„Kvikusöfnunin undir Bárðarbungu er á fullri ferð“ Birgir Olgeirsson skrifar 27. október 2017 12:30 Kvika frá Bárðarbungu braut sér leið upp á yfirborðið í Holuhrauni árið 2014. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir Bárðarbungu á fullu í kvikusöfnun. Hvað svo gerist sé óvíst. Vísir Bárðarbunga minnti heldur betur á sig í nótt með tveimur öflugum skjálftum sem voru þeir stærstu í þessari eldstöð frá árinu 2015. Veðurstofan Íslands fylgdist grannt með gangi mála nótt því allir skjálftar yfir fjórum að stærð í þessari eldstöð kalla á aukinn viðbúnað og voru skjálftarnir tveir í nótt af stærðinni 4,7 og fylgdu nokkrir minni með. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir í samtali við Vísi að undanfari gossins í Holuhrauni hafi verið með þeim hætti að skjálftar lögðu af stað út frá eldstöðinni sem var skýrt merki um ganga innskot. „Það var ekkert slíkt í gangi í nótt en það er það sem menn eru á varðbergi fyrir. Það var ekkert sem benti til þess að kvikan væri beinlínis að leggja af stað neitt,“ segir Páll.Bárðarbunga er í VatnajökliLoftmyndir ehfBárðarbunga gæti átt ýmislegt til Hann segir skjálftahrinuna í nótt hafa verið kunnuglegt ferli sem hefur átt sér stað nánast vikulega síðustu tvö ár. Frávikið í nótt voru þó skjálftarnir tveir sem voru ívið stærri en gengur og gerist. „Það sýnir bara að þetta ferli er í fullum gangi og það er ekkert að draga úr því. Kvikusöfnunin undir Bárðarbungu er á fullri ferð og hún er greinilega að búa sig undir næsta þátt í þessari framhaldssögu og hann getur verið með ýmsu móti. Bárðarbunga er mjög fjölhæf eldstöð og hún gæti átti ýmislegt til. Þannig að það skiptir máli þegar svona hrina kemur að fylgjast vandlega með atburðarásinni.“ Hrinan í nótt var því staðfesting á því að Bárðarbunga hefur hvergi nærri lokið sér af í kvikusöfnun, en það ferli hefur verið í gangi alveg frá goslokum í Holuhrauni árið 2015. Gosið í Holuhrauni, sem er mesta eldgos á Íslandi í 230 ár að magni talið, hófst 31. ágúst árið 2014 en 27. febrúar árið 2015 sást engin glóð í þyrluflugi yfir eldstöðinni og lýsti Veðurstofa Íslands því yfir degi síðar að gosinu væri lokið.Hraunflæði á Veiðivatnasvæðinu Páll minnir á að það þurfi ekki að vera að Bárðarbunga muni bresta á með hamfaragosi og í raun margt í spilunum. Alvarlegustu atburðirnir geta þó verið mjög alvarlegir en jafnframt gæti syrpa af litlum penum gosum á hálendinu verið fram undan. Alvarlegasta atburðarásin gæti verið gangainnskot og sprungugos með hraunflæði á Veiðivatnasvæðinu og haft áhrif á rafmagnsframleiðslu í landinu. Á Veiðivatnasvæðinu eru Vatnsfellsvirkjun og Sigölduvirkjun og miðlunarlón Landsvirkjunar, þar á meðal Þórisvatn.Ein alvarlegasta atburðarrásin af gosi í Bárðarbungu er hraunflæði á VeiðivatnasvæðinuLoftmyndir ehfTímaskalinn óþekktur Páll segir að tímaskalinn á Bárðarbungu sé óþekktur. Ekki sé vitað hvað hún þarf að þenja sig lengi og mikið til að kvikan brjóti sér leið úr kvikuhólfi. „Sigið sem varð með Holuhraunsgosinu var það stórt að við vitum ekki hvað hún verður lengi að vinna það upp.“ Því er þó hægt að slá á föstu að Bárðarbunga er að undirbúa næsta gos. „Þá er bara spurningin hver er tímaskalinn á því og hvort henni endist þetta ferli fram að gosi. Það getur vel verið að hún hætti þessum undirbúningi á morgun. Málið er að fylgjast vel með og reyna að átta sig á öllum hugsanlegum atburðarrásum og að menn láti ekki hlutina koma sér óvart.“ Hann segir ekki sömu áhyggjur af Bárðarbungu og Heklu því fyrirvarinn á Heklugosi er svo stuttur. Sá stysti er 23 mínútur en lengsti 79 mínútur. Það sé of stutt til að bregðast við því að túristar séu nánast alltaf á Heklu og flugvélar fljúga reglulega yfir eldfjallið.Frá gosinu í Holuhrauni.vísir/Auðunn Bárðarbunga Tengdar fréttir Stærstu skjálftar í Bárðarbungu frá 2015 Almannavarnir og Veðurstofan fylgjast vel með gangi mála. 27. október 2017 00:59 Goslok ekki endilega góðar fréttir Eldstöðin í Holuhrauni hefur skilað 40% af því hrauni sem frá íslenskum eldfjöllum kemur að jafnaði á hverjum 100 árum. Mjög dregur úr krafti eldgossins, sem Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir ekkert endilega góðar fréttir, heldur frekar ávísun á 18. febrúar 2015 09:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Bárðarbunga minnti heldur betur á sig í nótt með tveimur öflugum skjálftum sem voru þeir stærstu í þessari eldstöð frá árinu 2015. Veðurstofan Íslands fylgdist grannt með gangi mála nótt því allir skjálftar yfir fjórum að stærð í þessari eldstöð kalla á aukinn viðbúnað og voru skjálftarnir tveir í nótt af stærðinni 4,7 og fylgdu nokkrir minni með. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir í samtali við Vísi að undanfari gossins í Holuhrauni hafi verið með þeim hætti að skjálftar lögðu af stað út frá eldstöðinni sem var skýrt merki um ganga innskot. „Það var ekkert slíkt í gangi í nótt en það er það sem menn eru á varðbergi fyrir. Það var ekkert sem benti til þess að kvikan væri beinlínis að leggja af stað neitt,“ segir Páll.Bárðarbunga er í VatnajökliLoftmyndir ehfBárðarbunga gæti átt ýmislegt til Hann segir skjálftahrinuna í nótt hafa verið kunnuglegt ferli sem hefur átt sér stað nánast vikulega síðustu tvö ár. Frávikið í nótt voru þó skjálftarnir tveir sem voru ívið stærri en gengur og gerist. „Það sýnir bara að þetta ferli er í fullum gangi og það er ekkert að draga úr því. Kvikusöfnunin undir Bárðarbungu er á fullri ferð og hún er greinilega að búa sig undir næsta þátt í þessari framhaldssögu og hann getur verið með ýmsu móti. Bárðarbunga er mjög fjölhæf eldstöð og hún gæti átti ýmislegt til. Þannig að það skiptir máli þegar svona hrina kemur að fylgjast vandlega með atburðarásinni.“ Hrinan í nótt var því staðfesting á því að Bárðarbunga hefur hvergi nærri lokið sér af í kvikusöfnun, en það ferli hefur verið í gangi alveg frá goslokum í Holuhrauni árið 2015. Gosið í Holuhrauni, sem er mesta eldgos á Íslandi í 230 ár að magni talið, hófst 31. ágúst árið 2014 en 27. febrúar árið 2015 sást engin glóð í þyrluflugi yfir eldstöðinni og lýsti Veðurstofa Íslands því yfir degi síðar að gosinu væri lokið.Hraunflæði á Veiðivatnasvæðinu Páll minnir á að það þurfi ekki að vera að Bárðarbunga muni bresta á með hamfaragosi og í raun margt í spilunum. Alvarlegustu atburðirnir geta þó verið mjög alvarlegir en jafnframt gæti syrpa af litlum penum gosum á hálendinu verið fram undan. Alvarlegasta atburðarásin gæti verið gangainnskot og sprungugos með hraunflæði á Veiðivatnasvæðinu og haft áhrif á rafmagnsframleiðslu í landinu. Á Veiðivatnasvæðinu eru Vatnsfellsvirkjun og Sigölduvirkjun og miðlunarlón Landsvirkjunar, þar á meðal Þórisvatn.Ein alvarlegasta atburðarrásin af gosi í Bárðarbungu er hraunflæði á VeiðivatnasvæðinuLoftmyndir ehfTímaskalinn óþekktur Páll segir að tímaskalinn á Bárðarbungu sé óþekktur. Ekki sé vitað hvað hún þarf að þenja sig lengi og mikið til að kvikan brjóti sér leið úr kvikuhólfi. „Sigið sem varð með Holuhraunsgosinu var það stórt að við vitum ekki hvað hún verður lengi að vinna það upp.“ Því er þó hægt að slá á föstu að Bárðarbunga er að undirbúa næsta gos. „Þá er bara spurningin hver er tímaskalinn á því og hvort henni endist þetta ferli fram að gosi. Það getur vel verið að hún hætti þessum undirbúningi á morgun. Málið er að fylgjast vel með og reyna að átta sig á öllum hugsanlegum atburðarrásum og að menn láti ekki hlutina koma sér óvart.“ Hann segir ekki sömu áhyggjur af Bárðarbungu og Heklu því fyrirvarinn á Heklugosi er svo stuttur. Sá stysti er 23 mínútur en lengsti 79 mínútur. Það sé of stutt til að bregðast við því að túristar séu nánast alltaf á Heklu og flugvélar fljúga reglulega yfir eldfjallið.Frá gosinu í Holuhrauni.vísir/Auðunn
Bárðarbunga Tengdar fréttir Stærstu skjálftar í Bárðarbungu frá 2015 Almannavarnir og Veðurstofan fylgjast vel með gangi mála. 27. október 2017 00:59 Goslok ekki endilega góðar fréttir Eldstöðin í Holuhrauni hefur skilað 40% af því hrauni sem frá íslenskum eldfjöllum kemur að jafnaði á hverjum 100 árum. Mjög dregur úr krafti eldgossins, sem Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir ekkert endilega góðar fréttir, heldur frekar ávísun á 18. febrúar 2015 09:00 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Stærstu skjálftar í Bárðarbungu frá 2015 Almannavarnir og Veðurstofan fylgjast vel með gangi mála. 27. október 2017 00:59
Goslok ekki endilega góðar fréttir Eldstöðin í Holuhrauni hefur skilað 40% af því hrauni sem frá íslenskum eldfjöllum kemur að jafnaði á hverjum 100 árum. Mjög dregur úr krafti eldgossins, sem Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir ekkert endilega góðar fréttir, heldur frekar ávísun á 18. febrúar 2015 09:00