
Áfram með smjörið
Myndun þéttbýlis fylgdu þó ófyrirséðir möguleikar fyrir hið breytingarfælna bændasamfélag. Með henni varð til innlendur markaður fyrir landbúnaðarafurðir. Það er staðreynd sem við nefnum ótrúlega sjaldan að um áratugaskeið var landbúnaðarmarkaður á Íslandi frjáls. Í þéttbýlunum voru sérstakar mjólkurbúðir og töldu sumir viðskiptavinir sig kenna töluverðan mun á bragði mjólkur eftir því hvar þeir keyptu hana. Í fyrsta skipti um aldir skapaðist líka eftirspurn eftir nýsköpun og framþróun landbúnaðarafurða. Þekkt er dæmið um smjörið.
Fram að seinni heimstyrjöld var smjörgerð á Íslandi með ýmsum hætti. Í Flóanum tók til starfa 1905 sérstakt rjómabú sem hóf smjörgerð. Allnokkur slík í viðbót opnuðu á næstu árum. Þess utan voru einstök býli með sína eigin smjörgerð. Það var virk samkeppni og vöruþróun með smjör. Fyrir okkur sem þekkjum bara eina tegund af smjöri kemur þetta undarlega fyrir sjónir. Staðreyndin er sú að það eru til ótal afbrigði af smjöri; smjör getur innihaldið mismunandi magn af salti, það er hægt að bragðbæta það á ýmsan hátt, smjör er líka mismunandi á bragðið eftir árstíðum. Þannig gat neytandi valið á milli þeirra smjörgerða sem honum fundust bestar. Eins og gengur á frjálsum markaði þá voru sumar gerðir vinsælli en aðrar og hækkuðu í verði. Þeir sem gerðu lakara smjör, seldu minna og fengu minna verð fyrir.
Með tíð og tíma varð fákeppnismarkaður og loks einokunarmarkaður með landbúnaðarafurðir. Ástæðurnar voru svo sem skiljanlegar. Samræmd gæðastýring var nauðsynleg og mismunandi fjarlægð framleiðslueininga (býlanna) var sömuleiðis úrlausnarefni. Vandamálið er það að þeir bændur sem skiluðu betri afurð gátu ekki lengur notið þess. Afurð búskussa rann saman við betri afurðir. Eini hvatinn sem eftir var fyrir bændur til að hámarka arð sinn var að framleiða meira.
Það er vel hægt að setja sig í spor þeirra sem töldu að íslenskum landbúnaði yrði best borgið í ríkisvernduðu, framleiðslu- og miðstýrðu kerfi. Um þetta var samfélagsleg og lýðræðisleg sátt um langan tíma. Útkoman er sú að landbúnaðarafurðir urðu einhæfari en þær þurftu að vera ― nýsköpun er minni en hún þarf að vera.
Þótt eitthvað hafi birt til, er valmöguleikum bænda til þess að hámarka arð af sinni framleiðslu enn þá settar miklar skorður. Þeir hafa takmarkaðan aðgang að afurðarstöðvum og nýsköpun er dýr og áhættusöm. Enn þann dag í dag rennur afurð lélegri framleiðslu saman við þá betri.
Ísland á ekki að vera eina landið á vesturhveli jarðar sem ekki ríkisstyrkir sinn landbúnað. Slíkt væri óráð. En styrkur til bænda verður að vera á forsendum þeirra sjálfra. Það er allra hagur að matvælaframleiðsla á Íslandi sé arðbær og hvati til gæða sé ótvíræður. Það eru sterkar vísbendingar um að matvælaneysla almennings sé í þann mund að taka miklum breytingum. Meðvitund um aðbúnað starfsmanna matvælaframleiðslu eykst sem og um aðbúnað skepna. Neytendur framtíðar munu taka mun meira tillit til framleiðsluaðferða og þeirra efna og lyfja sem notuð eru til framleiðslunnar. Íslensk matvælaframleiðsla getur verið samstíga þessari þróun, eða jafnvel á undan henni. Vonum að niðurstaðan verði ekki önnur.
Sigurjón Njarðarson
Höfundur skipar 4. sætið á lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Skoðun

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar

Engin heilbrigðisþjónusta án þeirra sem veita hana
Sandra B. Franks skrifar

Gervigreindin tekur yfir vinnustaðinn; 15 dæmi
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Sterkari saman: Flokkur í þjónustu þjóðar
Kristrún Frostadóttir skrifar

Magnaðar framfarir leikskólastarfs í Vík
Einar Freyr Elínarson skrifar

Skattahækkun
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Handtöskur og fasistar
Ásgeir K. Ólafsson skrifar

Dánaraðstoð á Bretlandseyjum í náinni framtíð
Bjarni Jónsson skrifar

„Vókið“ er dulbúin frestunarárátta
Gabríel Dagur Valgeirsson skrifar

Vókismi gagnrýndur frá vinstri
Andri Sigurðsson skrifar