Tollgæslan á að vera með eftirlit þar sem þjófnaðurinn átti sér stað Jóhann K. Jóhannsson skrifar 24. október 2017 19:00 Með ólíkindum þykir að tveimur mönnum hafi tekist um árabil að stela tollfrjálsum varningi á Keflavíkurflugvelli án þess að Tollgæslan hafi orðið þess vör og koma honum út fyrir öryggissvæðið. Mennirnir voru handteknir af lögreglunni á Suðurnesjum fyrr í mánuðinum eftir að upp komst um þjófnaðinn fyrir tilviljun. Þriðji maðurinn sem hefur aðkomu að málinu sá um að koma þýfinu í verð. Upp komst um athæfið við rýrnunareftirlit innan fyrirtækisins um miðjan júlí og var lögreglan kölluð til. Rannsókn hennar leiddi í ljós að starfsmennirnir höfðu lengi stundað þjófnað, einkum á nautalundum og lambakjöti, úr frystiklefa flugþjónustufyrirtækisins. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu störfuðu tveir mannanna flugvélaþjónustu IGS á Keflavíkurflugvelli. Annar hafði starfa hjá fyrirtækinu í um ár en hinn töluvert lengur. Vegna starfa sinna höfðu þeir aðgang að inn á flugverndarsvæði flugvallarins og talið er að einhverjum tilfellum hafi nýtt ökutæki IGS til þess að koma þýfinu út fyrir. Vegna rannsóknar málsins skoðaði lögregla upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu og kom þar í ljós að mennirnir höfðu verið stórtækir við þjófnaðinn en þeir sáust bera kjöt úr frystigeymslum í kassavís. Annar þeirra hafði ný lokið við að stela þrjátíu kössum af kjöti þegar lögregla handtók hann. Húsleitir voru gerðar hjá starfsmönnunum og vitorðsmanni þeirra og fundust meðal annars átján sígarettukarton og 168 kíló og nautakjöti í frystigeymslum vitorðsmannsins. Lögreglan á Suðurnesjum telur málið upplýst en allir mennirnir hafa játað aðild sína. Ekki er vitað hversu miklu kjöti var stolið en samkvæmt upplýsingum er um að ræða umtalsverða fjármuni. Samkvæmt heimildum fréttastofu varð ekki öryggisrof á flugvernarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll vegna málsins þar sem enginn fór inn á svæðið sem ekki hafði heimild til þess á þeim tíma. Aðilar sem fréttastofa ræddi við í dag, og eru með starfsemi inni á svæðinu, segja það hreint ótrúlegt að þjófnaður sem þessi hafi staðið eins lengi og raun ber vitni en eftirlit með tollfrjálsum varningi á þessum svæði er í hönum Tollgæslunnar. Tengdar fréttir Þrír handteknir fyrir umfangsmikinn þjófnað á Keflavíkurflugvelli Lögreglan á Suðurnesjum handtók fyrr í mánuðinum þrjá karlmenn vegna stórfellds þjófnaðar á tollfrjálsum varningi frá flugþjónustufyrirtæki á Keflavíkurflugvelli. 24. október 2017 08:53 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Sjá meira
Með ólíkindum þykir að tveimur mönnum hafi tekist um árabil að stela tollfrjálsum varningi á Keflavíkurflugvelli án þess að Tollgæslan hafi orðið þess vör og koma honum út fyrir öryggissvæðið. Mennirnir voru handteknir af lögreglunni á Suðurnesjum fyrr í mánuðinum eftir að upp komst um þjófnaðinn fyrir tilviljun. Þriðji maðurinn sem hefur aðkomu að málinu sá um að koma þýfinu í verð. Upp komst um athæfið við rýrnunareftirlit innan fyrirtækisins um miðjan júlí og var lögreglan kölluð til. Rannsókn hennar leiddi í ljós að starfsmennirnir höfðu lengi stundað þjófnað, einkum á nautalundum og lambakjöti, úr frystiklefa flugþjónustufyrirtækisins. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu störfuðu tveir mannanna flugvélaþjónustu IGS á Keflavíkurflugvelli. Annar hafði starfa hjá fyrirtækinu í um ár en hinn töluvert lengur. Vegna starfa sinna höfðu þeir aðgang að inn á flugverndarsvæði flugvallarins og talið er að einhverjum tilfellum hafi nýtt ökutæki IGS til þess að koma þýfinu út fyrir. Vegna rannsóknar málsins skoðaði lögregla upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu og kom þar í ljós að mennirnir höfðu verið stórtækir við þjófnaðinn en þeir sáust bera kjöt úr frystigeymslum í kassavís. Annar þeirra hafði ný lokið við að stela þrjátíu kössum af kjöti þegar lögregla handtók hann. Húsleitir voru gerðar hjá starfsmönnunum og vitorðsmanni þeirra og fundust meðal annars átján sígarettukarton og 168 kíló og nautakjöti í frystigeymslum vitorðsmannsins. Lögreglan á Suðurnesjum telur málið upplýst en allir mennirnir hafa játað aðild sína. Ekki er vitað hversu miklu kjöti var stolið en samkvæmt upplýsingum er um að ræða umtalsverða fjármuni. Samkvæmt heimildum fréttastofu varð ekki öryggisrof á flugvernarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll vegna málsins þar sem enginn fór inn á svæðið sem ekki hafði heimild til þess á þeim tíma. Aðilar sem fréttastofa ræddi við í dag, og eru með starfsemi inni á svæðinu, segja það hreint ótrúlegt að þjófnaður sem þessi hafi staðið eins lengi og raun ber vitni en eftirlit með tollfrjálsum varningi á þessum svæði er í hönum Tollgæslunnar.
Tengdar fréttir Þrír handteknir fyrir umfangsmikinn þjófnað á Keflavíkurflugvelli Lögreglan á Suðurnesjum handtók fyrr í mánuðinum þrjá karlmenn vegna stórfellds þjófnaðar á tollfrjálsum varningi frá flugþjónustufyrirtæki á Keflavíkurflugvelli. 24. október 2017 08:53 Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Sjá meira
Þrír handteknir fyrir umfangsmikinn þjófnað á Keflavíkurflugvelli Lögreglan á Suðurnesjum handtók fyrr í mánuðinum þrjá karlmenn vegna stórfellds þjófnaðar á tollfrjálsum varningi frá flugþjónustufyrirtæki á Keflavíkurflugvelli. 24. október 2017 08:53