Samstaða foreldra aldrei mikilvægari Bryndís Jónsdóttir skrifar 24. október 2017 07:00 Fréttir af íslenska módelinu fara nú eins og eldur í sinu um heimsbyggðina. Hvernig tókst Íslendingum að minnka umtalsverða unglingadrykkju niður í nánast ekki neitt á nokkrum árum? Íslenskir skólastjórar fara til Singapore til að fræðast um það hvernig börn í Singapore ná svona góðum árangri á PISA-prófinu en fjölmiðlar frá Singapore koma til Íslands til að fræðast um öflugt forvarnastarf á Íslandi og íslenska módelið.Hvað er íslenska módelið? Íslenska módelið snýst um að ná til og virkja aðila í nærumhverfi barna. Foreldrar, skólar, íþróttafélög, félagsmiðstöðvar og aðrir sem vinna með eða að hagsmunum barna taka höndum saman til að stuðla að því að börn og ungmenni noti tíma sinn á uppbyggilegan hátt, í þeim tilgangi að draga úr áfengis- og/eða vímuefnanotkun. Árangurinn sem náðist var engin tilviljun. Samstillt átak allra þessara aðila, aukin tækifæri barna- og ungmenna til tómstundaiðkunar og viðhorfsbreyting hjá foreldrum, allt þetta skipti verulegu máli. Aðgerðir voru byggðar á rannsóknum og vegna smæðar þjóðfélagsins gekk hratt fyrir sig að taka stöðuna, taka ákvörðun um aðgerðir og mæla síðan árangurinn. Áfengisneysla hefur haldist nokkuð stöðugt lág en ýmsar aðrar hættur steðja að börnum og ungmennum í dag. Aukinn kvíði og þunglyndi meðal barna og ungmenna er áhyggjuefni og einnig má nefna skort á svefni, ofnotkun á tölvuleikjum og hömluleysi á samfélagsmiðlum.Forvarnastarfi lýkur aldrei Foreldrar í dag mega ekki sofna á verðinum og halda að gott ástand í forvarnamálum vegna íslenska módelsins vari að eilífu. Forvarnir eru eilífðarverkefni og nú sem aldrei fyrr er ástæða fyrir foreldra til að taka höndum saman og halda utan um börnin, bæði sín eigin og börnin í þeirra nærsamfélagi, bekknum, íþróttafélaginu og tómstundastarfinu. Samstilltir foreldrar geta haft úrslitaáhrif þegar kemur að forvarnastarfi og því höfum við hjá Heimili og skóla lagt áherslu á að hvetja foreldra í bekkjum og árgöngum til samstarfs og samtals um uppeldisleg gildi og sameiginlegar reglur.Foreldrasáttmáli Heimilis og skóla Foreldrasáttmáli Heimilis og skóla hentar vel til þess að fá foreldra grunnskólabarna til að ræða saman. Hann er til í þremur útgáfum fyrir mismunandi aldur og tekur á málum eins og útivistartíma, einelti og samskiptum, aðgengi að efni á netinu, bekkjaranda, þátttöku foreldra, náminu, eftirlitslausum samkvæmum, neyslu tóbaks, áfengis og annarra vímuefna, svefni og næringu, allt í samræmi við aldur og þroska nemenda. Foreldrasáttmálann er best að leggja fyrir í bekk eða árgangi á fundi foreldra þar sem sáttmálinn er ræddur og foreldrar skrifa síðan undir samþykki um að fara eftir þeim reglum sem þeir verða ásáttir um. Hægt er að nálgast veggspjöld með sáttmálanum á skrifstofu Heimilis og skóla, ásamt ítarefni, án endurgjalds og einnig er hægt að prenta hann út af heimasíðu Heimilis og skóla www.heimiliogskoli.is. Sáttmálinn er á íslensku en er fáanlegur á pólsku á heimasíðunni. Höfundur er verkefnastjóri hjá Heimili og skóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Skoðun Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttir af íslenska módelinu fara nú eins og eldur í sinu um heimsbyggðina. Hvernig tókst Íslendingum að minnka umtalsverða unglingadrykkju niður í nánast ekki neitt á nokkrum árum? Íslenskir skólastjórar fara til Singapore til að fræðast um það hvernig börn í Singapore ná svona góðum árangri á PISA-prófinu en fjölmiðlar frá Singapore koma til Íslands til að fræðast um öflugt forvarnastarf á Íslandi og íslenska módelið.Hvað er íslenska módelið? Íslenska módelið snýst um að ná til og virkja aðila í nærumhverfi barna. Foreldrar, skólar, íþróttafélög, félagsmiðstöðvar og aðrir sem vinna með eða að hagsmunum barna taka höndum saman til að stuðla að því að börn og ungmenni noti tíma sinn á uppbyggilegan hátt, í þeim tilgangi að draga úr áfengis- og/eða vímuefnanotkun. Árangurinn sem náðist var engin tilviljun. Samstillt átak allra þessara aðila, aukin tækifæri barna- og ungmenna til tómstundaiðkunar og viðhorfsbreyting hjá foreldrum, allt þetta skipti verulegu máli. Aðgerðir voru byggðar á rannsóknum og vegna smæðar þjóðfélagsins gekk hratt fyrir sig að taka stöðuna, taka ákvörðun um aðgerðir og mæla síðan árangurinn. Áfengisneysla hefur haldist nokkuð stöðugt lág en ýmsar aðrar hættur steðja að börnum og ungmennum í dag. Aukinn kvíði og þunglyndi meðal barna og ungmenna er áhyggjuefni og einnig má nefna skort á svefni, ofnotkun á tölvuleikjum og hömluleysi á samfélagsmiðlum.Forvarnastarfi lýkur aldrei Foreldrar í dag mega ekki sofna á verðinum og halda að gott ástand í forvarnamálum vegna íslenska módelsins vari að eilífu. Forvarnir eru eilífðarverkefni og nú sem aldrei fyrr er ástæða fyrir foreldra til að taka höndum saman og halda utan um börnin, bæði sín eigin og börnin í þeirra nærsamfélagi, bekknum, íþróttafélaginu og tómstundastarfinu. Samstilltir foreldrar geta haft úrslitaáhrif þegar kemur að forvarnastarfi og því höfum við hjá Heimili og skóla lagt áherslu á að hvetja foreldra í bekkjum og árgöngum til samstarfs og samtals um uppeldisleg gildi og sameiginlegar reglur.Foreldrasáttmáli Heimilis og skóla Foreldrasáttmáli Heimilis og skóla hentar vel til þess að fá foreldra grunnskólabarna til að ræða saman. Hann er til í þremur útgáfum fyrir mismunandi aldur og tekur á málum eins og útivistartíma, einelti og samskiptum, aðgengi að efni á netinu, bekkjaranda, þátttöku foreldra, náminu, eftirlitslausum samkvæmum, neyslu tóbaks, áfengis og annarra vímuefna, svefni og næringu, allt í samræmi við aldur og þroska nemenda. Foreldrasáttmálann er best að leggja fyrir í bekk eða árgangi á fundi foreldra þar sem sáttmálinn er ræddur og foreldrar skrifa síðan undir samþykki um að fara eftir þeim reglum sem þeir verða ásáttir um. Hægt er að nálgast veggspjöld með sáttmálanum á skrifstofu Heimilis og skóla, ásamt ítarefni, án endurgjalds og einnig er hægt að prenta hann út af heimasíðu Heimilis og skóla www.heimiliogskoli.is. Sáttmálinn er á íslensku en er fáanlegur á pólsku á heimasíðunni. Höfundur er verkefnastjóri hjá Heimili og skóla.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason Skoðun