Bankagjöfin álíka stór og Leiðréttingin Sigurður Mikael Jónsson skrifar 24. október 2017 06:00 Sigmundur Davíð hefur miklar hugmyndir um endurskipulagningu fjármálakerfisins. vísir/ernir Þriðjungshlutur í Arion banka, sem Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar lofar að afhenda öllum Íslendingum til jafns, gæti verið 60-70 milljarða króna virði. Það þýðir að hlutur hvers mannsbarns á Íslandi í dag gæti verið metinn á bilinu 174 til 212 þúsund krónur. Sigmundur Davíð segir að það sé nokkuð nærri lagi miðað við umsagnir sem hann óskaði eftir. Eitt umtalaðasta stóra stefnumál stjórnmálaflokka fyrir þingkosningarnar nú er áhersla Miðflokksins á að ríkið nýti forkaupsrétt á Arion banka, afhendi landsmönnum þriðjungshlut í bankanum, selji þriðjung í opnu útboði og haldi eftir þriðjungi þar til markaður hefur myndast með hlutabréf í bankanum. En hvað gæti hver fengið í sinn hlut ef af verður? Bókfært eigið fé Arion banka gefur hugmynd um það. Það var 222 milljarðar um mitt þetta ár. Miðað við það gæti þriðjungshlutur í Arion banka verið metinn á um 73 milljarða króna. Ef hins vegar er miðað við sölugengið 0,81 líkt og tilfellið var við sölu á 29 prósenta hlut í bankanum til vogunarsjóða og Goldman Sachs í mars síðastliðnum þá gæti þriðjungshluturinn verið metinn á um 60 milljarða. Íslendingar voru samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar 343.960 á öðrum ársfjórðungi 2017 en í stefnuskrá Miðflokksins er miðað við að hver Íslendingur sem er lifandi á tímabilinu 1. desember 2018 til 1. desember 2019 eignist eitt hlutabréf í bankanum. Íslendingar verða því vafalaust orðnir fleiri þá. Miðað við mannfjöldann nú væri hlutur hvers mannsbarns á Íslandi 174 þúsund króna virði miðað við 60 milljarða verðmat á þriðjungshlutnum. Ef miðað er við að þriðjungshluturinn sé 73 milljarða króna virði er hver hlutur ríflega 212 þúsund króna virði. „Ég spurði nokkra álits sem voru á svipuðum slóðum, á milli 150-200 þúsund krónur, þegar búið væri að minnka bankann sem er hluti af þessum aðgerðum,“ segir Sigmundur Davíð um eigin áætlanir á virði hlutar hvers og eins. Gert er ráð fyrir að almenningi yrði ekki heimilt að selja bréf sín fyrr en í fyrsta lagi eftir þrjú ár, en af hverju að gefa almenningi hlut í banka? „Þetta eru peningar sem verða í eigu almennings, þegar bankinn er kominn. Í tilvikum barna og ungs fólks gæti það ávaxtað þessi hlutabréf og notað sem útborgun í íbúð eða eitthvað slíkt síðar. En aðallega er þetta til þess að koma bankanum í dreift eignarhald með aðferð sem er sanngjörn.“ Til samanburðar þá fóru 72 milljarðar í lækkun höfuðstóls verðtryggðra skulda í Leiðréttingunni, sem var eitt af stóru loforðum Sigmundar Davíðs sem formanns Framsóknar fyrir kosningar 2013. Ljóst er að hugmyndir Sigmundar nú um að útdeila verðmætum í formi hlutabréfa í banka eru af svipaðri stærðargráðu. Sigmundur viðurkennir að hafa ekki hugsað út í það samhengi enda tilgangurinn annar nú. „En í báðum tilvikum snýst þetta um að láta fólk hafa það sem það á nú þegar með réttu að okkar mati.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þriðjungshlutur í Arion banka, sem Miðflokkur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar lofar að afhenda öllum Íslendingum til jafns, gæti verið 60-70 milljarða króna virði. Það þýðir að hlutur hvers mannsbarns á Íslandi í dag gæti verið metinn á bilinu 174 til 212 þúsund krónur. Sigmundur Davíð segir að það sé nokkuð nærri lagi miðað við umsagnir sem hann óskaði eftir. Eitt umtalaðasta stóra stefnumál stjórnmálaflokka fyrir þingkosningarnar nú er áhersla Miðflokksins á að ríkið nýti forkaupsrétt á Arion banka, afhendi landsmönnum þriðjungshlut í bankanum, selji þriðjung í opnu útboði og haldi eftir þriðjungi þar til markaður hefur myndast með hlutabréf í bankanum. En hvað gæti hver fengið í sinn hlut ef af verður? Bókfært eigið fé Arion banka gefur hugmynd um það. Það var 222 milljarðar um mitt þetta ár. Miðað við það gæti þriðjungshlutur í Arion banka verið metinn á um 73 milljarða króna. Ef hins vegar er miðað við sölugengið 0,81 líkt og tilfellið var við sölu á 29 prósenta hlut í bankanum til vogunarsjóða og Goldman Sachs í mars síðastliðnum þá gæti þriðjungshluturinn verið metinn á um 60 milljarða. Íslendingar voru samkvæmt nýjustu tölum Hagstofunnar 343.960 á öðrum ársfjórðungi 2017 en í stefnuskrá Miðflokksins er miðað við að hver Íslendingur sem er lifandi á tímabilinu 1. desember 2018 til 1. desember 2019 eignist eitt hlutabréf í bankanum. Íslendingar verða því vafalaust orðnir fleiri þá. Miðað við mannfjöldann nú væri hlutur hvers mannsbarns á Íslandi 174 þúsund króna virði miðað við 60 milljarða verðmat á þriðjungshlutnum. Ef miðað er við að þriðjungshluturinn sé 73 milljarða króna virði er hver hlutur ríflega 212 þúsund króna virði. „Ég spurði nokkra álits sem voru á svipuðum slóðum, á milli 150-200 þúsund krónur, þegar búið væri að minnka bankann sem er hluti af þessum aðgerðum,“ segir Sigmundur Davíð um eigin áætlanir á virði hlutar hvers og eins. Gert er ráð fyrir að almenningi yrði ekki heimilt að selja bréf sín fyrr en í fyrsta lagi eftir þrjú ár, en af hverju að gefa almenningi hlut í banka? „Þetta eru peningar sem verða í eigu almennings, þegar bankinn er kominn. Í tilvikum barna og ungs fólks gæti það ávaxtað þessi hlutabréf og notað sem útborgun í íbúð eða eitthvað slíkt síðar. En aðallega er þetta til þess að koma bankanum í dreift eignarhald með aðferð sem er sanngjörn.“ Til samanburðar þá fóru 72 milljarðar í lækkun höfuðstóls verðtryggðra skulda í Leiðréttingunni, sem var eitt af stóru loforðum Sigmundar Davíðs sem formanns Framsóknar fyrir kosningar 2013. Ljóst er að hugmyndir Sigmundar nú um að útdeila verðmætum í formi hlutabréfa í banka eru af svipaðri stærðargráðu. Sigmundur viðurkennir að hafa ekki hugsað út í það samhengi enda tilgangurinn annar nú. „En í báðum tilvikum snýst þetta um að láta fólk hafa það sem það á nú þegar með réttu að okkar mati.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira