfestur Pétur Marinó Jónsson skrifar 21. október 2017 12:30 Vísir/Getty Donald Cerrone mætir Darren Till í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Póllandi í kvöld. Cerrone hafði ekki hugmynd um hver Darren Till var þegar UFC setti saman þennan bardaga. Donald Cerrone er einn allra vinsælasti bardagamaðurinn í UFC í dag. Honum er alveg sama um alla styrkleikalista og er til í að berjast við hvern sem er, hvar sem er og hvenær sem er. Það sannaði hann enn á ný þegar UFC bauð honum að berjast við óþekktan Breta á litlu bardagakvöldi í Póllandi. Cerrone hikaði ekki í eina sekúndu þegar UFC bauð honum að berjast við Darren Till. Cerrone hafði aldrei heyrt um hann þá og veit svo sem ekki mikið um hann í dag. Hann er þó með reynslumikla þjálfara með sér sem vita allt sem hann þarf að vita um Darren Till. Sigur fyrir Cerrone gerir afskaplega lítið fyrir hann á meðan sigur fyrir Till væri hans langstærsti sigur á ferlinum. Þessi 24 ára Breti er ósigraður á MMA ferlinum og með þrjá sigra og eitt jafntefli í UFC. Þegar Till var tvítugur var líferni hans utan æfinga ekki til fyrirmyndar. Hann ákvað því að flytja til Brasilíu í sex mánuði en endaði á að búa þar í tæp fjögur ár. Hann er nú fluttur aftur heim en nýtti tímann vel í Brasilíu þar sem fyrstu 11 bardagar hans fóru fram. Eftir sinn síðasta sigur vildi Till fá Santiago Ponzinibbio til að sýna og sanna að enginn gæti staðið með honum í búrinu. Ekki varð honum að ósk sinni en fékk þess í stað mun stærri bardaga. Donald Cerrone fær hér kjörið tækifæri til að komast aftur á sigurbraut eftir tvö töp í röð. Darren Till mun hins vegar gera allt sem í hans valdi stendur til að nýta þetta risastóra tækifæri en sigur á Cerrone kemur honum óvænt í titilbaráttuna í veltivigtinni. Bardaginn er aðalbardagi kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Gdansk í Póllandi í kvöld. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 19 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. MMA Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Sjá meira
Donald Cerrone mætir Darren Till í aðalbardaga kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Póllandi í kvöld. Cerrone hafði ekki hugmynd um hver Darren Till var þegar UFC setti saman þennan bardaga. Donald Cerrone er einn allra vinsælasti bardagamaðurinn í UFC í dag. Honum er alveg sama um alla styrkleikalista og er til í að berjast við hvern sem er, hvar sem er og hvenær sem er. Það sannaði hann enn á ný þegar UFC bauð honum að berjast við óþekktan Breta á litlu bardagakvöldi í Póllandi. Cerrone hikaði ekki í eina sekúndu þegar UFC bauð honum að berjast við Darren Till. Cerrone hafði aldrei heyrt um hann þá og veit svo sem ekki mikið um hann í dag. Hann er þó með reynslumikla þjálfara með sér sem vita allt sem hann þarf að vita um Darren Till. Sigur fyrir Cerrone gerir afskaplega lítið fyrir hann á meðan sigur fyrir Till væri hans langstærsti sigur á ferlinum. Þessi 24 ára Breti er ósigraður á MMA ferlinum og með þrjá sigra og eitt jafntefli í UFC. Þegar Till var tvítugur var líferni hans utan æfinga ekki til fyrirmyndar. Hann ákvað því að flytja til Brasilíu í sex mánuði en endaði á að búa þar í tæp fjögur ár. Hann er nú fluttur aftur heim en nýtti tímann vel í Brasilíu þar sem fyrstu 11 bardagar hans fóru fram. Eftir sinn síðasta sigur vildi Till fá Santiago Ponzinibbio til að sýna og sanna að enginn gæti staðið með honum í búrinu. Ekki varð honum að ósk sinni en fékk þess í stað mun stærri bardaga. Donald Cerrone fær hér kjörið tækifæri til að komast aftur á sigurbraut eftir tvö töp í röð. Darren Till mun hins vegar gera allt sem í hans valdi stendur til að nýta þetta risastóra tækifæri en sigur á Cerrone kemur honum óvænt í titilbaráttuna í veltivigtinni. Bardaginn er aðalbardagi kvöldsins á UFC bardagakvöldinu í Gdansk í Póllandi í kvöld. Aðalhluti bardagakvöldsins hefst kl 19 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
MMA Mest lesið Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Sport Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum Fótbolti NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Sport Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Sport Kane skoraði hundrað mörk á methraða Fótbolti Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Handbolti KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Handbolti Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Golf Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Enski boltinn Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Sport Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri NFL leikir á Maracanã næstu fimm árin Evrópa leiðir baráttuna um Ryder bikarinn Einföld aðgerð varð að fimm mánaða ferli Víkingur vann bikarinn úr aukaspyrnum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH Kane skoraði hundrað mörk á methraða Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Lofar æðislegum leik Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Allt það besta og versta úr NFL-deildinni Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn Arnar ekki áfram með Fylki Tindastóli og Njarðvík spáð toppnum í vetur Þorsteinn tók fram úr mörgum og varð fyrstur Íslendinga í mark á HM Svona var kynningarfundurinn fyrir Bónus-deildirnar í vetur „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Sigurvegari Stokkhólms-maraþonsins látin aðeins þrítug Þjálfari Daníels og Arnórs rekinn Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Busquets stígur niður af sviðinu Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Sjá meira