Af heiðarleika og hugarfari Fjölnir Sæmundsson skrifar 27. október 2017 11:11 Við eigum rétt á því að stjórnmálamenn komi heiðarlega fram, að þeir komi sér ekki undan því með útúrsnúningum að svara spurningum sem eru þeim erfiðar. Við eigum að geta treyst því að þeir sem veljast til þess að stjórna landinu hugsi um hag okkar allra. Sameiginlegar auðlindir okkar og eignir eiga að vera nýttar í þágu okkar allra en ekki bara í þágu þeirra sem ákveðnir stjórnmálamenn hafa velþóknun á. Hluti þingmanna og ráðamann í þessu landi hefur sýnt það á undanförnum árum að þeir eru ekki í neinum tengslum við veruleika almennings. Þeir virðast fyrst og fremst hugsa um eigin hag. Þetta fólk talar um fjármuni og fjárfestingar upp á tugi milljóna sem lítilræði sem varla taki því ræða um. Mikill minnihluti fólks á Íslandi hefur yfir að ráða 50 eða hvað þá 100 milljónir til fjárfestinga. Enn færri eru í aðstöðu til þess að fá slíka skuldir felldar niður eða eiga einkahlutafélögum sem geta yfirtekið skuldir þar sem þær hverfa í gjaldþroti. Þó það hafi verið umtalað eftir árið 2008 að margir Íslendingar hafi átt bankareikninga eða einkahlutafélög erlendis þá var það ekki megin þorri þjóðarinnar. Á það hefur verið bent að ekkert sé ólöglegt við það að geyma fé sitt erlendis. Þetta kann að vera rétt í flestum tilvikum. En ég tel ástæðu til að efast um hugarfar og heiðarleika þeirra íslensku stjórnmálamanna sem velja frekar að ávaxta fé sitt frekar erlendis en á íslenskri grund. Bera þeir hag Íslands og íslensks hagkerfis fyrir brjósti? Að fólk sem vill helga sig stjórnmálum og eignast mikið fé, hvort sem það er með gjöfum eða fjárfestingum, telji nauðsynlegt að fara með það fé úr landi til er sérstakt að mínu viti. Hver er tilgangurinn með því? Hvert er hugarfarið? Hvers vegna treystir fólk sem vill vera í stjórnmálum á Íslandi ekki bankakerfi þjóðarinnar? Þegar stjórnmálamaður á Íslandi talar um það að fjárfesta í íbúð í arabalöndum eins og hann sé að tala um hús á Þórshöfn á Langanesi þá er hann ekki í tengslum við stærstan hluta þjóðarinnar. Almenningur á Íslandi hefur almennt ekki efni á því að skreppa í sumarhús í Arabíu hvorki nú eða fyrir 10 árum. Stjórnmálamenn sem þurfa að beita fyrir sig lögfræðiklækjum og útúrsnúningum þegar þeir eru spurðir einfaldra spurninga eru ekki að sýna heiðarleika heldur hið þveröfuga. Við þurfum öll að standa saman í því að leggja til þjóðfélagsins. Þeir sem vilja gefa kost á sér í stjórnmálum verða að gera sér grein fyrir því að þeir eru fyrirmyndir. Þeir þurfa að ganga á undan með góðu fordæmi og ekki má leika að því nokkur vafi að þeir greiði sína skatta og skyldur til samfélagsins. Að undanförnu hef ég oft heyrt þessa setningu eins og „Ég má alveg svíkja undan skatti og svindla aðeins því þessi toppar eru allir spilltir og svindla sjálfir“. Þessu þurfum við að breyta. Við þurfum að taka höndum saman um að byggja upp heiðarlegt samfélag. Að þeir sem veljast til forustu komi heiðarlega fram. Að í stjórnmálum og í samfélaginu öllu verði hætt öllu leynimakki og yfirhylmingum. Stjórnmálamenn eiga að segja satt og bera hag þjóðarinar fyrir brjósti. Við getum gert betur. Fjölnir Sæmundsson lögreglufulltrúi skipar 4. sæti á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Fjölnir Sæmundsson Mest lesið Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Við eigum rétt á því að stjórnmálamenn komi heiðarlega fram, að þeir komi sér ekki undan því með útúrsnúningum að svara spurningum sem eru þeim erfiðar. Við eigum að geta treyst því að þeir sem veljast til þess að stjórna landinu hugsi um hag okkar allra. Sameiginlegar auðlindir okkar og eignir eiga að vera nýttar í þágu okkar allra en ekki bara í þágu þeirra sem ákveðnir stjórnmálamenn hafa velþóknun á. Hluti þingmanna og ráðamann í þessu landi hefur sýnt það á undanförnum árum að þeir eru ekki í neinum tengslum við veruleika almennings. Þeir virðast fyrst og fremst hugsa um eigin hag. Þetta fólk talar um fjármuni og fjárfestingar upp á tugi milljóna sem lítilræði sem varla taki því ræða um. Mikill minnihluti fólks á Íslandi hefur yfir að ráða 50 eða hvað þá 100 milljónir til fjárfestinga. Enn færri eru í aðstöðu til þess að fá slíka skuldir felldar niður eða eiga einkahlutafélögum sem geta yfirtekið skuldir þar sem þær hverfa í gjaldþroti. Þó það hafi verið umtalað eftir árið 2008 að margir Íslendingar hafi átt bankareikninga eða einkahlutafélög erlendis þá var það ekki megin þorri þjóðarinnar. Á það hefur verið bent að ekkert sé ólöglegt við það að geyma fé sitt erlendis. Þetta kann að vera rétt í flestum tilvikum. En ég tel ástæðu til að efast um hugarfar og heiðarleika þeirra íslensku stjórnmálamanna sem velja frekar að ávaxta fé sitt frekar erlendis en á íslenskri grund. Bera þeir hag Íslands og íslensks hagkerfis fyrir brjósti? Að fólk sem vill helga sig stjórnmálum og eignast mikið fé, hvort sem það er með gjöfum eða fjárfestingum, telji nauðsynlegt að fara með það fé úr landi til er sérstakt að mínu viti. Hver er tilgangurinn með því? Hvert er hugarfarið? Hvers vegna treystir fólk sem vill vera í stjórnmálum á Íslandi ekki bankakerfi þjóðarinnar? Þegar stjórnmálamaður á Íslandi talar um það að fjárfesta í íbúð í arabalöndum eins og hann sé að tala um hús á Þórshöfn á Langanesi þá er hann ekki í tengslum við stærstan hluta þjóðarinnar. Almenningur á Íslandi hefur almennt ekki efni á því að skreppa í sumarhús í Arabíu hvorki nú eða fyrir 10 árum. Stjórnmálamenn sem þurfa að beita fyrir sig lögfræðiklækjum og útúrsnúningum þegar þeir eru spurðir einfaldra spurninga eru ekki að sýna heiðarleika heldur hið þveröfuga. Við þurfum öll að standa saman í því að leggja til þjóðfélagsins. Þeir sem vilja gefa kost á sér í stjórnmálum verða að gera sér grein fyrir því að þeir eru fyrirmyndir. Þeir þurfa að ganga á undan með góðu fordæmi og ekki má leika að því nokkur vafi að þeir greiði sína skatta og skyldur til samfélagsins. Að undanförnu hef ég oft heyrt þessa setningu eins og „Ég má alveg svíkja undan skatti og svindla aðeins því þessi toppar eru allir spilltir og svindla sjálfir“. Þessu þurfum við að breyta. Við þurfum að taka höndum saman um að byggja upp heiðarlegt samfélag. Að þeir sem veljast til forustu komi heiðarlega fram. Að í stjórnmálum og í samfélaginu öllu verði hætt öllu leynimakki og yfirhylmingum. Stjórnmálamenn eiga að segja satt og bera hag þjóðarinar fyrir brjósti. Við getum gert betur. Fjölnir Sæmundsson lögreglufulltrúi skipar 4. sæti á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar