Af heiðarleika og hugarfari Fjölnir Sæmundsson skrifar 27. október 2017 11:11 Við eigum rétt á því að stjórnmálamenn komi heiðarlega fram, að þeir komi sér ekki undan því með útúrsnúningum að svara spurningum sem eru þeim erfiðar. Við eigum að geta treyst því að þeir sem veljast til þess að stjórna landinu hugsi um hag okkar allra. Sameiginlegar auðlindir okkar og eignir eiga að vera nýttar í þágu okkar allra en ekki bara í þágu þeirra sem ákveðnir stjórnmálamenn hafa velþóknun á. Hluti þingmanna og ráðamann í þessu landi hefur sýnt það á undanförnum árum að þeir eru ekki í neinum tengslum við veruleika almennings. Þeir virðast fyrst og fremst hugsa um eigin hag. Þetta fólk talar um fjármuni og fjárfestingar upp á tugi milljóna sem lítilræði sem varla taki því ræða um. Mikill minnihluti fólks á Íslandi hefur yfir að ráða 50 eða hvað þá 100 milljónir til fjárfestinga. Enn færri eru í aðstöðu til þess að fá slíka skuldir felldar niður eða eiga einkahlutafélögum sem geta yfirtekið skuldir þar sem þær hverfa í gjaldþroti. Þó það hafi verið umtalað eftir árið 2008 að margir Íslendingar hafi átt bankareikninga eða einkahlutafélög erlendis þá var það ekki megin þorri þjóðarinnar. Á það hefur verið bent að ekkert sé ólöglegt við það að geyma fé sitt erlendis. Þetta kann að vera rétt í flestum tilvikum. En ég tel ástæðu til að efast um hugarfar og heiðarleika þeirra íslensku stjórnmálamanna sem velja frekar að ávaxta fé sitt frekar erlendis en á íslenskri grund. Bera þeir hag Íslands og íslensks hagkerfis fyrir brjósti? Að fólk sem vill helga sig stjórnmálum og eignast mikið fé, hvort sem það er með gjöfum eða fjárfestingum, telji nauðsynlegt að fara með það fé úr landi til er sérstakt að mínu viti. Hver er tilgangurinn með því? Hvert er hugarfarið? Hvers vegna treystir fólk sem vill vera í stjórnmálum á Íslandi ekki bankakerfi þjóðarinnar? Þegar stjórnmálamaður á Íslandi talar um það að fjárfesta í íbúð í arabalöndum eins og hann sé að tala um hús á Þórshöfn á Langanesi þá er hann ekki í tengslum við stærstan hluta þjóðarinnar. Almenningur á Íslandi hefur almennt ekki efni á því að skreppa í sumarhús í Arabíu hvorki nú eða fyrir 10 árum. Stjórnmálamenn sem þurfa að beita fyrir sig lögfræðiklækjum og útúrsnúningum þegar þeir eru spurðir einfaldra spurninga eru ekki að sýna heiðarleika heldur hið þveröfuga. Við þurfum öll að standa saman í því að leggja til þjóðfélagsins. Þeir sem vilja gefa kost á sér í stjórnmálum verða að gera sér grein fyrir því að þeir eru fyrirmyndir. Þeir þurfa að ganga á undan með góðu fordæmi og ekki má leika að því nokkur vafi að þeir greiði sína skatta og skyldur til samfélagsins. Að undanförnu hef ég oft heyrt þessa setningu eins og „Ég má alveg svíkja undan skatti og svindla aðeins því þessi toppar eru allir spilltir og svindla sjálfir“. Þessu þurfum við að breyta. Við þurfum að taka höndum saman um að byggja upp heiðarlegt samfélag. Að þeir sem veljast til forustu komi heiðarlega fram. Að í stjórnmálum og í samfélaginu öllu verði hætt öllu leynimakki og yfirhylmingum. Stjórnmálamenn eiga að segja satt og bera hag þjóðarinar fyrir brjósti. Við getum gert betur. Fjölnir Sæmundsson lögreglufulltrúi skipar 4. sæti á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Fjölnir Sæmundsson Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Við eigum rétt á því að stjórnmálamenn komi heiðarlega fram, að þeir komi sér ekki undan því með útúrsnúningum að svara spurningum sem eru þeim erfiðar. Við eigum að geta treyst því að þeir sem veljast til þess að stjórna landinu hugsi um hag okkar allra. Sameiginlegar auðlindir okkar og eignir eiga að vera nýttar í þágu okkar allra en ekki bara í þágu þeirra sem ákveðnir stjórnmálamenn hafa velþóknun á. Hluti þingmanna og ráðamann í þessu landi hefur sýnt það á undanförnum árum að þeir eru ekki í neinum tengslum við veruleika almennings. Þeir virðast fyrst og fremst hugsa um eigin hag. Þetta fólk talar um fjármuni og fjárfestingar upp á tugi milljóna sem lítilræði sem varla taki því ræða um. Mikill minnihluti fólks á Íslandi hefur yfir að ráða 50 eða hvað þá 100 milljónir til fjárfestinga. Enn færri eru í aðstöðu til þess að fá slíka skuldir felldar niður eða eiga einkahlutafélögum sem geta yfirtekið skuldir þar sem þær hverfa í gjaldþroti. Þó það hafi verið umtalað eftir árið 2008 að margir Íslendingar hafi átt bankareikninga eða einkahlutafélög erlendis þá var það ekki megin þorri þjóðarinnar. Á það hefur verið bent að ekkert sé ólöglegt við það að geyma fé sitt erlendis. Þetta kann að vera rétt í flestum tilvikum. En ég tel ástæðu til að efast um hugarfar og heiðarleika þeirra íslensku stjórnmálamanna sem velja frekar að ávaxta fé sitt frekar erlendis en á íslenskri grund. Bera þeir hag Íslands og íslensks hagkerfis fyrir brjósti? Að fólk sem vill helga sig stjórnmálum og eignast mikið fé, hvort sem það er með gjöfum eða fjárfestingum, telji nauðsynlegt að fara með það fé úr landi til er sérstakt að mínu viti. Hver er tilgangurinn með því? Hvert er hugarfarið? Hvers vegna treystir fólk sem vill vera í stjórnmálum á Íslandi ekki bankakerfi þjóðarinnar? Þegar stjórnmálamaður á Íslandi talar um það að fjárfesta í íbúð í arabalöndum eins og hann sé að tala um hús á Þórshöfn á Langanesi þá er hann ekki í tengslum við stærstan hluta þjóðarinnar. Almenningur á Íslandi hefur almennt ekki efni á því að skreppa í sumarhús í Arabíu hvorki nú eða fyrir 10 árum. Stjórnmálamenn sem þurfa að beita fyrir sig lögfræðiklækjum og útúrsnúningum þegar þeir eru spurðir einfaldra spurninga eru ekki að sýna heiðarleika heldur hið þveröfuga. Við þurfum öll að standa saman í því að leggja til þjóðfélagsins. Þeir sem vilja gefa kost á sér í stjórnmálum verða að gera sér grein fyrir því að þeir eru fyrirmyndir. Þeir þurfa að ganga á undan með góðu fordæmi og ekki má leika að því nokkur vafi að þeir greiði sína skatta og skyldur til samfélagsins. Að undanförnu hef ég oft heyrt þessa setningu eins og „Ég má alveg svíkja undan skatti og svindla aðeins því þessi toppar eru allir spilltir og svindla sjálfir“. Þessu þurfum við að breyta. Við þurfum að taka höndum saman um að byggja upp heiðarlegt samfélag. Að þeir sem veljast til forustu komi heiðarlega fram. Að í stjórnmálum og í samfélaginu öllu verði hætt öllu leynimakki og yfirhylmingum. Stjórnmálamenn eiga að segja satt og bera hag þjóðarinar fyrir brjósti. Við getum gert betur. Fjölnir Sæmundsson lögreglufulltrúi skipar 4. sæti á framboðslista VG í Suðvesturkjördæmi
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar