Guðjón Valur: Hefði verið auðveldara að fela sig og gefast upp Anton Ingi Leifsson skrifar 28. október 2017 16:40 Guðjón Valur skýtur að marki í dag Vísir/Laufey Guðjón Valur Sigurðsson var markahæsti leikmaður Íslands í dag þegar liðið beið lægri hlut fyrir Svíum, 24-27, í vináttuleik í Laugardalshöll í dag. Guðjón Valur var að vonum ósáttur við úrslitin en tekur engu að síður margt jákvætt úr leiknum. „Aldrei sáttir við tap en liðið sýndi karakter eftir erfiðar fyrstu tuttugu mínútur. Við vorum að reyna gera okkar besta,” sagði Guðjón í samtali við Vísi í leikslok. „Ekki sáttir við tap, en ég er ánægður með viðhorfið hjá strákunum og hvernig þeir komu í leikinn,” en hvað gerðist í byrjun þar sem liðið lenti sjö mörkum undir? „Ég held að það sé bara óöryggi og ekkert annað. Menn eru að læra inn á landsliðið; ný kerfi og eru að koma úr félagsliðum þar sem þeir kunna allt saman. Nú eru þeir með menn vinstra og hægra megin við sig sem þeir hafa ekki spilað með áður, hvorki í vörn né sókn.” „Þetta tekur tíma að stilla svoleiðis af og ég er mjög ánægður með hvernig strákarnir komu til baka þegar það hefði verið auðveldara að fela sig og gefast upp. Ég er mjög ánægður með að þeir gerðu það ekki.” Margir ungir leikmenn, eins og tíðrætt hefur verið um, eru að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu og fyrirliðinn og sá elsti í liðinu var ánægður með þá. „Heldur betur ánægður með þá. Arnar og Ómar eru svo ekki gamlir og Janus hefur ekkert verið að spila í fleiri ár með landsliðinu. Það eru mjög margir ungir og þess vegna er þessi vika svo kærkomin; bæði æfingar og leikir sem hafa verið góðir upp á það að slípa okkur saman.” Er ekki framtíðin bara björt? „Það ætla ég að vona, allavega hjá þeim!” sagði glaðbeittur fyrirliðinn í leikslok. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Svíþjóð 24-27 | Jákvæð teikn á lofti þrátt fyrir tap Svíarnir unnu síðari vináttulandsleik liðanna í Laugardalshöllinni í dag með þremur mörkum, 27-24. 28. október 2017 16:30 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson var markahæsti leikmaður Íslands í dag þegar liðið beið lægri hlut fyrir Svíum, 24-27, í vináttuleik í Laugardalshöll í dag. Guðjón Valur var að vonum ósáttur við úrslitin en tekur engu að síður margt jákvætt úr leiknum. „Aldrei sáttir við tap en liðið sýndi karakter eftir erfiðar fyrstu tuttugu mínútur. Við vorum að reyna gera okkar besta,” sagði Guðjón í samtali við Vísi í leikslok. „Ekki sáttir við tap, en ég er ánægður með viðhorfið hjá strákunum og hvernig þeir komu í leikinn,” en hvað gerðist í byrjun þar sem liðið lenti sjö mörkum undir? „Ég held að það sé bara óöryggi og ekkert annað. Menn eru að læra inn á landsliðið; ný kerfi og eru að koma úr félagsliðum þar sem þeir kunna allt saman. Nú eru þeir með menn vinstra og hægra megin við sig sem þeir hafa ekki spilað með áður, hvorki í vörn né sókn.” „Þetta tekur tíma að stilla svoleiðis af og ég er mjög ánægður með hvernig strákarnir komu til baka þegar það hefði verið auðveldara að fela sig og gefast upp. Ég er mjög ánægður með að þeir gerðu það ekki.” Margir ungir leikmenn, eins og tíðrætt hefur verið um, eru að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu og fyrirliðinn og sá elsti í liðinu var ánægður með þá. „Heldur betur ánægður með þá. Arnar og Ómar eru svo ekki gamlir og Janus hefur ekkert verið að spila í fleiri ár með landsliðinu. Það eru mjög margir ungir og þess vegna er þessi vika svo kærkomin; bæði æfingar og leikir sem hafa verið góðir upp á það að slípa okkur saman.” Er ekki framtíðin bara björt? „Það ætla ég að vona, allavega hjá þeim!” sagði glaðbeittur fyrirliðinn í leikslok.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Svíþjóð 24-27 | Jákvæð teikn á lofti þrátt fyrir tap Svíarnir unnu síðari vináttulandsleik liðanna í Laugardalshöllinni í dag með þremur mörkum, 27-24. 28. október 2017 16:30 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Stærsta stund strákanna okkar Handbolti Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Besta sætið: „Alltaf einhver sem skítur á sig í svona leik“ Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Besta sætið: Janus bestur á vellinum en verður að halda áfram að koma út í plús Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Ísland - Svíþjóð 24-27 | Jákvæð teikn á lofti þrátt fyrir tap Svíarnir unnu síðari vináttulandsleik liðanna í Laugardalshöllinni í dag með þremur mörkum, 27-24. 28. október 2017 16:30