„FIFA hefur engan áhuga á kvennafótbolta“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2017 10:00 Megan Rapinoe. Vísir/Getty Bandaríska landsliðskonan Megan Rapinoe lætur FIFA heyra það í viðtali við BBC sem var tekið í tilefni af því að Alþjóðaknattspyrnusambandið mun í kvöld verðlauna besta knattspyrnufólk heimsins í ár. Ástæðan fyrir því að Megan Rapinoe gagnrýnir sambandið harðlega er sú staðreynd að lítt þekkt og kornung knattspyrnukona er ein af þremur sem kemur til greina sem besta knattspyrnukona heima í ár. Til greina kom Lieke Martens úr Evrópumeistaraliði Hollands, bandaríska stórstjarnan Carli Lloyd og svo hin átján ára gamla Deyna Castellanos frá Venesúela sem er enn að spila með skólaliði. Deyna Castellano hefur ekki spilað fyrir atvinnumannalið og ekki einu sinni fyrir A-landslið Venesúela. Hún er í dag að spila fyrir Florida State háskólaliðið í Bandaríkjunum og er verðlaunuð aðallega fyrir frammistöðu sína með yngri landsliðum Venesúela. „Það er ekki mikil vigt í svona verðlaunum þegar á listanum er leikmaður sem ég hef ekki heyrt um áður,“ sagði hin 33 ára gamla Megan Rapinoe sem hefur spilað 127 landsleiki fyrir Bandaríkin og orðið bæði heimsmeistari og Ólympíumeistari. „Þetta gefur okkur þau skilaboð, sem og restinni af heiminum, að FIFA hafi engan áhuga á kvennafótbolta,“ sagði Rapinoe og bætir við: „Ef einhver karlmaður, sem væri ekki einu sinni atvinnumaður, yrði tilnefndur til svona verðlauna þá er ég viss um að menn myndu grípa inn í. Það eru mikil vonbrigði að það hafi ekki verið gert fyrir okkur,“ sagði Rapinoe. Rapinoe segir þetta mál sé bara sönnun þess að FIFA-samtökin séu bara „gömul, karllæg og úr sér gengin“. Hjá körlunum eru þekkt nöfn meðal þeirra sem eru tilnefndir eða þeir Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og Neymar. Megan Rapinoe er ekki sú eina sem hefur gagnrýnt þetta tilnefningu. Deyna Castellano hefur allt til þess að bera að vera framtíðarstjarna kvennafótboltans en að henni skuli vera hampað núna vekur furðu. Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Fleiri fréttir Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sjá meira
Bandaríska landsliðskonan Megan Rapinoe lætur FIFA heyra það í viðtali við BBC sem var tekið í tilefni af því að Alþjóðaknattspyrnusambandið mun í kvöld verðlauna besta knattspyrnufólk heimsins í ár. Ástæðan fyrir því að Megan Rapinoe gagnrýnir sambandið harðlega er sú staðreynd að lítt þekkt og kornung knattspyrnukona er ein af þremur sem kemur til greina sem besta knattspyrnukona heima í ár. Til greina kom Lieke Martens úr Evrópumeistaraliði Hollands, bandaríska stórstjarnan Carli Lloyd og svo hin átján ára gamla Deyna Castellanos frá Venesúela sem er enn að spila með skólaliði. Deyna Castellano hefur ekki spilað fyrir atvinnumannalið og ekki einu sinni fyrir A-landslið Venesúela. Hún er í dag að spila fyrir Florida State háskólaliðið í Bandaríkjunum og er verðlaunuð aðallega fyrir frammistöðu sína með yngri landsliðum Venesúela. „Það er ekki mikil vigt í svona verðlaunum þegar á listanum er leikmaður sem ég hef ekki heyrt um áður,“ sagði hin 33 ára gamla Megan Rapinoe sem hefur spilað 127 landsleiki fyrir Bandaríkin og orðið bæði heimsmeistari og Ólympíumeistari. „Þetta gefur okkur þau skilaboð, sem og restinni af heiminum, að FIFA hafi engan áhuga á kvennafótbolta,“ sagði Rapinoe og bætir við: „Ef einhver karlmaður, sem væri ekki einu sinni atvinnumaður, yrði tilnefndur til svona verðlauna þá er ég viss um að menn myndu grípa inn í. Það eru mikil vonbrigði að það hafi ekki verið gert fyrir okkur,“ sagði Rapinoe. Rapinoe segir þetta mál sé bara sönnun þess að FIFA-samtökin séu bara „gömul, karllæg og úr sér gengin“. Hjá körlunum eru þekkt nöfn meðal þeirra sem eru tilnefndir eða þeir Lionel Messi, Cristiano Ronaldo og Neymar. Megan Rapinoe er ekki sú eina sem hefur gagnrýnt þetta tilnefningu. Deyna Castellano hefur allt til þess að bera að vera framtíðarstjarna kvennafótboltans en að henni skuli vera hampað núna vekur furðu.
Fótbolti HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Handbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Fleiri fréttir Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Guéhi ekki til Liverpool Rúnar Þór til Íslendingaliðsins Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Isak mættur á Anfield Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki