Áfram með smjörið Sigurjón Njarðarson skrifar 25. október 2017 15:00 Með aukinni sjósókn á Íslandi sköpuðust loksins skilyrði til að aflétta hinni skelfilegu vistaránauð sem hafði legið eins og mara á íslenskum almenningi um aldir. Í framhaldi varð loksins valkostur fyrir íslenskan almenning að setjast að í þéttbýli. Að óathuguðu máli mætti maður ætla að við þetta hafi íslenskir bændur verið í verri stöðu en áður, hafandi misst vinnumennina sína og í einhverjum tilfellum tekjur af verbúðarsókn. Myndun þéttbýlis fylgdu þó ófyrirséðir möguleikar fyrir hið breytingarfælna bændasamfélag. Með henni varð til innlendur markaður fyrir landbúnaðarafurðir. Það er staðreynd sem við nefnum ótrúlega sjaldan að um áratugaskeið var landbúnaðarmarkaður á Íslandi frjáls. Í þéttbýlunum voru sérstakar mjólkurbúðir og töldu sumir viðskiptavinir sig kenna töluverðan mun á bragði mjólkur eftir því hvar þeir keyptu hana. Í fyrsta skipti um aldir skapaðist líka eftirspurn eftir nýsköpun og framþróun landbúnaðarafurða. Þekkt er dæmið um smjörið. Fram að seinni heimstyrjöld var smjörgerð á Íslandi með ýmsum hætti. Í Flóanum tók til starfa 1905 sérstakt rjómabú sem hóf smjörgerð. Allnokkur slík í viðbót opnuðu á næstu árum. Þess utan voru einstök býli með sína eigin smjörgerð. Það var virk samkeppni og vöruþróun með smjör. Fyrir okkur sem þekkjum bara eina tegund af smjöri kemur þetta undarlega fyrir sjónir. Staðreyndin er sú að það eru til ótal afbrigði af smjöri; smjör getur innihaldið mismunandi magn af salti, það er hægt að bragðbæta það á ýmsan hátt, smjör er líka mismunandi á bragðið eftir árstíðum. Þannig gat neytandi valið á milli þeirra smjörgerða sem honum fundust bestar. Eins og gengur á frjálsum markaði þá voru sumar gerðir vinsælli en aðrar og hækkuðu í verði. Þeir sem gerðu lakara smjör, seldu minna og fengu minna verð fyrir. Með tíð og tíma varð fákeppnismarkaður og loks einokunarmarkaður með landbúnaðarafurðir. Ástæðurnar voru svo sem skiljanlegar. Samræmd gæðastýring var nauðsynleg og mismunandi fjarlægð framleiðslueininga (býlanna) var sömuleiðis úrlausnarefni. Vandamálið er það að þeir bændur sem skiluðu betri afurð gátu ekki lengur notið þess. Afurð búskussa rann saman við betri afurðir. Eini hvatinn sem eftir var fyrir bændur til að hámarka arð sinn var að framleiða meira. Það er vel hægt að setja sig í spor þeirra sem töldu að íslenskum landbúnaði yrði best borgið í ríkisvernduðu, framleiðslu- og miðstýrðu kerfi. Um þetta var samfélagsleg og lýðræðisleg sátt um langan tíma. Útkoman er sú að landbúnaðarafurðir urðu einhæfari en þær þurftu að vera ― nýsköpun er minni en hún þarf að vera. Þótt eitthvað hafi birt til, er valmöguleikum bænda til þess að hámarka arð af sinni framleiðslu enn þá settar miklar skorður. Þeir hafa takmarkaðan aðgang að afurðarstöðvum og nýsköpun er dýr og áhættusöm. Enn þann dag í dag rennur afurð lélegri framleiðslu saman við þá betri. Ísland á ekki að vera eina landið á vesturhveli jarðar sem ekki ríkisstyrkir sinn landbúnað. Slíkt væri óráð. En styrkur til bænda verður að vera á forsendum þeirra sjálfra. Það er allra hagur að matvælaframleiðsla á Íslandi sé arðbær og hvati til gæða sé ótvíræður. Það eru sterkar vísbendingar um að matvælaneysla almennings sé í þann mund að taka miklum breytingum. Meðvitund um aðbúnað starfsmanna matvælaframleiðslu eykst sem og um aðbúnað skepna. Neytendur framtíðar munu taka mun meira tillit til framleiðsluaðferða og þeirra efna og lyfja sem notuð eru til framleiðslunnar. Íslensk matvælaframleiðsla getur verið samstíga þessari þróun, eða jafnvel á undan henni. Vonum að niðurstaðan verði ekki önnur.Sigurjón NjarðarsonHöfundur skipar 4. sætið á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Mest lesið Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Af góða fólkinu og vonda fólkinu í VR og stóra biðlaunamálinu Arnþór Sigurðsson skrifar Skoðun Venjuleg kona úr Hveragerði Árni Grétar Finnsson,Björg Ásta Þórðardóttir skrifar Skoðun Hljóð og mynd fara ekki saman Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu að grínast með þinn lífsstíl? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins er leiðtogi Eiður Welding skrifar Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar Skoðun Óvissuferð Hafnfirðinga í boði Orkuveitu Reykjavíkur Kristín María Thoroddsen skrifar Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Með aukinni sjósókn á Íslandi sköpuðust loksins skilyrði til að aflétta hinni skelfilegu vistaránauð sem hafði legið eins og mara á íslenskum almenningi um aldir. Í framhaldi varð loksins valkostur fyrir íslenskan almenning að setjast að í þéttbýli. Að óathuguðu máli mætti maður ætla að við þetta hafi íslenskir bændur verið í verri stöðu en áður, hafandi misst vinnumennina sína og í einhverjum tilfellum tekjur af verbúðarsókn. Myndun þéttbýlis fylgdu þó ófyrirséðir möguleikar fyrir hið breytingarfælna bændasamfélag. Með henni varð til innlendur markaður fyrir landbúnaðarafurðir. Það er staðreynd sem við nefnum ótrúlega sjaldan að um áratugaskeið var landbúnaðarmarkaður á Íslandi frjáls. Í þéttbýlunum voru sérstakar mjólkurbúðir og töldu sumir viðskiptavinir sig kenna töluverðan mun á bragði mjólkur eftir því hvar þeir keyptu hana. Í fyrsta skipti um aldir skapaðist líka eftirspurn eftir nýsköpun og framþróun landbúnaðarafurða. Þekkt er dæmið um smjörið. Fram að seinni heimstyrjöld var smjörgerð á Íslandi með ýmsum hætti. Í Flóanum tók til starfa 1905 sérstakt rjómabú sem hóf smjörgerð. Allnokkur slík í viðbót opnuðu á næstu árum. Þess utan voru einstök býli með sína eigin smjörgerð. Það var virk samkeppni og vöruþróun með smjör. Fyrir okkur sem þekkjum bara eina tegund af smjöri kemur þetta undarlega fyrir sjónir. Staðreyndin er sú að það eru til ótal afbrigði af smjöri; smjör getur innihaldið mismunandi magn af salti, það er hægt að bragðbæta það á ýmsan hátt, smjör er líka mismunandi á bragðið eftir árstíðum. Þannig gat neytandi valið á milli þeirra smjörgerða sem honum fundust bestar. Eins og gengur á frjálsum markaði þá voru sumar gerðir vinsælli en aðrar og hækkuðu í verði. Þeir sem gerðu lakara smjör, seldu minna og fengu minna verð fyrir. Með tíð og tíma varð fákeppnismarkaður og loks einokunarmarkaður með landbúnaðarafurðir. Ástæðurnar voru svo sem skiljanlegar. Samræmd gæðastýring var nauðsynleg og mismunandi fjarlægð framleiðslueininga (býlanna) var sömuleiðis úrlausnarefni. Vandamálið er það að þeir bændur sem skiluðu betri afurð gátu ekki lengur notið þess. Afurð búskussa rann saman við betri afurðir. Eini hvatinn sem eftir var fyrir bændur til að hámarka arð sinn var að framleiða meira. Það er vel hægt að setja sig í spor þeirra sem töldu að íslenskum landbúnaði yrði best borgið í ríkisvernduðu, framleiðslu- og miðstýrðu kerfi. Um þetta var samfélagsleg og lýðræðisleg sátt um langan tíma. Útkoman er sú að landbúnaðarafurðir urðu einhæfari en þær þurftu að vera ― nýsköpun er minni en hún þarf að vera. Þótt eitthvað hafi birt til, er valmöguleikum bænda til þess að hámarka arð af sinni framleiðslu enn þá settar miklar skorður. Þeir hafa takmarkaðan aðgang að afurðarstöðvum og nýsköpun er dýr og áhættusöm. Enn þann dag í dag rennur afurð lélegri framleiðslu saman við þá betri. Ísland á ekki að vera eina landið á vesturhveli jarðar sem ekki ríkisstyrkir sinn landbúnað. Slíkt væri óráð. En styrkur til bænda verður að vera á forsendum þeirra sjálfra. Það er allra hagur að matvælaframleiðsla á Íslandi sé arðbær og hvati til gæða sé ótvíræður. Það eru sterkar vísbendingar um að matvælaneysla almennings sé í þann mund að taka miklum breytingum. Meðvitund um aðbúnað starfsmanna matvælaframleiðslu eykst sem og um aðbúnað skepna. Neytendur framtíðar munu taka mun meira tillit til framleiðsluaðferða og þeirra efna og lyfja sem notuð eru til framleiðslunnar. Íslensk matvælaframleiðsla getur verið samstíga þessari þróun, eða jafnvel á undan henni. Vonum að niðurstaðan verði ekki önnur.Sigurjón NjarðarsonHöfundur skipar 4. sætið á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun
Skoðun Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna skrifar
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Öflugur iðnaður, sterkt samfélag – Guðrún Hafsteinsdóttir veit hvað þarf Hópur iðnaðarmanna Skoðun