Mamma helsta tískufyrirmyndin Sigríður Inga Sigurðardóttir skrifar 26. október 2017 10:00 Dýrgripir sem voru í eigu ömmu Vigdísar. Sennilega hefur aldrei verið meira að gera hjá mér í lífinu,“ segir Vigdís Ásgeirsdóttir, söngkona og sálfræðinemi, en þessa dagana hefur hún í mörg horn að líta. „Ég byrjaði í mastersnámi í klínískri sálfræði í haust og álagið er svakalegt en námið er mjög skemmtilegt. Dagurinn fer í lestur, fyrirlestra, verkefnavinnu og ýmislegt annað skemmtilegt, svo sem kennslu í greindarmælingum. Um helgar hef ég nóg að gera í söngnum en við Sigurjón Alexandersson gítarleikari spilum út um allar trissur. Ég og hljómsveitin mín, Smáaurarnir, tökum rispur og höldum af og til tónleika. Svo styttist í jólin og þá er oft mikið að gera í spilamennsku.“Brjóstadúskar og burlesqueÞrátt fyrir annir gefur hún sér tíma til að sækja burlesque-námskeið hjá Margréti Erlu Maack í Kramhúsinu. „Ég mæli með því fyrir allar konur sem vilja komast aðeins út fyrir rammann og finna sig betur sem kynverur og sviðslistakonur. Farið er yfir helstu þætti burlesque, svo sem hreyfingar, dans, gerð atriða og það allra skemmtilegasta; brjóstadúska! Annars eru bestu stundirnar í lífinu tíminn sem við eigum saman sem fjölskylda. Við Ingólfur Magnússon, eiginmaður minn, eigum tvö dásamleg börn, Heklu Maggý 3 ára og Álfgrím 1 árs og þau gera allt ljúfara og skemmtilegra, ásamt því að fylla lífið tilgangi.“Kjólar eða goth-stíll Spurð hvort hún hafi áhuga á tísku segist Vigdís vera meðalmanneskja hvað það varðar. „Ég les hvorki mikið af tískublöðum, né horfi á Fashion TV en mér finnst mjög gaman að fylgjast með fólki í kringum mig og fá straumana í gegnum aðra sem klæða sig fallega og töff. Ég get verið á mjög andstæðum pólum í fatastíl og finnst gaman að fara á milli stíla. Eitt kvöldið get ég t.d. verið í fallegum kjól, með hárið uppsett, perlulokka og rauðan varalit en næsta kvöld klæðst öllu svörtu og verið í goth-stíl.“Vigdís kaupir fötin sín helst í H&M, sem jafnframt er hennar uppáhaldsverslun. „Þar fæst allt milli himins og jarðar fyrir lítinn pening. Um þarsíðustu helgi fór vinkona mín með mig í æðislega búð sem heitir Stories og er í Frankfurt. Svo eru dásamleg föt í Geysi og hjá fleiri íslenskum hönnuðum sem ég mun klárlega versla meira við þegar ég kem út á vinnumarkaðinn.“ Vigdís verslar töluvert á netinu, sérstaklega þegar hún kaupir sér vintage-kjóla eða langar í ákveðinn hlut til að poppa upp einstök dress. „Ég keypti korsilett á netinu fyrir nýja burlesque áhugamálið mitt. Annars er ég sérlega praktísk og því eru gallabuxur og bolur hversdagsklæðnaðurinn.“Ber fallega fylgihluti með sögu Hlýja og flotta ullarpeysukápan með hlébarðamynstrinu er í mestu uppáhaldi hjá Vigdísi því hún poppar upp hversdagsklæðnaðinn. „Svo held ég mikið upp á nýja Helgu Möller/Páls Óskars jakkann minn, sem er æðislega klæðilegur silfurjakki. Uppáhaldshönnuðurinn minn er Bergdís Inga Brynjarsdóttir, hún er bæði dásamlegur hönnuður og vinkona.“ Notar þú fylgihluti, sem eiga sér einhverja sögu? „Já, ég á tvo skartgripi sem ég nota mjög mikið, fyrir utan giftingarhringinn minn sem ég er að sjálfsögðu alltaf með. Annað er hálsmen sem afi minn gaf ömmu sem tryggðarpant þegar þau voru 18 og 19 ára árið 1930. Afi gaf ömmu svo hring í fertugsafmælisgjöf árið 1951 sem ég tek ekki af mér þótt hann sé risastór. Hann er úr gulli með stórum amethyst-steini.“Mamma tískufyrirmynd númer eittEn áttu þér tískufyrirmynd? „Já, ætli mamma sé ekki númer eitt en hún heitir Stefanía Harðardóttir. Hún er alltaf glæsileg. Mamma sagði við mig þegar ég var svona 10 ára að hún klæddi sig þannig á morgnana að hún gæti farið beint í óvænt kokteilboð eftir vinnu. Ég veit ekki hvort ég stend mig alveg jafn vel og hún í þeirri deild en þetta á svo sannarlega við um hana.“ Vigdísi finnst mjög gaman að klæða sig upp á þegar eitthvað stendur til. „Mér finnst líka æðislega gaman þegar ég og Ingó, maðurinn minn, dressum okkur upp saman og spáum í sameiginlegan stíl. Hann á mikið af fallegum fötum og tók þá ákvörðun fyrir einhverjum árum að hætta almennt að kaupa sér svört föt. Í staðinn á hann fullt af fötum í bleiku, appelsínugulu og öðrum flippuðum litum og mér finnst eiginlega skemmtilegra að kaupa föt á hann heldur en mig sjálfa.“ Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Sennilega hefur aldrei verið meira að gera hjá mér í lífinu,“ segir Vigdís Ásgeirsdóttir, söngkona og sálfræðinemi, en þessa dagana hefur hún í mörg horn að líta. „Ég byrjaði í mastersnámi í klínískri sálfræði í haust og álagið er svakalegt en námið er mjög skemmtilegt. Dagurinn fer í lestur, fyrirlestra, verkefnavinnu og ýmislegt annað skemmtilegt, svo sem kennslu í greindarmælingum. Um helgar hef ég nóg að gera í söngnum en við Sigurjón Alexandersson gítarleikari spilum út um allar trissur. Ég og hljómsveitin mín, Smáaurarnir, tökum rispur og höldum af og til tónleika. Svo styttist í jólin og þá er oft mikið að gera í spilamennsku.“Brjóstadúskar og burlesqueÞrátt fyrir annir gefur hún sér tíma til að sækja burlesque-námskeið hjá Margréti Erlu Maack í Kramhúsinu. „Ég mæli með því fyrir allar konur sem vilja komast aðeins út fyrir rammann og finna sig betur sem kynverur og sviðslistakonur. Farið er yfir helstu þætti burlesque, svo sem hreyfingar, dans, gerð atriða og það allra skemmtilegasta; brjóstadúska! Annars eru bestu stundirnar í lífinu tíminn sem við eigum saman sem fjölskylda. Við Ingólfur Magnússon, eiginmaður minn, eigum tvö dásamleg börn, Heklu Maggý 3 ára og Álfgrím 1 árs og þau gera allt ljúfara og skemmtilegra, ásamt því að fylla lífið tilgangi.“Kjólar eða goth-stíll Spurð hvort hún hafi áhuga á tísku segist Vigdís vera meðalmanneskja hvað það varðar. „Ég les hvorki mikið af tískublöðum, né horfi á Fashion TV en mér finnst mjög gaman að fylgjast með fólki í kringum mig og fá straumana í gegnum aðra sem klæða sig fallega og töff. Ég get verið á mjög andstæðum pólum í fatastíl og finnst gaman að fara á milli stíla. Eitt kvöldið get ég t.d. verið í fallegum kjól, með hárið uppsett, perlulokka og rauðan varalit en næsta kvöld klæðst öllu svörtu og verið í goth-stíl.“Vigdís kaupir fötin sín helst í H&M, sem jafnframt er hennar uppáhaldsverslun. „Þar fæst allt milli himins og jarðar fyrir lítinn pening. Um þarsíðustu helgi fór vinkona mín með mig í æðislega búð sem heitir Stories og er í Frankfurt. Svo eru dásamleg föt í Geysi og hjá fleiri íslenskum hönnuðum sem ég mun klárlega versla meira við þegar ég kem út á vinnumarkaðinn.“ Vigdís verslar töluvert á netinu, sérstaklega þegar hún kaupir sér vintage-kjóla eða langar í ákveðinn hlut til að poppa upp einstök dress. „Ég keypti korsilett á netinu fyrir nýja burlesque áhugamálið mitt. Annars er ég sérlega praktísk og því eru gallabuxur og bolur hversdagsklæðnaðurinn.“Ber fallega fylgihluti með sögu Hlýja og flotta ullarpeysukápan með hlébarðamynstrinu er í mestu uppáhaldi hjá Vigdísi því hún poppar upp hversdagsklæðnaðinn. „Svo held ég mikið upp á nýja Helgu Möller/Páls Óskars jakkann minn, sem er æðislega klæðilegur silfurjakki. Uppáhaldshönnuðurinn minn er Bergdís Inga Brynjarsdóttir, hún er bæði dásamlegur hönnuður og vinkona.“ Notar þú fylgihluti, sem eiga sér einhverja sögu? „Já, ég á tvo skartgripi sem ég nota mjög mikið, fyrir utan giftingarhringinn minn sem ég er að sjálfsögðu alltaf með. Annað er hálsmen sem afi minn gaf ömmu sem tryggðarpant þegar þau voru 18 og 19 ára árið 1930. Afi gaf ömmu svo hring í fertugsafmælisgjöf árið 1951 sem ég tek ekki af mér þótt hann sé risastór. Hann er úr gulli með stórum amethyst-steini.“Mamma tískufyrirmynd númer eittEn áttu þér tískufyrirmynd? „Já, ætli mamma sé ekki númer eitt en hún heitir Stefanía Harðardóttir. Hún er alltaf glæsileg. Mamma sagði við mig þegar ég var svona 10 ára að hún klæddi sig þannig á morgnana að hún gæti farið beint í óvænt kokteilboð eftir vinnu. Ég veit ekki hvort ég stend mig alveg jafn vel og hún í þeirri deild en þetta á svo sannarlega við um hana.“ Vigdísi finnst mjög gaman að klæða sig upp á þegar eitthvað stendur til. „Mér finnst líka æðislega gaman þegar ég og Ingó, maðurinn minn, dressum okkur upp saman og spáum í sameiginlegan stíl. Hann á mikið af fallegum fötum og tók þá ákvörðun fyrir einhverjum árum að hætta almennt að kaupa sér svört föt. Í staðinn á hann fullt af fötum í bleiku, appelsínugulu og öðrum flippuðum litum og mér finnst eiginlega skemmtilegra að kaupa föt á hann heldur en mig sjálfa.“
Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira