Halda áfram þrátt fyrir hótun stjórnarinnar um fangelsisvist Jóhann Óli Eiðsson skrifar 23. október 2017 06:00 Mariano Rajoy tilkynnti um helgina að stjórn hans ætlaði að virkja 155. grein spænsku stjórnarskrárinnar um að svipta Katalóna sjálfstjórn. vísir/epa Katalónskir aðskilnaðarsinnar munu halda baráttu sinni fyrir sjálfstæði héraðsins áfram þrátt fyrir hótanir spænskra yfirvalda um fangelsisvist. Spænska stjórnin mun líklega virkja 155. grein stjórnarskrár landsins, sem kveður á um að svipta Katalóníu sjálfstjórn sinni, í þessari viku. „Engin stjórn í lýðræðisríki getur sætt sig við það að lög séu brotin,“ sagði Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, í ávarpi á laugardag. Þar tilkynnti hann ákvörðun stjórnarinnar um að héraðið skyldi svipt sjálfstjórn. Að auki hafa spænsk stjórnvöld í hyggju að taka yfir stjórn lögreglu héraðsins og héraðsfjölmiðilsins TV3. „Ég átta mig á því að þetta eru erfiðir tímar en í sameiningu munum við komast yfir þetta líkt og við höfum áður gert,“ segir Rajoy.Alfonso Dastis, utanríkisráðherra Spánarvísir/epaÞað hefur andað köldu milli Spánar og Katalóníu frá því að sjálfstjórnarhéraðið tilkynnti að það hygðist halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort lýsa ætti yfir sjálfstæði eður ei. Lögbann var lagt á kosningarnar en þær fóru fram engu að síður. Rúmlega níutíu prósent þeirra sem mættu á kjörstað voru hlynnt sjálfstæði. Hótanir hafa gengið milli manna síðan þá. Stefnt er að því að spænska þingið verði kallað saman á föstudag til að afturkalla sjálfstjórn Katalóna. Carles Puigdemont héraðsstjóri stefnir að því að hafa þingfund í héraðsþinginu á sama tíma. Talið er næsta víst að Katalónía muni lýsa einhliða yfir sjálfstæði á næstu vikum, mögulega strax á föstudag. Saksóknari í Madríd varaði Puigdemont og aðra sjálfstæðissinna við frekara brölti af því tagi. Sagði hann að til greina kæmi að saksækja héraðsstjórann fyrir byltingu en allt að þrjátíu ára fangelsisrefsing liggur við slíku broti. Forseti katalónska þingsins, Carme Forcadell, hefur kallað fyrirætlan spænsku stjórnarinnar „de facto coup d’état“ (byltingu í reynd). Því hafnar Alfonso Dastis, utanríkisráðherra Spánar, alfarið. „Ef einhver er að gera tilraun til byltingar, þá er það héraðsstjórn Katalóníu,“ sagði hann við BBC. „Við ætlum okkur að fylgja alfarið þeim ramma sem stjórnarskrá landsins setur.“ Það eru ekki aðeins Katalónar sem eru óánægðir með framgöngu stjórnar Rajoy í málinu. Formaður Basknesku þjóðarhreyfingarinnar hefur fordæmt framgöngu forsætisráðherrans í málinu. Sem stendur situr minnihlutastjórn í landinu. Baskar hafa varið hana falli en spurning er hvort slíkt haldi áfram. „Viðbrögð ríkisstjórnarinnar eru öfgafull og úr hófi,“ tísti Inigo Urkullu, héraðsstjóri Baska. „Hér er verið að sprengja brýr í loft upp. Héraðsstjórn Katalóníu hefur stuðning okkar til uppbyggilegrar framtíðar.“ Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira
Katalónskir aðskilnaðarsinnar munu halda baráttu sinni fyrir sjálfstæði héraðsins áfram þrátt fyrir hótanir spænskra yfirvalda um fangelsisvist. Spænska stjórnin mun líklega virkja 155. grein stjórnarskrár landsins, sem kveður á um að svipta Katalóníu sjálfstjórn sinni, í þessari viku. „Engin stjórn í lýðræðisríki getur sætt sig við það að lög séu brotin,“ sagði Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, í ávarpi á laugardag. Þar tilkynnti hann ákvörðun stjórnarinnar um að héraðið skyldi svipt sjálfstjórn. Að auki hafa spænsk stjórnvöld í hyggju að taka yfir stjórn lögreglu héraðsins og héraðsfjölmiðilsins TV3. „Ég átta mig á því að þetta eru erfiðir tímar en í sameiningu munum við komast yfir þetta líkt og við höfum áður gert,“ segir Rajoy.Alfonso Dastis, utanríkisráðherra Spánarvísir/epaÞað hefur andað köldu milli Spánar og Katalóníu frá því að sjálfstjórnarhéraðið tilkynnti að það hygðist halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort lýsa ætti yfir sjálfstæði eður ei. Lögbann var lagt á kosningarnar en þær fóru fram engu að síður. Rúmlega níutíu prósent þeirra sem mættu á kjörstað voru hlynnt sjálfstæði. Hótanir hafa gengið milli manna síðan þá. Stefnt er að því að spænska þingið verði kallað saman á föstudag til að afturkalla sjálfstjórn Katalóna. Carles Puigdemont héraðsstjóri stefnir að því að hafa þingfund í héraðsþinginu á sama tíma. Talið er næsta víst að Katalónía muni lýsa einhliða yfir sjálfstæði á næstu vikum, mögulega strax á föstudag. Saksóknari í Madríd varaði Puigdemont og aðra sjálfstæðissinna við frekara brölti af því tagi. Sagði hann að til greina kæmi að saksækja héraðsstjórann fyrir byltingu en allt að þrjátíu ára fangelsisrefsing liggur við slíku broti. Forseti katalónska þingsins, Carme Forcadell, hefur kallað fyrirætlan spænsku stjórnarinnar „de facto coup d’état“ (byltingu í reynd). Því hafnar Alfonso Dastis, utanríkisráðherra Spánar, alfarið. „Ef einhver er að gera tilraun til byltingar, þá er það héraðsstjórn Katalóníu,“ sagði hann við BBC. „Við ætlum okkur að fylgja alfarið þeim ramma sem stjórnarskrá landsins setur.“ Það eru ekki aðeins Katalónar sem eru óánægðir með framgöngu stjórnar Rajoy í málinu. Formaður Basknesku þjóðarhreyfingarinnar hefur fordæmt framgöngu forsætisráðherrans í málinu. Sem stendur situr minnihlutastjórn í landinu. Baskar hafa varið hana falli en spurning er hvort slíkt haldi áfram. „Viðbrögð ríkisstjórnarinnar eru öfgafull og úr hófi,“ tísti Inigo Urkullu, héraðsstjóri Baska. „Hér er verið að sprengja brýr í loft upp. Héraðsstjórn Katalóníu hefur stuðning okkar til uppbyggilegrar framtíðar.“
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Fleiri fréttir Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Sjá meira