Vefsíða tengd repúblikönum greiddi fyrst fyrir rannsókn sem varð að Rússaskýrslu um Trump Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2017 23:38 Repúblikanar og demókrata réðu sama fyrirtækið til að grafa upp skaðlegar upplýsingar um Trump í kosningabaráttunni. Vísir/Getty Upplýsingaöflunin sem leiddi á endanum til alræmdrar skýrslu bresks leyniþjónustumanns um Donald Trump var upphaflega fjármögnuð af vefsíðu sem stór fjárhagslegur bakhjarl Repúblikanaflokksins heldur uppi. Greint var frá því í vikunni að landsnefnd Demókrataflokksins og forsetaframboð Hillary Clinton greiddi fyrir rannsóknina á Trump sem gat af sér skýrslu þar sem því er meðal annars haldið fram að Bandaríkjaforseti hafi átt samneyti við vændiskonur í Rússlandi á árum áður. Allt frá upphafi hefur verið vitað að upphaflega voru það andstæðingar Trump í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar sem réðu fyrirtæki til að afla upplýsinga um hann. Slíkar rannsóknir á pólitískum andstæðingum eru algengar í kosningabaráttum vestanhafs. Það hafi svo verið demókratar sem hafi haldið áfram að fjármagna rannsóknina eftir að Trump hafði tryggt sér útnefningu flokksins sem forsetaframbjóðandi hans. Fyrir þessa viku hafði ekki verið greint frá því hverjir áttu þar nákvæmlega hlut að máli.Nú greinir New York Times frá því að repúblikanarnir sem báðu upphaflega um rannsóknina á Trump hafi verið The Washington Free Beacon, vefsíða íhaldsmanna sem Paul Singer, milljarðamæringur úr heimi vogunarsjóða í New York og stór fjárhagslegur bakhjarl Repúblikanaflokksins, fjármagnar.Vissu ekki af skýrslunni fyrr en á þessu áriVefsíðan réði fyrirtækið Fusion GPS til þess að grafa upp skaðlegar upplýsingar um nokkra frambjóðendur í forvali repúblikana, þar á meðal Trump í október 2015. Óskaði hún eftir að rannsókninni yrði hætt í maí 2016 þegar Trump var að landa sigri í forvalinu. Í apríl réði framboð Clinton og landsnefnd Demókrataflokksins Fusion GPS til að rannsaka möguleg tengsl Trump, fyrirtækja hans eða framboðs við Rússland. Í framhaldinu réð Fusion GPS Christopher Steele, breskan fyrrverandi leyniþjónustumann til að afla upplýsinga. Steele vann í framhaldinu skýrslu þar sem leiddar voru líkur að því að Trump hefði átt í samráði við Rússa um að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra auk safaríkari sögusagna sem hafa ekki verið staðfestar. Í umfjöllun New York Times kemur fram að hvorki Clinton, Demókrataflokkurinn né íhaldsmennirnir sem réðu Fusion GPS upphaflega hafi vitað af skýrslu Steele fyrr en Buzzfeed gerði efni hennar opinbert í byrjun þessa árs. Donald Trump Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira
Upplýsingaöflunin sem leiddi á endanum til alræmdrar skýrslu bresks leyniþjónustumanns um Donald Trump var upphaflega fjármögnuð af vefsíðu sem stór fjárhagslegur bakhjarl Repúblikanaflokksins heldur uppi. Greint var frá því í vikunni að landsnefnd Demókrataflokksins og forsetaframboð Hillary Clinton greiddi fyrir rannsóknina á Trump sem gat af sér skýrslu þar sem því er meðal annars haldið fram að Bandaríkjaforseti hafi átt samneyti við vændiskonur í Rússlandi á árum áður. Allt frá upphafi hefur verið vitað að upphaflega voru það andstæðingar Trump í forvali Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar sem réðu fyrirtæki til að afla upplýsinga um hann. Slíkar rannsóknir á pólitískum andstæðingum eru algengar í kosningabaráttum vestanhafs. Það hafi svo verið demókratar sem hafi haldið áfram að fjármagna rannsóknina eftir að Trump hafði tryggt sér útnefningu flokksins sem forsetaframbjóðandi hans. Fyrir þessa viku hafði ekki verið greint frá því hverjir áttu þar nákvæmlega hlut að máli.Nú greinir New York Times frá því að repúblikanarnir sem báðu upphaflega um rannsóknina á Trump hafi verið The Washington Free Beacon, vefsíða íhaldsmanna sem Paul Singer, milljarðamæringur úr heimi vogunarsjóða í New York og stór fjárhagslegur bakhjarl Repúblikanaflokksins, fjármagnar.Vissu ekki af skýrslunni fyrr en á þessu áriVefsíðan réði fyrirtækið Fusion GPS til þess að grafa upp skaðlegar upplýsingar um nokkra frambjóðendur í forvali repúblikana, þar á meðal Trump í október 2015. Óskaði hún eftir að rannsókninni yrði hætt í maí 2016 þegar Trump var að landa sigri í forvalinu. Í apríl réði framboð Clinton og landsnefnd Demókrataflokksins Fusion GPS til að rannsaka möguleg tengsl Trump, fyrirtækja hans eða framboðs við Rússland. Í framhaldinu réð Fusion GPS Christopher Steele, breskan fyrrverandi leyniþjónustumann til að afla upplýsinga. Steele vann í framhaldinu skýrslu þar sem leiddar voru líkur að því að Trump hefði átt í samráði við Rússa um að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra auk safaríkari sögusagna sem hafa ekki verið staðfestar. Í umfjöllun New York Times kemur fram að hvorki Clinton, Demókrataflokkurinn né íhaldsmennirnir sem réðu Fusion GPS upphaflega hafi vitað af skýrslu Steele fyrr en Buzzfeed gerði efni hennar opinbert í byrjun þessa árs.
Donald Trump Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Fleiri fréttir Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Sjá meira