Skírði karakterana eftir kennurum sonarins Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. október 2017 10:15 Í leikskólanum Jörfa. Bergljót Jóhannsdóttir leikskólastjóri bíður eftir að taka við fyrsta eintakinu frá Ástu Rún. Mynd/Anna Lea „Mér líður vel yfir að hafa náð að unga út þessari bók. Er eiginlega í skýjunum,“ segir Ásta Rún Valgerðardóttir sálfræðingur um fyrstu bók sína, Fjölskyldan mín. Hún kveðst hafa gengið með efnið í kollinum frekar lengi. „Þegar ég var ólétt fyrir þremur árum fór ég að svipast um eftir barnabókum um margvísleg fjölskyldumynstur en fann engar, svo fæddist sonurinn og var mjög erfitt ungabarn svo þá varð lítill tími til skrifta. En um hver áramót setjumst við niður, ég og konan mín, lítum yfir árið sem er að baki og setjum okkur markmið fyrir það næsta. Um síðustu áramót hvatti hún mig til að byrja á þessu verkefni sem ég var oft búin að tala um, þannig ég byrjaði bara í janúar á þessu ári en hafði mótað efnið í huganum áður. Svo fékk ég gott fólk til að lesa yfir og koma með ábendingar, til dæmis samkynhneigða kunningja mína sem eiga börn, systur mína leikskólakennarann, vinkonu mína barnasálfræðinginn og systur hennar sem er kennari í barnabókmenntum. Handritið tók því miklum breytingum áður en ég fór með það til Sölku sem gefur bókina út.“ Lára Garðarsdóttir myndskreytti bókina og Ásta Rún er ánægð með hennar þátt. „Lára er myndhöfundur og gerir hlutina með sínum stíl. Það var ótrúlega gaman að sjá hvernig allt lifnaði við.“ Bókin Fjölskyldan mín fer í alla leikskóla landsins, hvað kemur til? „Samfélagssjóður Valitors veitti okkur styrk sem dugði til að gefa bókina í alla leikskólana, rúmlega 250 talsins.“ Sonur Ástu Rúnar er á leikskólanum Jörfa og er eina barnið þar sem á samkynhneigða foreldra, að sögn móðurinnar. „En þar eru börn sem eiga foreldra frá öðrum löndum og börn sem eiga foreldra sem hafa skilið svo þar er fjölbreytileiki eins og annars staðar,“ lýsir Ásta Rún sem afhenti fyrsta eintak bókarinnar í Jörfa og las fyrir krakkana. „Leikskólakennararnir þar sjá um barnið mitt allan daginn og í þakklætisskyni ákvað ég að heiðra þá með því að skíra karaktera bókarinnar eftir þeim.“ Bókmenntir Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
„Mér líður vel yfir að hafa náð að unga út þessari bók. Er eiginlega í skýjunum,“ segir Ásta Rún Valgerðardóttir sálfræðingur um fyrstu bók sína, Fjölskyldan mín. Hún kveðst hafa gengið með efnið í kollinum frekar lengi. „Þegar ég var ólétt fyrir þremur árum fór ég að svipast um eftir barnabókum um margvísleg fjölskyldumynstur en fann engar, svo fæddist sonurinn og var mjög erfitt ungabarn svo þá varð lítill tími til skrifta. En um hver áramót setjumst við niður, ég og konan mín, lítum yfir árið sem er að baki og setjum okkur markmið fyrir það næsta. Um síðustu áramót hvatti hún mig til að byrja á þessu verkefni sem ég var oft búin að tala um, þannig ég byrjaði bara í janúar á þessu ári en hafði mótað efnið í huganum áður. Svo fékk ég gott fólk til að lesa yfir og koma með ábendingar, til dæmis samkynhneigða kunningja mína sem eiga börn, systur mína leikskólakennarann, vinkonu mína barnasálfræðinginn og systur hennar sem er kennari í barnabókmenntum. Handritið tók því miklum breytingum áður en ég fór með það til Sölku sem gefur bókina út.“ Lára Garðarsdóttir myndskreytti bókina og Ásta Rún er ánægð með hennar þátt. „Lára er myndhöfundur og gerir hlutina með sínum stíl. Það var ótrúlega gaman að sjá hvernig allt lifnaði við.“ Bókin Fjölskyldan mín fer í alla leikskóla landsins, hvað kemur til? „Samfélagssjóður Valitors veitti okkur styrk sem dugði til að gefa bókina í alla leikskólana, rúmlega 250 talsins.“ Sonur Ástu Rúnar er á leikskólanum Jörfa og er eina barnið þar sem á samkynhneigða foreldra, að sögn móðurinnar. „En þar eru börn sem eiga foreldra frá öðrum löndum og börn sem eiga foreldra sem hafa skilið svo þar er fjölbreytileiki eins og annars staðar,“ lýsir Ásta Rún sem afhenti fyrsta eintak bókarinnar í Jörfa og las fyrir krakkana. „Leikskólakennararnir þar sjá um barnið mitt allan daginn og í þakklætisskyni ákvað ég að heiðra þá með því að skíra karaktera bókarinnar eftir þeim.“
Bókmenntir Mest lesið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Heitustu pörin í húrrandi jólagír Tíska og hönnun Vann ekki úr nauðguninni og skaddaðist á mænu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Bílakarókí með Bítinu: „Rændirðu henni?“ Lífið Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Menning Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira