Í gær fóru Daníel og Guðjón með strákana, sem voru boltasækjarar á heimaleikjum Stjörnunnar í sumar, í keilu, pizzur og bíó.
Stjarnan birti í dag myndir af Daníel, Guðjóni og boltasækjurum á Twitter-síðu sinni í dag.
Strákarnir virðast hafa skemmt sér vel með Daníel og Guðjóni sem voru eflaust í sömu stöðu og þeir á sínum tíma.
Það var stuð í gær þegar Danni og Gaui tóku boltasækjara sumarsins í keilu, pizzur og bíó. Frábært kvöld og allir tilbúnir í næsta sumar! pic.twitter.com/6fCWWdm6J9
— Stjarnan FC (@FCStjarnan) October 26, 2017