Oftast samtal við almættið Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. október 2017 10:45 Aðalsteinn Ásberg segir hafa verið af miklu að taka þegar efnisskráin var valin. "Þetta verður úrval, en gott úrval.“ Vísir/Ernir Sálmarnir mínir eru leikmannsþankar um lífið og tilveruna, ortir út frá tilfinningum og persónulegri reynslu. Oftast samtal við almættið,“ segir skáldið Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Tilefnið er tónleikarnir Sálmar á nýrri öld sem verða í Hallgrímskirkju á föstudag og hefjast klukkan 20. Þar er um að ræða sálma sem Aðalsteinn Ásberg hefur ort og Sigurður Flosason samið tónlist við. Lögin eru útsett fyrir fjögurra radda kór og sungin af Scola cantorum undir stjórn Harðar Áskelssonar. Dagskráin er hluti Lúthersdaga sem standa yfir í kirkjunni 26. til 31. október, í tilefni af 500 ára afmæli siðbótarinnar, og líka flutt til heiðurs Hallgrími Péturssyni á afmælisdegi hans.Sálmar Aðalsteins og Sigurðar hafa sumir þegar öðlast vinsældir enda gaf Skálholtsútgáfan þá út árið 2010 í heftinu Sálmar á nýrri öld. „Ég hef fengið góð viðbrögð frá almenningi og margir kórar hafa nýtt sér efnið. Stundum þegar ég kveiki á útvarpsmessunni á sunnudögum heyri ég sálm sem ég kannast við að hafa átt þátt í að búa til,“ segir Aðalsteinn Ásberg sem ekki kveðst setja sig í sérstakar stellingar þegar hann yrkir sálma. „Þeir eru bara hluti af mínum yrkingum. Siggi Flosa, félagi minn, á auðvitað heiðurinn af tónlistinni. Allt byrjaði með einu jólaljóði og svo hefur þetta undið upp á sig eftir því sem tíminn líður.“ Höfundarnir völdu lög fyrir tónleikana með Herði söngstjóra og ætla að koma þar fram. „Ég ætla aðeins að segja frá og lesa upp og Siggi útskýrir sinn þátt. Þannig verða tónleikarnir aðeins brotnir upp. Scola cantorum er frábær kór og það er spennandi að heyra verk sín í flutningi hans.“ Enn hefur Aðalsteinn Ásberg ekki komist í hefðbundnu sálmabókina en kveðst eiga talsvert marga í nýrri tilraunaútgáfu sem kemur út endurbætt á næsta ári. „Þegar maður skoðar sálmasöguna sést að langflest sálmaskáld eru prestar og guðfræðingar. Sýn mín er því dálítið önnur en ég á mína trú.“ Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sálmarnir mínir eru leikmannsþankar um lífið og tilveruna, ortir út frá tilfinningum og persónulegri reynslu. Oftast samtal við almættið,“ segir skáldið Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Tilefnið er tónleikarnir Sálmar á nýrri öld sem verða í Hallgrímskirkju á föstudag og hefjast klukkan 20. Þar er um að ræða sálma sem Aðalsteinn Ásberg hefur ort og Sigurður Flosason samið tónlist við. Lögin eru útsett fyrir fjögurra radda kór og sungin af Scola cantorum undir stjórn Harðar Áskelssonar. Dagskráin er hluti Lúthersdaga sem standa yfir í kirkjunni 26. til 31. október, í tilefni af 500 ára afmæli siðbótarinnar, og líka flutt til heiðurs Hallgrími Péturssyni á afmælisdegi hans.Sálmar Aðalsteins og Sigurðar hafa sumir þegar öðlast vinsældir enda gaf Skálholtsútgáfan þá út árið 2010 í heftinu Sálmar á nýrri öld. „Ég hef fengið góð viðbrögð frá almenningi og margir kórar hafa nýtt sér efnið. Stundum þegar ég kveiki á útvarpsmessunni á sunnudögum heyri ég sálm sem ég kannast við að hafa átt þátt í að búa til,“ segir Aðalsteinn Ásberg sem ekki kveðst setja sig í sérstakar stellingar þegar hann yrkir sálma. „Þeir eru bara hluti af mínum yrkingum. Siggi Flosa, félagi minn, á auðvitað heiðurinn af tónlistinni. Allt byrjaði með einu jólaljóði og svo hefur þetta undið upp á sig eftir því sem tíminn líður.“ Höfundarnir völdu lög fyrir tónleikana með Herði söngstjóra og ætla að koma þar fram. „Ég ætla aðeins að segja frá og lesa upp og Siggi útskýrir sinn þátt. Þannig verða tónleikarnir aðeins brotnir upp. Scola cantorum er frábær kór og það er spennandi að heyra verk sín í flutningi hans.“ Enn hefur Aðalsteinn Ásberg ekki komist í hefðbundnu sálmabókina en kveðst eiga talsvert marga í nýrri tilraunaútgáfu sem kemur út endurbætt á næsta ári. „Þegar maður skoðar sálmasöguna sést að langflest sálmaskáld eru prestar og guðfræðingar. Sýn mín er því dálítið önnur en ég á mína trú.“
Menning Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira