Lífeyrir aldraðra hækki strax í 320 þúsund kr. á mánuði eftir skatt Björgvin Guðmundsson skrifar 12. október 2017 07:00 Alþingiskosningar fara fram 28. október nk. Sem eldri borgari geri ég kröfu til þess, að frambjóðendur skýri frá stefnu sinni í málefnum aldraðra og öryrkja. Mál þeirra hafa verið í ólestri undanfarið, einkum kjaramálin. En lífeyri aldraðra og öryrkja hefur verið haldið svo mjög niðri, að engin leið hefur verið að lifa af þeim lífeyri, sem stjórnvöld hafa skammtað þeim. Þeir hafa ekki haft nóg fyrir öllum útgjöldum og oft hafa lyf eða læknishjálp orðið útundan; það er mannréttindabrot. Ég er að tala um þá sem hafa eingöngu tekjur frá almannatryggingum. Ég tel vegna þeirrar uppsveiflu sem nú er í efnahagslífi þjóðarinnar að tímabært sé að gera myndarlega lagfæringu á kjörum aldraðra og öryrkja þannig að lífeyrisþegar þurfi ekki áfram að bera kvíðboga fyrir morgundeginum. Tillaga mín er þessi: Lífeyrir aldraðra hækki strax eftir kosningar í 320 þúsund krónur á mánuði eftir skatt (425 þúsund kr. á mán. fyrir skatt). Það er ekki unnt að lifa mannsæmandi lífi af lægri upphæð. Þessi upphæð er í samræmi við neyslukönnun Hagstofunnar en samkvæmt könnun á meðaltalsútgjöldum einhleypinga í landinu er þetta sú upphæð sem einstaklingar nota að meðaltali til neyslu. Skattar eru ekki inni í þeirri tölu hjá Hagstofunni og því er þessi upphæð í samræmi við lífeyri TR eftir skatt.Síst of mikið fyrir eldri borgara Einhverjum finnst ef til vill að það sé of mikið fyrir aldraða að hafa 320 þúsund kr. á mánuði í lífeyri frá TR eftir skatt, miðað við að þeir hafi engar aðrar tekjur. Það finnst mér ekki. Meðallaun í landinu eru 667 þúsund kr. á mánuði samkvæmt nýrri launarannsókn Hagstofunnar. Það er fyrir skatt. Alþingismenn hafa 1,2 milljónir kr. á mánuði og ráðherrar hafa 1,8 milljón á mánuði. Forsætisráðherra hefur rúmar 2 milljónir á mánuði. Þessar greiðslur eru fyrir utan aukasporslur og hlunnindi. Forstjórar og framkvæmdastjórar fyrirtækja hafa 1,6 millj. kr. á mánuði. Miðað við þessi háu laun er það ekki mikið þó eldri borgarar, sem lokið hafa vinnudegi sínum, hafi 320 þúsund á mánuði. Þetta eru þeir, sem skapað hafa þetta þjóðfélag.Vantar fleiri hjúkrunarheimili Enda þótt kjaramálin séu mikilvægust eru önnur mál einnig mikilvæg. Til dæmis vantar fleiri hjúkrunarheimili. Biðlistar eru langir eftir rými þar; erfitt fyrir eldri borgara að komast þar inn. Byggja verður fleiri hjúkrunarheimili. Einnig þarf að búa betur að heimahjúkrun svo eldri borgarar geti verið sem lengst heima. Heimahjúkrun er undirmönnuð og býr við fjárskort. Úr því þarf að bæta. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Alþingiskosningar fara fram 28. október nk. Sem eldri borgari geri ég kröfu til þess, að frambjóðendur skýri frá stefnu sinni í málefnum aldraðra og öryrkja. Mál þeirra hafa verið í ólestri undanfarið, einkum kjaramálin. En lífeyri aldraðra og öryrkja hefur verið haldið svo mjög niðri, að engin leið hefur verið að lifa af þeim lífeyri, sem stjórnvöld hafa skammtað þeim. Þeir hafa ekki haft nóg fyrir öllum útgjöldum og oft hafa lyf eða læknishjálp orðið útundan; það er mannréttindabrot. Ég er að tala um þá sem hafa eingöngu tekjur frá almannatryggingum. Ég tel vegna þeirrar uppsveiflu sem nú er í efnahagslífi þjóðarinnar að tímabært sé að gera myndarlega lagfæringu á kjörum aldraðra og öryrkja þannig að lífeyrisþegar þurfi ekki áfram að bera kvíðboga fyrir morgundeginum. Tillaga mín er þessi: Lífeyrir aldraðra hækki strax eftir kosningar í 320 þúsund krónur á mánuði eftir skatt (425 þúsund kr. á mán. fyrir skatt). Það er ekki unnt að lifa mannsæmandi lífi af lægri upphæð. Þessi upphæð er í samræmi við neyslukönnun Hagstofunnar en samkvæmt könnun á meðaltalsútgjöldum einhleypinga í landinu er þetta sú upphæð sem einstaklingar nota að meðaltali til neyslu. Skattar eru ekki inni í þeirri tölu hjá Hagstofunni og því er þessi upphæð í samræmi við lífeyri TR eftir skatt.Síst of mikið fyrir eldri borgara Einhverjum finnst ef til vill að það sé of mikið fyrir aldraða að hafa 320 þúsund kr. á mánuði í lífeyri frá TR eftir skatt, miðað við að þeir hafi engar aðrar tekjur. Það finnst mér ekki. Meðallaun í landinu eru 667 þúsund kr. á mánuði samkvæmt nýrri launarannsókn Hagstofunnar. Það er fyrir skatt. Alþingismenn hafa 1,2 milljónir kr. á mánuði og ráðherrar hafa 1,8 milljón á mánuði. Forsætisráðherra hefur rúmar 2 milljónir á mánuði. Þessar greiðslur eru fyrir utan aukasporslur og hlunnindi. Forstjórar og framkvæmdastjórar fyrirtækja hafa 1,6 millj. kr. á mánuði. Miðað við þessi háu laun er það ekki mikið þó eldri borgarar, sem lokið hafa vinnudegi sínum, hafi 320 þúsund á mánuði. Þetta eru þeir, sem skapað hafa þetta þjóðfélag.Vantar fleiri hjúkrunarheimili Enda þótt kjaramálin séu mikilvægust eru önnur mál einnig mikilvæg. Til dæmis vantar fleiri hjúkrunarheimili. Biðlistar eru langir eftir rými þar; erfitt fyrir eldri borgara að komast þar inn. Byggja verður fleiri hjúkrunarheimili. Einnig þarf að búa betur að heimahjúkrun svo eldri borgarar geti verið sem lengst heima. Heimahjúkrun er undirmönnuð og býr við fjárskort. Úr því þarf að bæta. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar