Íslenski boltinn

Sindri Snær fagnar nýjum samningi við ÍBV í Asíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sindri Snær Magnússon.
Sindri Snær Magnússon. Vísir/Andri Marinó
Sindri Snær Magnússon, fyrirliði ÍBV í sumar, mun spila áfram með Eyjaliðinu í Pepsi-deild karla á næsta tímabili en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Vestmannaeyjarliðinu.

Sindri Snær hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við ÍBV en hann hefur verið út í Eyjum síðan að hann kom frá Keflavík í byrjun ársins 2016.

Sindri Snær var með 3 mörk og 1 stoðsendingu í 20 leikjum með ÍBV í Pepsi-deildinni í sumar. Öll mörkin hans komu í tveimur sigurleikjum á móti KR en hann var með tvö mörk í leiknum í Eyjum og eitt mark í Vesturbænum.

Sindri Snær og félagar í ÍBV urðu bikarmeistarar í sumar og munu því keppa í forkeppni Evrópudeildarinnar þrátt fyrir að hafa aðeins endað í 9. sætinu í Pepsi-deildinni.

Sindri Snær er uppalinn hjá ÍR en hann hefur einnig leikið með Breiðablik og Selfossi.

„Sindri hefur verið lykilmaður hjá ÍBV en hann á að baki 39 leiki með félaginu og skorað 5 mörk. Virkilega ánægjulegar fréttir að þessi efnilegi peyi verði áfram hjá félaginu,“ segir í fréttatilkynningu frá ÍBV.

Þar kemur einnig fram að Sindri sendi góða kveðjur frá Asíu og að honum hlakki mikið til komandi tíma í Vestmannaeyjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×