Íslenski boltinn

Fjölnismenn ræða við Ólaf Pál

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ólafur Páll Snorrason var spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis.
Ólafur Páll Snorrason var spilandi aðstoðarþjálfari Fjölnis. vísir/anton
Ólafur Páll Snorrason, sem nýverið hætti sem aðstoðarþjálfari FH, er í viðræðum við Fjölni um að taka við þjálfun liðsins. Þetta segja heimildarmenn fótbolta.net í dag.

Ágúst Gylfason hefur verið þjálfari Fjölnis síðustu sex ár, en hann tók á dögunum við liði Breiðabliks.

Ólafur Páll er uppalinn Fjölnismaður og var hann aðstoðarþjálfari Ágústs 2015 og 2016. Hann aðstoðaði svo Heimi Guðjónsson hjá FH á nýliðnu tímabili en ákvað að hætta störfum þar eftir að Heimir var rekinn frá félaginu.

Fjölnir var í mikilli fallbaráttu á nýliðnu tímabili og endaði í 10. sæti deildarinnar.


Tengdar fréttir

Ólafur Páll hættur hjá FH

Ólafur Páll Snorrason hefur látið af störfum sem aðstoðarþjálfari FH en Fimleikafélagið tilkynnti þetta nú í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×