Trump þakkar Twitter fyrir forsetastólinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. október 2017 23:30 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur ólíklegt að hann væri forseti Bandaríkjanna ef ekki væri fyrir samfélagsmiðilinn Twitter sem hann notar gjarnan til að koma sínum hjartans málum á framfæri. „Ég efast um að ég væri hér ef það væri ekki fyrir samfélagsmiðla, ef ég á að vera hreinskilinn,“ sagði Trump í viðtali við Sunday Morning Futures á sjónvarpstöðinni Fox News, Trump er með 41 milljón fylgjanda á Twitter og notar miðilinn óspart, ýmist til þess að tilkynna um stefnu sína sem forseti eða skjóta á þá og það sem honum mislíkar. Margir hafa gagnrýnt hann fyrir frjálslega notkun hans á samfélagsmiðlinum og segja hana ekki hæfa forseta Bandaríkjanna. Trump segir þó að með Twitter og öðrum samfélagsmiðlum geti hann komið sínum skoðunum á framfæri á fljótlegan og þægilegan hátt. „Að tísta er eins og að nota ritvél. Þegar ég set eitthvað í loftið setjið þið strax í sjónvarpið,“ sagði Trump við þáttastjórnendur þáttarins. Þá segir Trump að með Twitter geti hann komið sér hjá því að koma skilaboðum sínum á framfæri í gegnum fjölmiðla sem hann segir ósanngjarna í sinn garð. „Þegar einhver segir eitthvað um mig get ég séð um það sjálfur. Ef það væri á hinn veginn gæti ég komið mínum sjónarmiðum á framfæri,“ sagði Trump. Donald Trump Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, telur ólíklegt að hann væri forseti Bandaríkjanna ef ekki væri fyrir samfélagsmiðilinn Twitter sem hann notar gjarnan til að koma sínum hjartans málum á framfæri. „Ég efast um að ég væri hér ef það væri ekki fyrir samfélagsmiðla, ef ég á að vera hreinskilinn,“ sagði Trump í viðtali við Sunday Morning Futures á sjónvarpstöðinni Fox News, Trump er með 41 milljón fylgjanda á Twitter og notar miðilinn óspart, ýmist til þess að tilkynna um stefnu sína sem forseti eða skjóta á þá og það sem honum mislíkar. Margir hafa gagnrýnt hann fyrir frjálslega notkun hans á samfélagsmiðlinum og segja hana ekki hæfa forseta Bandaríkjanna. Trump segir þó að með Twitter og öðrum samfélagsmiðlum geti hann komið sínum skoðunum á framfæri á fljótlegan og þægilegan hátt. „Að tísta er eins og að nota ritvél. Þegar ég set eitthvað í loftið setjið þið strax í sjónvarpið,“ sagði Trump við þáttastjórnendur þáttarins. Þá segir Trump að með Twitter geti hann komið sér hjá því að koma skilaboðum sínum á framfæri í gegnum fjölmiðla sem hann segir ósanngjarna í sinn garð. „Þegar einhver segir eitthvað um mig get ég séð um það sjálfur. Ef það væri á hinn veginn gæti ég komið mínum sjónarmiðum á framfæri,“ sagði Trump.
Donald Trump Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Sjá meira