Tíu menn Juventus völtuðu yfir Emil Hallfreðsson og félaga í Udinese í Seria A á Ítalíu í dag.
Mario Mandzukic lét reka sig út af á 26. mínútu. Þá féll hann við í teignum og fékk gult spjald fyrir dýfu. Þegar hann ætlaði að mótmæla því var dómari leiksins ekki lengi að lyfta öðru gulu spjaldi og þar með rauðu.
Á þeim tímapunkti var staðan nú þegar orðin 1-2 fyrir Juventus. Danilo jafnaði metin þegar skammt var liðið af seinni hálfleik, en Juventus-menn áttu eftir að bæta fjórum mörkum við.
Sami Khedira skoraði tvö og Daniele Rugani og Miralem Pjanic gerðu sitt hvort markið.
Juventus er í þriðja sæti deildarinnar eftir níu leiki, þremur stigum frá toppliði Napólí sem enn hefur ekki tapað leik.
Í öðrum leikjum dagsins á Ítalíu vann Roma meðal annars 0-1 sigur á Torino, Fiorentina vann Benevento 0-3 og AC Milan gerði markalaust jafntefli við Genoa.
Emil og félagar náðu ekki að vinna tíu menn Juventus
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
