Eldur við hjúkrunarheimili og hópslagsmál Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. október 2017 06:19 Verkefni lögreglunnar voru fjölbreytt í nótt. Vísir/Eyþór Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. Þurfti hún meðal annars að bregðast við ábendingu um hópslagsmál fyrir utan bar í Kópavogi um klukkan 20 í gærkvöldi. Þegar lögreglumenn mættu á vettvang voru slagsmálin yfirstaðin og ólátabelgirnir, sem jafnt voru íslenskir sem útlenskir, vildu engin eftirmál af látunum. Voru þeir því allir látnir lausir að loknu spjalli við laganna verði. Um svipað leyti réðst „ölvuð og æst kona,“ sem var gestkomandi í heimahúsi, á vinkonu sína - húsráðandann. Konan var handtekinn og vistuð í fangageymslu þar sem hún hefur fengið að sofa úr sér í nótt. Verður rætt við hana þegar ástand leyfir. Skömmu eftir miðnætti var tilkynnt um 17 ára gamlan dreng sem hafði tekið „brjálæðiskast“ á heimili sínu. Hafði hann skemmt mikið af innanstokksmunum þegar lögreglumenn mættu á vettvang. Hann var þó á bak og burt og verður málið rannsakað frekar að sögn lögreglunnar. Þá var tilkynnt um reyk frá hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi á öðrum tímanum í nótt. Eldurinn kom upp í ruslagámi sem staðsettur var við þakskýli hjúkrunarheimilisins. „Eldtungur voru farnar að teygja sig í þakskýlið en slökkviliðinu gekk vel að ráða niðurlögum eldsins“ segir í lýsingu lögreglunnar. Nokkur reykur fór inn á fyrstu hæð hjúkrunarheimilisins, aðallega í eldhús og nærliggjandi herbergi og sá slökkvilið um að reykræsta. Að sögn lögreglunnar var ekki talin þörf á að rýma hjúkrunarheimilið. Málið er nú til rannsóknar. Lögreglumál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. Þurfti hún meðal annars að bregðast við ábendingu um hópslagsmál fyrir utan bar í Kópavogi um klukkan 20 í gærkvöldi. Þegar lögreglumenn mættu á vettvang voru slagsmálin yfirstaðin og ólátabelgirnir, sem jafnt voru íslenskir sem útlenskir, vildu engin eftirmál af látunum. Voru þeir því allir látnir lausir að loknu spjalli við laganna verði. Um svipað leyti réðst „ölvuð og æst kona,“ sem var gestkomandi í heimahúsi, á vinkonu sína - húsráðandann. Konan var handtekinn og vistuð í fangageymslu þar sem hún hefur fengið að sofa úr sér í nótt. Verður rætt við hana þegar ástand leyfir. Skömmu eftir miðnætti var tilkynnt um 17 ára gamlan dreng sem hafði tekið „brjálæðiskast“ á heimili sínu. Hafði hann skemmt mikið af innanstokksmunum þegar lögreglumenn mættu á vettvang. Hann var þó á bak og burt og verður málið rannsakað frekar að sögn lögreglunnar. Þá var tilkynnt um reyk frá hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi á öðrum tímanum í nótt. Eldurinn kom upp í ruslagámi sem staðsettur var við þakskýli hjúkrunarheimilisins. „Eldtungur voru farnar að teygja sig í þakskýlið en slökkviliðinu gekk vel að ráða niðurlögum eldsins“ segir í lýsingu lögreglunnar. Nokkur reykur fór inn á fyrstu hæð hjúkrunarheimilisins, aðallega í eldhús og nærliggjandi herbergi og sá slökkvilið um að reykræsta. Að sögn lögreglunnar var ekki talin þörf á að rýma hjúkrunarheimilið. Málið er nú til rannsóknar.
Lögreglumál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira