Halldór Armand gefur út myndband fyrir næstu bók: „Það muna allir eftir 11. september“ Stefán Árni Pálsson skrifar 26. október 2017 13:30 Halldór Armand er höfundur bókarinnar Aftur & Aftur. Skáldsagan Aftur & aftur eftir Halldór Armand hefst 11. september 2001 þegar unglingur eignast sinn fyrsta gemsa og sér Tvíburaturnana falla í sjónvarpinu. Vísir frumsýnir hér myndband fyrir bókina þar sem höfundur talar um minningar sínar frá þessum ótrúlega degi árið 2001 og fangar stemmningu bókarinnar. Þegar Tvíburaturnarnir hrynja eignast unglingsstrákur í Reykjavík farsíma og kynnist í kjölfarið fyrstu kærustunni. Á sama tíma lendir trommari í vinsælli sveitaballahljómsveit í bílslysi þar sem ung stúlka lætur lífið. Fimmtán árum síðar liggja leiðir þessara tveggja manna saman. Arnmundur er eirðarlaus ungur maður sem notar símann sinn til að komast yfir stelpur í útlöndum og drollar við að skrifa lokaritgerð. Stefán hætti að tromma, varð útrásarvíkingur og rekur nú sprotafyrirtæki sem hann er viss um að geti breytt heiminum. Undir yfirborðinu krauma gömul leyndarmál, vonbrigði og hefndarþorsti. Aðspurður segist Halldór lengi hafa dreymt um að skrifa samtímasögu með 11. september sem bakgrunn: „Það muna allir eftir 11. september sem sáu hann og það muna allir eftir fyrsta gemsanum sínum. Mér leið eins og þetta væru tveir lyklar að lífi okkar í dag. Ég vona að lesendur geti myndað tengsl við karaktera bókarinnar og baráttu þeirra við að láta lífið meika sens í heimi sem þeir skilja ekki.“ Rithöfundurinn Steinar Bragi hefur kallað Halldór „áhugaverðasta höfund landsins“ en hann hefur skapað sér mikla sérstöðu með fyrri bókum sínum Vince Vaughn í skýjunum og Drón sem hlutu mikið lof. Aftur og aftur er áhrifarík og spennandi samtímasaga þar sem venjulegt fólk leitar að ást, hlýju og merkingu í óútreiknanlegum heimi. Leikstjórar myndbandsins eru Erlendur Sveinsson og Rúnar Ingi Einarsson. Kvikmyndataka var í höndum Karls Óskarssonar og tónlistina samdi Högni Egilsson sem í þessari viku gaf út fyrstu sólóplötu sína Two Trains. Myndbandið var framleitt af Norður. Útgáfu bókarinnar verður fagnað í matvöruversluninni Kjöt & fisk við Bergstaðarstræti 14 kl. 20 í kvöld, fimmtudag, en til stendur að breyta rýminu í bókabúð að þessu tilefni. Bókin kemur fyrst fyrir sjónir almennings í útgáfuboðinu og þar geta áhugasamir tryggt sér eintak áður en hún fer í almenna dreifingu. Bókmenntir Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Skáldsagan Aftur & aftur eftir Halldór Armand hefst 11. september 2001 þegar unglingur eignast sinn fyrsta gemsa og sér Tvíburaturnana falla í sjónvarpinu. Vísir frumsýnir hér myndband fyrir bókina þar sem höfundur talar um minningar sínar frá þessum ótrúlega degi árið 2001 og fangar stemmningu bókarinnar. Þegar Tvíburaturnarnir hrynja eignast unglingsstrákur í Reykjavík farsíma og kynnist í kjölfarið fyrstu kærustunni. Á sama tíma lendir trommari í vinsælli sveitaballahljómsveit í bílslysi þar sem ung stúlka lætur lífið. Fimmtán árum síðar liggja leiðir þessara tveggja manna saman. Arnmundur er eirðarlaus ungur maður sem notar símann sinn til að komast yfir stelpur í útlöndum og drollar við að skrifa lokaritgerð. Stefán hætti að tromma, varð útrásarvíkingur og rekur nú sprotafyrirtæki sem hann er viss um að geti breytt heiminum. Undir yfirborðinu krauma gömul leyndarmál, vonbrigði og hefndarþorsti. Aðspurður segist Halldór lengi hafa dreymt um að skrifa samtímasögu með 11. september sem bakgrunn: „Það muna allir eftir 11. september sem sáu hann og það muna allir eftir fyrsta gemsanum sínum. Mér leið eins og þetta væru tveir lyklar að lífi okkar í dag. Ég vona að lesendur geti myndað tengsl við karaktera bókarinnar og baráttu þeirra við að láta lífið meika sens í heimi sem þeir skilja ekki.“ Rithöfundurinn Steinar Bragi hefur kallað Halldór „áhugaverðasta höfund landsins“ en hann hefur skapað sér mikla sérstöðu með fyrri bókum sínum Vince Vaughn í skýjunum og Drón sem hlutu mikið lof. Aftur og aftur er áhrifarík og spennandi samtímasaga þar sem venjulegt fólk leitar að ást, hlýju og merkingu í óútreiknanlegum heimi. Leikstjórar myndbandsins eru Erlendur Sveinsson og Rúnar Ingi Einarsson. Kvikmyndataka var í höndum Karls Óskarssonar og tónlistina samdi Högni Egilsson sem í þessari viku gaf út fyrstu sólóplötu sína Two Trains. Myndbandið var framleitt af Norður. Útgáfu bókarinnar verður fagnað í matvöruversluninni Kjöt & fisk við Bergstaðarstræti 14 kl. 20 í kvöld, fimmtudag, en til stendur að breyta rýminu í bókabúð að þessu tilefni. Bókin kemur fyrst fyrir sjónir almennings í útgáfuboðinu og þar geta áhugasamir tryggt sér eintak áður en hún fer í almenna dreifingu.
Bókmenntir Mest lesið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira