Erlendir fjölmiðlar: Íslendingar ganga til kosninga eftir röð skandala Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2017 16:00 Það var kátt á hjalla í gær hjá fulltrúum þeirra flokka sem bjóða fram á landsvísu. Vísir/Ernir „Efnahagurinn gæti trompað pólitísk hneykslismál“ eru upphafsorð umfjöllunar Bloomberg um alþingiskosningarnar hér á landi sem haldnar verða á morgun. Fjölmargir erlendir fjölmiðlar fjalla um kosningarnar og beina þeir flestir augum að málinu sem felldi ríkisstjórnina, uppreist æru, sem og fréttaflutningi af fjármálum forsætisráðherra í aðdraganda hrunsins.Í frétt Bloomberg er einblínt á stöðu Sjálfstæðisflokksins og Bjarna Benediktssonar, formanns hans. Þar segir að staða hans hafi verið þröng fyrir rúmlega mánuði síðan eftir að ríkisstjórn hans féll þegar kom í ljós að faðir Bjarna hafði ritað meðmæli með umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar dæmds kynferðisbrotamanns, um uppreist æru. Þar segir einnig að takist Sjálfstæðisflokknum að standa uppi sem sigurvegari kosninganna flokkist sé hægt að flokka það sem ótrúlega endurkomu, í ljósi þess að Vinstri græn hafi leitt skoðanakannanir í aðdraganda kosninganna.Bankahrunið enn að hafa á áhrif á stjórnmálinBreski fjölmiðillinn The Guardian vekur athygli á því að á Íslandi sé verið að kjósa á annað sinn á innan við ári og í þetta sinn eftir röð hneykslismála. Fall ríkisstjórnarinnar er reifað sem og viðskipti Bjarna og fjölskyldu hans við Glitni í aðdraganda bankahrunsins, en breska blaðið hefur fjallað ítarlega um það mál. Þá er lögbann Glitnis á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media af sama máli einnig stuttlega reifað og segir að kosningarnar séu haldnar í skugga þessara þriggja mála. Þar segir að þrátt fyrir þetta sé Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi í aðdraganda kosninganna en að Vinstri græn, sem hafi að mestu leyti komið í stað Samfylkingarinnar, fylgi þar fast á eftir. Vakin er athygli á því að minnst sex aðrir flokkar geti einnig tekið sæti á Alþingi sem muni auka líkur á stjórnarkreppu. Þessi mögulegi fjöldi flokka endurspeglar að mati blaðamanns Guardian vantraust Íslendinga á stjórnmálamönnum og að íbúar landsins hafi fengið sig fullsadda á spillingu innan raða stjórnmála- og viðskiptamanna.Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ræðir við Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra á þingi.Vísir/VilhelmTorfæra framundan að mati Financial TimesFinancial Times í Bretlandi gerir kosningarnar einnig að viðfangsefni sínu. Þar segir að þrátt fyrir enn eitt hneykslismálið á Íslandi muni það líklega hafa sem lítil sem engin áhrif á stöðu Bjarna Benediktssonar. Er þar vitnað til að nafn Bjarna Benediktssonar mátti finna í Panama-skjölunum, fréttaflutnings af viðskiptum hans og fjölskyldu hans við Glitni í aðdraganda hrunsins, sem og meðmælabréf föður hans í máli Hjalta Sigurjóns. Er talið líklegt að þrátt fyrir sókn Vinstri grænna muni Bjarni að öllum líkindum fá stjórnarmyndunarumboðið. Ekki sé þó hægt að útiloka, miðað við skoðanakannanir, að kjósa þurfi aftur innan tíðar, til að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Er einnig vikið að stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Miðflokksins, þar sem segir að Bjarni sé ekki eini stjórnmálamaðurinn sem gangi vel þrátt fyrir hafa þurft að standa af sér hneykslismál. Þar segir að rekja megi árangur Sigmundar Davíðs til popúlískrar stefnu í bankamálum og málefnum innflytjenda. Þar segir einnig að að miðað við fjölda flokka sem útlit sé fyrir að muni taka sæti á Alþingi sé torfær vegur fram undan fyrir íslenska stjórnmálamenn. Kosningar 2017 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira
„Efnahagurinn gæti trompað pólitísk hneykslismál“ eru upphafsorð umfjöllunar Bloomberg um alþingiskosningarnar hér á landi sem haldnar verða á morgun. Fjölmargir erlendir fjölmiðlar fjalla um kosningarnar og beina þeir flestir augum að málinu sem felldi ríkisstjórnina, uppreist æru, sem og fréttaflutningi af fjármálum forsætisráðherra í aðdraganda hrunsins.Í frétt Bloomberg er einblínt á stöðu Sjálfstæðisflokksins og Bjarna Benediktssonar, formanns hans. Þar segir að staða hans hafi verið þröng fyrir rúmlega mánuði síðan eftir að ríkisstjórn hans féll þegar kom í ljós að faðir Bjarna hafði ritað meðmæli með umsókn Hjalta Sigurjóns Haukssonar dæmds kynferðisbrotamanns, um uppreist æru. Þar segir einnig að takist Sjálfstæðisflokknum að standa uppi sem sigurvegari kosninganna flokkist sé hægt að flokka það sem ótrúlega endurkomu, í ljósi þess að Vinstri græn hafi leitt skoðanakannanir í aðdraganda kosninganna.Bankahrunið enn að hafa á áhrif á stjórnmálinBreski fjölmiðillinn The Guardian vekur athygli á því að á Íslandi sé verið að kjósa á annað sinn á innan við ári og í þetta sinn eftir röð hneykslismála. Fall ríkisstjórnarinnar er reifað sem og viðskipti Bjarna og fjölskyldu hans við Glitni í aðdraganda bankahrunsins, en breska blaðið hefur fjallað ítarlega um það mál. Þá er lögbann Glitnis á fréttaflutning Stundarinnar og Reykjavík Media af sama máli einnig stuttlega reifað og segir að kosningarnar séu haldnar í skugga þessara þriggja mála. Þar segir að þrátt fyrir þetta sé Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi í aðdraganda kosninganna en að Vinstri græn, sem hafi að mestu leyti komið í stað Samfylkingarinnar, fylgi þar fast á eftir. Vakin er athygli á því að minnst sex aðrir flokkar geti einnig tekið sæti á Alþingi sem muni auka líkur á stjórnarkreppu. Þessi mögulegi fjöldi flokka endurspeglar að mati blaðamanns Guardian vantraust Íslendinga á stjórnmálamönnum og að íbúar landsins hafi fengið sig fullsadda á spillingu innan raða stjórnmála- og viðskiptamanna.Bjarni Benediktsson forsætisráðherra ræðir við Sigríði Á. Andersen dómsmálaráðherra á þingi.Vísir/VilhelmTorfæra framundan að mati Financial TimesFinancial Times í Bretlandi gerir kosningarnar einnig að viðfangsefni sínu. Þar segir að þrátt fyrir enn eitt hneykslismálið á Íslandi muni það líklega hafa sem lítil sem engin áhrif á stöðu Bjarna Benediktssonar. Er þar vitnað til að nafn Bjarna Benediktssonar mátti finna í Panama-skjölunum, fréttaflutnings af viðskiptum hans og fjölskyldu hans við Glitni í aðdraganda hrunsins, sem og meðmælabréf föður hans í máli Hjalta Sigurjóns. Er talið líklegt að þrátt fyrir sókn Vinstri grænna muni Bjarni að öllum líkindum fá stjórnarmyndunarumboðið. Ekki sé þó hægt að útiloka, miðað við skoðanakannanir, að kjósa þurfi aftur innan tíðar, til að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Er einnig vikið að stöðu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Miðflokksins, þar sem segir að Bjarni sé ekki eini stjórnmálamaðurinn sem gangi vel þrátt fyrir hafa þurft að standa af sér hneykslismál. Þar segir að rekja megi árangur Sigmundar Davíðs til popúlískrar stefnu í bankamálum og málefnum innflytjenda. Þar segir einnig að að miðað við fjölda flokka sem útlit sé fyrir að muni taka sæti á Alþingi sé torfær vegur fram undan fyrir íslenska stjórnmálamenn.
Kosningar 2017 Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Sjá meira