Grænlandsjökull gæti hækkað yfirborð sjávar meira og hraðar Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2017 11:14 Hlýnandi sjór kemst mögulega í snertingu við allt að 55% Grænlandsjökuls. Vísir/AFP Stærri hluti Grænlandsjökuls er berskjaldaður fyrir hlýjum sjó en áætlað hefur verið fram að þessu. Ný kortlagning á sjávarbotninum við eyjuna bendir einnig til að enn meira magn íss sé ofan sjávar en talið var. Hvoru tveggja hefur mikla þýðingu fyrir hækkun yfirborðs sjávar á hlýnandi jörðu. Þessar niðurstöður eru afrakstur viðamikillar tilraunar til að kortleggja sjávarbotninn við Grænland. Vísindamennirnir sem stóðu að henni söfnuðu saman miklu magni gagna til að draga upp mynd af dýpt og útlínum sjávarbotnsins við vogskornar strandir eyjunnar, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post. Í ljós kom að magn íss sem er ofan sjávar á Grænlandi og getur þar að leiðandi hækkað sjávarstöðu þegar hann bráðnar er nokkuð meiri en menn höfðu talið. Þannig telja vísindamennirnir að allur ísinn á Grænlandi gæti hækkað yfirborð sjávar um rúma sjö metra ef hann bráðnaði allur. Það er um 7,6 sentímetrum meira en í fyrri áætlunum.Þýðir líklega að spár um hækkun sjávarborðs munu hækkaMeira aðsteðjandi áhyggjuefni er hins vegar hversu stór hluti jökulsins er í snertingu við hlýjan sjó sem nær að teygja sig undir rætur íshellunnar. Vísindamennirnir telja að allt frá 30-100% meira af jöklinum komist í snertingu við sjó sem hraðar bráðnun hans en fyrri kort af hafsbotninum hafa bent til. Það þýðir að allt að 55% jökulsins sé í snertingu við eða flæði yfir svæði þar sem hlýnandi sjór nær til hans. Niðurstöðurnar birtust í grein í vísindaritinu Geophysical Research Letters. „Dæmigert fyrir niðurstöðurnar er að við komumst að því að firðirnir eru miklu dýpri en fyrri kort hafa gert ráð fyrir. Þeir eru dýpri vegna þess að hringrásir jökla hafa sorfið þá trekk í trekk,“ segir Eric Rignot, vísindamaður hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA og Kaliforníuháskóla. Eftir að þessum niðurstöðum verður bætt við loftslagslíkön má gera ráð fyrir að mat á hækkun yfirborðs sjávar á þessari öld og til lengri framtíðar vegna bráðnunar Grænlandsjökuls muni hækka. Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46 Norðurslóðir loga Þykkan reyk frá skógareldum leggur yfir norðanvert Kanada og eldar loga enn í graslendi á vestanverðu Grænlandi eftir sérlega þurrt sumar þar. 23. ágúst 2017 16:43 Dularfull sprunga í einum stærsta jökli Grænlands Stækki sprungan og sameinist annarri sem liggur í gegnum jökulinn gæti gríðarlega stórt brot úr honum runnið af stað, jafnvel strax í sumar. 20. apríl 2017 14:30 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Stærri hluti Grænlandsjökuls er berskjaldaður fyrir hlýjum sjó en áætlað hefur verið fram að þessu. Ný kortlagning á sjávarbotninum við eyjuna bendir einnig til að enn meira magn íss sé ofan sjávar en talið var. Hvoru tveggja hefur mikla þýðingu fyrir hækkun yfirborðs sjávar á hlýnandi jörðu. Þessar niðurstöður eru afrakstur viðamikillar tilraunar til að kortleggja sjávarbotninn við Grænland. Vísindamennirnir sem stóðu að henni söfnuðu saman miklu magni gagna til að draga upp mynd af dýpt og útlínum sjávarbotnsins við vogskornar strandir eyjunnar, að því er kemur fram í umfjöllun Washington Post. Í ljós kom að magn íss sem er ofan sjávar á Grænlandi og getur þar að leiðandi hækkað sjávarstöðu þegar hann bráðnar er nokkuð meiri en menn höfðu talið. Þannig telja vísindamennirnir að allur ísinn á Grænlandi gæti hækkað yfirborð sjávar um rúma sjö metra ef hann bráðnaði allur. Það er um 7,6 sentímetrum meira en í fyrri áætlunum.Þýðir líklega að spár um hækkun sjávarborðs munu hækkaMeira aðsteðjandi áhyggjuefni er hins vegar hversu stór hluti jökulsins er í snertingu við hlýjan sjó sem nær að teygja sig undir rætur íshellunnar. Vísindamennirnir telja að allt frá 30-100% meira af jöklinum komist í snertingu við sjó sem hraðar bráðnun hans en fyrri kort af hafsbotninum hafa bent til. Það þýðir að allt að 55% jökulsins sé í snertingu við eða flæði yfir svæði þar sem hlýnandi sjór nær til hans. Niðurstöðurnar birtust í grein í vísindaritinu Geophysical Research Letters. „Dæmigert fyrir niðurstöðurnar er að við komumst að því að firðirnir eru miklu dýpri en fyrri kort hafa gert ráð fyrir. Þeir eru dýpri vegna þess að hringrásir jökla hafa sorfið þá trekk í trekk,“ segir Eric Rignot, vísindamaður hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA og Kaliforníuháskóla. Eftir að þessum niðurstöðum verður bætt við loftslagslíkön má gera ráð fyrir að mat á hækkun yfirborðs sjávar á þessari öld og til lengri framtíðar vegna bráðnunar Grænlandsjökuls muni hækka.
Loftslagsmál Vísindi Tengdar fréttir Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46 Norðurslóðir loga Þykkan reyk frá skógareldum leggur yfir norðanvert Kanada og eldar loga enn í graslendi á vestanverðu Grænlandi eftir sérlega þurrt sumar þar. 23. ágúst 2017 16:43 Dularfull sprunga í einum stærsta jökli Grænlands Stækki sprungan og sameinist annarri sem liggur í gegnum jökulinn gæti gríðarlega stórt brot úr honum runnið af stað, jafnvel strax í sumar. 20. apríl 2017 14:30 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Telja sig hafa skýringu á kuldapollinum við Ísland Mælingar og langtímalíkön hafa sýnt áberandi kuldapoll í hafinu suður af Íslandi og Grænlandi á sama tíma og nær allar aðrir hlutar jarðarinnar hlýna. Vísindamenn telja orsökina meðal annars kunna að liggja í bráðnandi hafís á norðurskautinu. 2. ágúst 2017 23:46
Norðurslóðir loga Þykkan reyk frá skógareldum leggur yfir norðanvert Kanada og eldar loga enn í graslendi á vestanverðu Grænlandi eftir sérlega þurrt sumar þar. 23. ágúst 2017 16:43
Dularfull sprunga í einum stærsta jökli Grænlands Stækki sprungan og sameinist annarri sem liggur í gegnum jökulinn gæti gríðarlega stórt brot úr honum runnið af stað, jafnvel strax í sumar. 20. apríl 2017 14:30