Störukeppni Air Berlin og Isavia í fullum gangi Birgir Olgeirsson skrifar 25. október 2017 16:06 Við trúum ekki öðru en að þetta leysist með greiðslu, segir upplýsingafulltrúi Isavia um deilu félagsins við Air Berlin. Vísir/EPA „Við bara bíðum eftir greiðslum,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, en félagið kyrrsetti Airbus 320 farþegaþotu þýska flugfélagsins Air Berlin í síðustu viku. Isavia gerði það vegna skuldar þýska flugfélagsins við rekstrarfélag Keflavíkurflugvallar. Guðni segir þotuna enn á Keflavíkurflugvelli og þar verði hún þar til greiðsla berst. Viðræður hafa staðið yfir á milli Isavia og Air Berlin sem hafa þó ekki leitt til niðurstöðu. Spurður hvað Isavia muni gera berist greiðslan ekki svarar Guðni að Isavia trúi ekki öðru en að skuldin verði greidd. Ætlið þið að selja vélina upp í skuld? „Við trúum ekki öðru en að þetta leysist með greiðslu,“ svarar Guðni. Hann segir Isavia hafa þá stefnu að tala ekki um skuldastöðu viðskiptavina félagsins. „En hún er nógu há til að við grípum þessara aðgerða.“Guðni sagði í samtali við Stöð 2 í síðustu viku að söluvirði Airbus-þotunnar myndi svo sannarlega duga fyrir þessari skuld þýska flugfélagsins. Talsmaður Air Berlin sagði í samtali við Reuters í síðustu viku að hann teldi þessa kyrrsetningu ólöglega. Guðni sagði hins vegar við Stöð 2 að hún ætti sér stoð í lögum á Íslandi og benti á að farþegar hefðu þegar greitt þessi gjöld þegar þeir borguðu fyrir far með Air Berlin til Íslands.Í gærkvöldi birtist tilkynning á vef Samgöngustofu þar sem kom fram að þýska flugmálastjórnin hefði tilkynnt að Air Berlin myndi ekki starfa eftir 28. október næstkomandi og muni engin flug undir IATA kóða Air Berlín verða starfrækt. Flugrekendurnir Lufthansa, Eurowings, SWISS og Austrian Airline munu bjóða strandaglópum Air Berlin upp á heimflug frá 28. október til 15. nóvember næstkomandi. eir farþegar sem nýta sér þennan möguleika munu í kjölfarið fá helming heildarverðs nýja flugmiðans endurgreiddan. Þetta tilboð á við innan Evrópu en ekki innanlandsflug í Þýskalandi. Þar sem Air Berlin hefur þegar hætt flugi á lengri leiðum frá 15. október sl. og hefur tilkynnt að engir strandaglópar séu á lengri flugleiðum þá á þetta tilboð ekki við þar. Krafa um endurgreiðslu frá farþega verður að hafa borist fyrir 15. desember nk. Upplýsingar um þessi sérkjör verða kynnt á síðum þessara flugrekanda. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Kyrrsettu flugvél Air Berlin í Keflavík Isavia kyrrsetti í gærkvöld flugvél Air Berlin á Keflavíkurflugvelli vegna notendagjalda sem eru í vanskilum sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar Air Berlin. 20. október 2017 06:58 Air Berlin flýgur til Íslands þrátt fyrir skuldir Félagið þarf hins vegar að staðgreiða öll gjöld á flugvellinum jafnóðum. Talsmaður Air Berlin segir kyrrsetninguna ólöglega og óviðunandi. 20. október 2017 19:38 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sjá meira
„Við bara bíðum eftir greiðslum,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, en félagið kyrrsetti Airbus 320 farþegaþotu þýska flugfélagsins Air Berlin í síðustu viku. Isavia gerði það vegna skuldar þýska flugfélagsins við rekstrarfélag Keflavíkurflugvallar. Guðni segir þotuna enn á Keflavíkurflugvelli og þar verði hún þar til greiðsla berst. Viðræður hafa staðið yfir á milli Isavia og Air Berlin sem hafa þó ekki leitt til niðurstöðu. Spurður hvað Isavia muni gera berist greiðslan ekki svarar Guðni að Isavia trúi ekki öðru en að skuldin verði greidd. Ætlið þið að selja vélina upp í skuld? „Við trúum ekki öðru en að þetta leysist með greiðslu,“ svarar Guðni. Hann segir Isavia hafa þá stefnu að tala ekki um skuldastöðu viðskiptavina félagsins. „En hún er nógu há til að við grípum þessara aðgerða.“Guðni sagði í samtali við Stöð 2 í síðustu viku að söluvirði Airbus-þotunnar myndi svo sannarlega duga fyrir þessari skuld þýska flugfélagsins. Talsmaður Air Berlin sagði í samtali við Reuters í síðustu viku að hann teldi þessa kyrrsetningu ólöglega. Guðni sagði hins vegar við Stöð 2 að hún ætti sér stoð í lögum á Íslandi og benti á að farþegar hefðu þegar greitt þessi gjöld þegar þeir borguðu fyrir far með Air Berlin til Íslands.Í gærkvöldi birtist tilkynning á vef Samgöngustofu þar sem kom fram að þýska flugmálastjórnin hefði tilkynnt að Air Berlin myndi ekki starfa eftir 28. október næstkomandi og muni engin flug undir IATA kóða Air Berlín verða starfrækt. Flugrekendurnir Lufthansa, Eurowings, SWISS og Austrian Airline munu bjóða strandaglópum Air Berlin upp á heimflug frá 28. október til 15. nóvember næstkomandi. eir farþegar sem nýta sér þennan möguleika munu í kjölfarið fá helming heildarverðs nýja flugmiðans endurgreiddan. Þetta tilboð á við innan Evrópu en ekki innanlandsflug í Þýskalandi. Þar sem Air Berlin hefur þegar hætt flugi á lengri leiðum frá 15. október sl. og hefur tilkynnt að engir strandaglópar séu á lengri flugleiðum þá á þetta tilboð ekki við þar. Krafa um endurgreiðslu frá farþega verður að hafa borist fyrir 15. desember nk. Upplýsingar um þessi sérkjör verða kynnt á síðum þessara flugrekanda.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Kyrrsettu flugvél Air Berlin í Keflavík Isavia kyrrsetti í gærkvöld flugvél Air Berlin á Keflavíkurflugvelli vegna notendagjalda sem eru í vanskilum sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar Air Berlin. 20. október 2017 06:58 Air Berlin flýgur til Íslands þrátt fyrir skuldir Félagið þarf hins vegar að staðgreiða öll gjöld á flugvellinum jafnóðum. Talsmaður Air Berlin segir kyrrsetninguna ólöglega og óviðunandi. 20. október 2017 19:38 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sjá meira
Kyrrsettu flugvél Air Berlin í Keflavík Isavia kyrrsetti í gærkvöld flugvél Air Berlin á Keflavíkurflugvelli vegna notendagjalda sem eru í vanskilum sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar Air Berlin. 20. október 2017 06:58
Air Berlin flýgur til Íslands þrátt fyrir skuldir Félagið þarf hins vegar að staðgreiða öll gjöld á flugvellinum jafnóðum. Talsmaður Air Berlin segir kyrrsetninguna ólöglega og óviðunandi. 20. október 2017 19:38