Leikmenn Lazio mæta allir í leikinn í kvöld í treyju með mynd af Önnu Frank Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2017 16:30 Anna Frank. Vísir/Getty Ítalska félagið Lazio og Sería A ætla að taka saman höndum í baráttunni gegn gyðingahatri á Ítalíu en stuðningsmenn Lazio voru staðnir að verki um síðustu helgi og það kallaði á aðgerðir. Stuðningsmenn Lazio spreyjuðu um helgina slagorð, merki og tákn tengdu gyðingahatri á veggi á Ólympíuleikvanginum í Róm og dreifðu auk þess myndum af Önnu Frank í búningi erkifjendanna í Roma. Framkoma stuðningsmannanna hefur verið fordæmd og harðlega gagnrýnd á Ítalíu en þetta er ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn Lazio gerast sekir um svona hegðun. Oftar en ekki nota þeir gyðingahatrið til að gera lítið úr erkifjendum sínum í AS Roma.Today @repubblica responded to LAZIO fans Anti-Semitic Anna Frank stickers left at the Olimpico: "We're all Anna Frank". pic.twitter.com/AYVXvcu7L3 — Everything Napoli (@NaplesAndNapoli) October 24, 2017 Anna Frank er táningsstelpa sem dó í útrýmingarbúðum nasista árið 1945 en dagbók hennar frá stríðstímanum er ein frægasta heimild um líf ofsóttra gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni. Claudio Lotito, forseti Lazio, hefur hafið herferð gegn gyðingahatri stuðningsmanna félagsins. Hann heimsótti minnisvarða um helför gyðinga í gær og ætlar líka að senda 200 unga Lazio-stuðningsmenn í heimsókn til Auschwitz þar sem aðalútrýmingarbúðir nasista voru í seinni heimsstyrjöldinni. Lazio mætir Bologna í kvöld og munu leikmenn Lazio- liðsins mæta allir til leiks í treyju með mynd af Önnu Frank. Þá verður lesið upp úr dagbók Önnu Frank í hátalarakerfinu á öllum leikvöngum í Seríu A, B og C í þessari viku. Dagbókarfærslan hennar er frá 15. júlí 1944.Guardian segir frá. Ítalski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Ítalska félagið Lazio og Sería A ætla að taka saman höndum í baráttunni gegn gyðingahatri á Ítalíu en stuðningsmenn Lazio voru staðnir að verki um síðustu helgi og það kallaði á aðgerðir. Stuðningsmenn Lazio spreyjuðu um helgina slagorð, merki og tákn tengdu gyðingahatri á veggi á Ólympíuleikvanginum í Róm og dreifðu auk þess myndum af Önnu Frank í búningi erkifjendanna í Roma. Framkoma stuðningsmannanna hefur verið fordæmd og harðlega gagnrýnd á Ítalíu en þetta er ekki í fyrsta sinn sem stuðningsmenn Lazio gerast sekir um svona hegðun. Oftar en ekki nota þeir gyðingahatrið til að gera lítið úr erkifjendum sínum í AS Roma.Today @repubblica responded to LAZIO fans Anti-Semitic Anna Frank stickers left at the Olimpico: "We're all Anna Frank". pic.twitter.com/AYVXvcu7L3 — Everything Napoli (@NaplesAndNapoli) October 24, 2017 Anna Frank er táningsstelpa sem dó í útrýmingarbúðum nasista árið 1945 en dagbók hennar frá stríðstímanum er ein frægasta heimild um líf ofsóttra gyðinga í seinni heimsstyrjöldinni. Claudio Lotito, forseti Lazio, hefur hafið herferð gegn gyðingahatri stuðningsmanna félagsins. Hann heimsótti minnisvarða um helför gyðinga í gær og ætlar líka að senda 200 unga Lazio-stuðningsmenn í heimsókn til Auschwitz þar sem aðalútrýmingarbúðir nasista voru í seinni heimsstyrjöldinni. Lazio mætir Bologna í kvöld og munu leikmenn Lazio- liðsins mæta allir til leiks í treyju með mynd af Önnu Frank. Þá verður lesið upp úr dagbók Önnu Frank í hátalarakerfinu á öllum leikvöngum í Seríu A, B og C í þessari viku. Dagbókarfærslan hennar er frá 15. júlí 1944.Guardian segir frá.
Ítalski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira