Air Berlin flýgur til Íslands þrátt fyrir skuldir Heimir Már Pétursson skrifar 20. október 2017 19:38 Þýska flugfélagið Air Berlin getur flogið áfram til Íslands þótt ein af þotum félagsins hafi verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli vegna vangoldinna gjalda. Félagið þarf hins vegar að staðgreiða öll gjöld á flugvellinum jafnóðum. Talsmaður Air Berlin segir kyrrsetninguna ólöglega og óviðunandi. Isavia kyrrsetti Airbus 320 flugvél Air Berlin sem kom frá Dusseldorf í gærkvöldi vegna vangoldinna gjalda á Keflavíkurflugvelli. En gjöldin skiptast í lendingargjald, farþegagjald, stæðisgjald, flugverndargjald og fleira. Upplýsingafulltrúi Isavia segir fyrirtækið ekki hafa séð fram á að Air Berlin ætlaði að greiða skuldina. „Og þá notuðum við þessa 136. grein loftferðalaga um heimild til að kyrrsetja flugvél þangað til greiðsla hefur verið tryggð,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Það gæti hins vegar reynst erfitt þar sem félagið fór í greiðslustöðvun hinn 15. ágúst síðast liðinn en skuldin við Isavia varð til fyrir þann tíma. Air Berlin á sér langa sögu eða allt aftur til 1978 en upp úr aldamótum varð það annað stærsta flugfélag Þýskalands. Talsmaður flugfélagsins segir í viðtali við Reuters að kyrrsetningin sé ólögmæt og óviðunandi. En Guðni segir íslensk lög algerlega skýr hvað þetta varðar. Um háar upphæðir sé að ræða. „Þetta er innifalið í flugmiðanum þegar fólk kaupir sér flugmiða. Það er gott að taka það fram. Farþegar eru búnir að greiða fyrir þessi gjöld í rauninni.“ Air Berlin flaug átta sinnum mill Berlínar, fjórum sinnum milli Dusselforf og þrisvar milli til Munchen og Keflavíkur í sumar. Í fyrra vetur flaug félagið síðan tvisvar í viku til Berlínar og Dusseldorf. Farþegar sem komu með flugvélinni frá Dusseldorf og kyrrsett var í Keflavík í gærkvöldi komust allir nema þrír með flugvél félagsins til Berlínar síðar um kvöldið. „Við höfum ítrekað það við Air Berlin að við munum ekki aðhafast neitt varðandi flug þeirra að frátalinni þessari tilteknu flugvél. Þannig að þeir geta haldið flugáætlun sinni óhræddir áfram.“Þannig að þessi flugvél dugar fyrir reikningnum? „Já svo sannarlega.“ Air Berlin er ekki að safna nýjum skuldum við Isavia og hefur þurft að staðgreiða öll gjöld til Isavía frá 15 ágúst þegar það fór í greiðslustöðvun, en Guðni segir flugvélinni verða haldið þar til gengið hafi verið frá greiðslu skuldarinnar. Flugfélagið hefur hins vegar lýst yfir að það muni hætta alfarið starfsemi eftir um viku, eða hinn 28. október. Tengdar fréttir Kyrrsettu flugvél Air Berlin í Keflavík Isavia kyrrsetti í gærkvöld flugvél Air Berlin á Keflavíkurflugvelli vegna notendagjalda sem eru í vanskilum sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar Air Berlin. 20. október 2017 06:58 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Innlent Fleiri fréttir „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Sjá meira
Þýska flugfélagið Air Berlin getur flogið áfram til Íslands þótt ein af þotum félagsins hafi verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli vegna vangoldinna gjalda. Félagið þarf hins vegar að staðgreiða öll gjöld á flugvellinum jafnóðum. Talsmaður Air Berlin segir kyrrsetninguna ólöglega og óviðunandi. Isavia kyrrsetti Airbus 320 flugvél Air Berlin sem kom frá Dusseldorf í gærkvöldi vegna vangoldinna gjalda á Keflavíkurflugvelli. En gjöldin skiptast í lendingargjald, farþegagjald, stæðisgjald, flugverndargjald og fleira. Upplýsingafulltrúi Isavia segir fyrirtækið ekki hafa séð fram á að Air Berlin ætlaði að greiða skuldina. „Og þá notuðum við þessa 136. grein loftferðalaga um heimild til að kyrrsetja flugvél þangað til greiðsla hefur verið tryggð,“ segir Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia. Það gæti hins vegar reynst erfitt þar sem félagið fór í greiðslustöðvun hinn 15. ágúst síðast liðinn en skuldin við Isavia varð til fyrir þann tíma. Air Berlin á sér langa sögu eða allt aftur til 1978 en upp úr aldamótum varð það annað stærsta flugfélag Þýskalands. Talsmaður flugfélagsins segir í viðtali við Reuters að kyrrsetningin sé ólögmæt og óviðunandi. En Guðni segir íslensk lög algerlega skýr hvað þetta varðar. Um háar upphæðir sé að ræða. „Þetta er innifalið í flugmiðanum þegar fólk kaupir sér flugmiða. Það er gott að taka það fram. Farþegar eru búnir að greiða fyrir þessi gjöld í rauninni.“ Air Berlin flaug átta sinnum mill Berlínar, fjórum sinnum milli Dusselforf og þrisvar milli til Munchen og Keflavíkur í sumar. Í fyrra vetur flaug félagið síðan tvisvar í viku til Berlínar og Dusseldorf. Farþegar sem komu með flugvélinni frá Dusseldorf og kyrrsett var í Keflavík í gærkvöldi komust allir nema þrír með flugvél félagsins til Berlínar síðar um kvöldið. „Við höfum ítrekað það við Air Berlin að við munum ekki aðhafast neitt varðandi flug þeirra að frátalinni þessari tilteknu flugvél. Þannig að þeir geta haldið flugáætlun sinni óhræddir áfram.“Þannig að þessi flugvél dugar fyrir reikningnum? „Já svo sannarlega.“ Air Berlin er ekki að safna nýjum skuldum við Isavia og hefur þurft að staðgreiða öll gjöld til Isavía frá 15 ágúst þegar það fór í greiðslustöðvun, en Guðni segir flugvélinni verða haldið þar til gengið hafi verið frá greiðslu skuldarinnar. Flugfélagið hefur hins vegar lýst yfir að það muni hætta alfarið starfsemi eftir um viku, eða hinn 28. október.
Tengdar fréttir Kyrrsettu flugvél Air Berlin í Keflavík Isavia kyrrsetti í gærkvöld flugvél Air Berlin á Keflavíkurflugvelli vegna notendagjalda sem eru í vanskilum sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar Air Berlin. 20. október 2017 06:58 Mest lesið Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ Innlent Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Innlent „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Innlent Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Innlent Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Erlent Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Innlent Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Innlent Fleiri fréttir „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Bæta lyftuhúsi við leikskólann og opna ekki fyrr en 2027 Ívar leiðir frekari uppbyggingu Húseigendafélagsins Börnum á bið eftir leikskólaplássi í Reykjavík fækkar milli ára Viðreisn dalar en annars lítil hreyfing á fylgi flokka Róbert sá þriðji til að aðstoða Heiðu á rúmu hálfu ári „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Eftirlýstur náðist á nöglunum Fordæmir Snorra harðlega og segir hann gamaldags Ástandið ólíðandi í Mjóddinni: „Hvernig upplifun er að mæta á svona salerni?“ Fagna breytingunum en hætta ekki að berjast Landhelgisgæslan bíður eftir rússnesku skipi Geti reynst ógn við öryggi allra barna Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Sjá meira
Kyrrsettu flugvél Air Berlin í Keflavík Isavia kyrrsetti í gærkvöld flugvél Air Berlin á Keflavíkurflugvelli vegna notendagjalda sem eru í vanskilum sem eru tilkomin vegna greiðslustöðvunar Air Berlin. 20. október 2017 06:58