Segir að ekki hafi verið brugðist nægilega við ásökunum um óæskilega hegðun sundþjálfara Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. október 2017 19:30 Formaður Sundssambands Íslands segist sjá eftir því að að hafa ekki brugðist betur við ásökun um óæskilega hegðun sundþjálfara á sínum tíma. Afrekskona í sundi sem lýsir brotum þjálfarans gegn sér er ekki sú eina sem hefur kvartað undan framkomu hans.Í Fréttablaðinu í dag sagði Hildur Erla Gísladóttir frá grófu ofbeldi sem hún var beitt af sundþjálfaranum sínum þegar á árunum 2007 og 2008 þegar hún æfði með sundfélagi Hafnarfjarðar. Hún var aðeins 16 ára gömul þegar þjálfarinn áreitti hana fyrst. Þau voru tvö ein í bíl þar sem hann hafði boðist til þess að keyra hana heim eftir æfingu. Hann var þá 52 ára. Þjálfaranum tókst að brjóta Hildi Erlu niður með áreitni og kynferðislegu ofbeldi sem versnaði næstu mánuði, þangað til hún loksins þorði að segja frá. Hildur kærði manninn en hann var aldrei dæmdur fyrir brot sín. Aldrei náðist að taka skýrslu af honum þar sem hann fór úr landi eftir að málið kom upp. Hann viðurkenndi brot sín þó fyrir formanni sundfélags Hafnarfjarðar. Hörður Oddfríðarson, formaður Sundsambands Íslands, segir að þegar atvikið hafi komið upp hafi verið til verkferlar til að vinna eftir. „Þeir eru í dag öðruvísi en þeir voru þá og það er líka ljóst að við fórum ekki nákvæmlega eftir þeim á þeim tíma,“ segir Hörður en þjálfarinn hafði áður verið tilkynntur til sundsambandsins fyrir óæskilega hegðun. „Við ræddum saman ég og þáverandi formaður Sundfélagsins í Hafnarfirði og ég veit að hann átti samtal við þennan þjálfara. Þetta kemur svo ofan í seinna og eftir á að hyggja má segja að við hefðum átt að bregðast öðruvísi við,“ segir Hörður. Hann segir að nú sé unnið að því að skerpa verkferla. „Ef það kemur upp kvittur af ofbeldi af einhverju tagi er gripið inn í strax,“ segir Hörður og bætir við að haft yrði samband við allra foreldra og rannsókn sett af stað. Hörður útskýrir að í þrígang hafi verið haft samband við sundsambandið frá sundfélögum að utan með fyrirspurnir um störf þjálfaras hér á landi. „Ég hef í öllum tilfellum bent á það að það kom upp mál sem varðar misbeitingu í hans störfum hér og bent viðkomandi á að hafa samband við félagið sem hann starfaði hjá þannig að þeir fengju þá upplýsingar frá fyrstu hendi.“ Hörður segir að kvörtun Hildar sé eina kvörtunin sem hafi borist sambandinu, er lítur að kynferðisofbeldi, á þeim tíma sem hann hefur starfað sem formaður eða í 11 ár. „Ég er alveg klár á því að þetta er ekki einsdæmi. Mikil þöggun hefur verið um þessi mál,“ segir Hörður og bætir við að það sé ánægjulegt að Hildur hafi stigið fram og vonar að það hjálpi öðru íþróttafólki. Tengdar fréttir Misnotuð af sundþjálfaranum sínum aðeins 16 ára gömul: „Gerði allt nema að nauðga mér“ Þjálfari Hildar Erlu Gísladóttur var rekinn árið 2008 eftir að komst upp að hann hafði brotið gegn henni í tæpt ár. 21. október 2017 07:00 Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Skiltið skein of skært vegna bilunar í búnaði Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Formaður Sundssambands Íslands segist sjá eftir því að að hafa ekki brugðist betur við ásökun um óæskilega hegðun sundþjálfara á sínum tíma. Afrekskona í sundi sem lýsir brotum þjálfarans gegn sér er ekki sú eina sem hefur kvartað undan framkomu hans.Í Fréttablaðinu í dag sagði Hildur Erla Gísladóttir frá grófu ofbeldi sem hún var beitt af sundþjálfaranum sínum þegar á árunum 2007 og 2008 þegar hún æfði með sundfélagi Hafnarfjarðar. Hún var aðeins 16 ára gömul þegar þjálfarinn áreitti hana fyrst. Þau voru tvö ein í bíl þar sem hann hafði boðist til þess að keyra hana heim eftir æfingu. Hann var þá 52 ára. Þjálfaranum tókst að brjóta Hildi Erlu niður með áreitni og kynferðislegu ofbeldi sem versnaði næstu mánuði, þangað til hún loksins þorði að segja frá. Hildur kærði manninn en hann var aldrei dæmdur fyrir brot sín. Aldrei náðist að taka skýrslu af honum þar sem hann fór úr landi eftir að málið kom upp. Hann viðurkenndi brot sín þó fyrir formanni sundfélags Hafnarfjarðar. Hörður Oddfríðarson, formaður Sundsambands Íslands, segir að þegar atvikið hafi komið upp hafi verið til verkferlar til að vinna eftir. „Þeir eru í dag öðruvísi en þeir voru þá og það er líka ljóst að við fórum ekki nákvæmlega eftir þeim á þeim tíma,“ segir Hörður en þjálfarinn hafði áður verið tilkynntur til sundsambandsins fyrir óæskilega hegðun. „Við ræddum saman ég og þáverandi formaður Sundfélagsins í Hafnarfirði og ég veit að hann átti samtal við þennan þjálfara. Þetta kemur svo ofan í seinna og eftir á að hyggja má segja að við hefðum átt að bregðast öðruvísi við,“ segir Hörður. Hann segir að nú sé unnið að því að skerpa verkferla. „Ef það kemur upp kvittur af ofbeldi af einhverju tagi er gripið inn í strax,“ segir Hörður og bætir við að haft yrði samband við allra foreldra og rannsókn sett af stað. Hörður útskýrir að í þrígang hafi verið haft samband við sundsambandið frá sundfélögum að utan með fyrirspurnir um störf þjálfaras hér á landi. „Ég hef í öllum tilfellum bent á það að það kom upp mál sem varðar misbeitingu í hans störfum hér og bent viðkomandi á að hafa samband við félagið sem hann starfaði hjá þannig að þeir fengju þá upplýsingar frá fyrstu hendi.“ Hörður segir að kvörtun Hildar sé eina kvörtunin sem hafi borist sambandinu, er lítur að kynferðisofbeldi, á þeim tíma sem hann hefur starfað sem formaður eða í 11 ár. „Ég er alveg klár á því að þetta er ekki einsdæmi. Mikil þöggun hefur verið um þessi mál,“ segir Hörður og bætir við að það sé ánægjulegt að Hildur hafi stigið fram og vonar að það hjálpi öðru íþróttafólki.
Tengdar fréttir Misnotuð af sundþjálfaranum sínum aðeins 16 ára gömul: „Gerði allt nema að nauðga mér“ Þjálfari Hildar Erlu Gísladóttur var rekinn árið 2008 eftir að komst upp að hann hafði brotið gegn henni í tæpt ár. 21. október 2017 07:00 Mest lesið Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Erlent Fullir í flugi Innlent „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Skiltið skein of skært vegna bilunar í búnaði Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Sjá meira
Misnotuð af sundþjálfaranum sínum aðeins 16 ára gömul: „Gerði allt nema að nauðga mér“ Þjálfari Hildar Erlu Gísladóttur var rekinn árið 2008 eftir að komst upp að hann hafði brotið gegn henni í tæpt ár. 21. október 2017 07:00